Sértækir skattar á íslenska banka þrisvar sinnum hærri en hvalrekaskattur Ítala

Sértækir skattar á íslenska banka eru þrisvar sinnum hærri en Ítalir áforma að leggja einu sinni á sína banka í formi svokallaðs hvalrekaskatts. Hafa ber í huga að arðsemi íslenskra banka er almennt minni en í nágrannalöndum okkar. „Það er ekki ofurhagnaður hjá íslenskum bönkum og þeir eru skattlagðir í meira mæli en erlendis,“ segir hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja.