Metaðsókn að Selasetri Íslands á Hvammstanga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. ágúst 2023 20:30 Örvar Birkir Eiríksson, forstöðumaður Selasetursins á Hvammstanga og myndin af Rostungnum, sem vekur mikla athygli á safninu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðsókn á Selasetrið á Hvammstanga hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og í sumar en þangað koma um 250 manns á dag til að skoða þetta flotta safn um seli. Og það sem meira er, það er komin Rostungur á safnið. Það er mjög gaman að heimsækja Selasetur Íslands því safnið er svo skemmtilega uppsett og þar er svo mikinn fróðleik að finna um seli og allt það helsta, sem við kemur þeim. Aðsóknin að setrinu hefur verið einstaklega góð í sumar. „Það er mikið af gestum hérna, þetta eru um 250 manns á dag, þannig að það er bara mikið líf og fjör. Við erum mjög ánægð með sýninguna og gestir hafa verið það almennt,” segir Örvar Birkir Eiríksson, forstöðumaður Selasetursins á Hvammstanga. Hvaðan koma ykkar gestir aðallega? „Ég held að það séu mest Þjóðverjar, sem eru að koma hingað en það er að aukast núna meira frá Suður Evrópu, við erum að sjá mikið af Ítölum núna og svo náttúruleg Bandaríkjamenn og Frakkar, þannig að þetta eru mest erlendir ferðamenn, sem koma hingað til okkar en talsvert af Íslendingum líka.” Örvar segir Selasetrið vera fyrst og fremst fræðslusafn með líffræðilega og sögulega frásögn um seli og tengslum þeirra og íslenskrar menningar. Við Ísland kæpa tvær tegundir sela, Landselur og Útselur en fjórar tegundir til viðbótar eru þekktar við landið, sem flækingar en þær hafa ekki kæpt hér svo vitað sé. Og selurinn, þetta er merkileg skepna? „Já, þetta er mjög merkilega skepna og bara mjög skemmtileg skepna og svo náttúrulega virkilega fallega skepna líka, þannig að við erum talsverðir aðdáendur selsins,” segir Örvar Birkir. Um 250 manns koma á hverjum degi í Selasetrið á Hvammstanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á setrið er líka komin rostungur, þó ekki lifandi, heldur stór og glæsileg ljósmynd. „Við erum bara að vonast til að hann komi hingað, sé ekki alltaf á Sauðárkróki, heldur komi hingað á flotbryggjuna hérna á tanganum, við erum bara að bíða eftir því, þannig að vonandi verður það næsta stopp hjá honum,” segir Örvar Birkir. Selasetrið er fyrst og fremst fræðslusafn með líffræðilega og sögulega frásögn um seli og tengslum þeirra og íslenskrar menningar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Selaseturs Íslands á Hvammstanga Húnaþing vestra Menning Söfn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Það er mjög gaman að heimsækja Selasetur Íslands því safnið er svo skemmtilega uppsett og þar er svo mikinn fróðleik að finna um seli og allt það helsta, sem við kemur þeim. Aðsóknin að setrinu hefur verið einstaklega góð í sumar. „Það er mikið af gestum hérna, þetta eru um 250 manns á dag, þannig að það er bara mikið líf og fjör. Við erum mjög ánægð með sýninguna og gestir hafa verið það almennt,” segir Örvar Birkir Eiríksson, forstöðumaður Selasetursins á Hvammstanga. Hvaðan koma ykkar gestir aðallega? „Ég held að það séu mest Þjóðverjar, sem eru að koma hingað en það er að aukast núna meira frá Suður Evrópu, við erum að sjá mikið af Ítölum núna og svo náttúruleg Bandaríkjamenn og Frakkar, þannig að þetta eru mest erlendir ferðamenn, sem koma hingað til okkar en talsvert af Íslendingum líka.” Örvar segir Selasetrið vera fyrst og fremst fræðslusafn með líffræðilega og sögulega frásögn um seli og tengslum þeirra og íslenskrar menningar. Við Ísland kæpa tvær tegundir sela, Landselur og Útselur en fjórar tegundir til viðbótar eru þekktar við landið, sem flækingar en þær hafa ekki kæpt hér svo vitað sé. Og selurinn, þetta er merkileg skepna? „Já, þetta er mjög merkilega skepna og bara mjög skemmtileg skepna og svo náttúrulega virkilega fallega skepna líka, þannig að við erum talsverðir aðdáendur selsins,” segir Örvar Birkir. Um 250 manns koma á hverjum degi í Selasetrið á Hvammstanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á setrið er líka komin rostungur, þó ekki lifandi, heldur stór og glæsileg ljósmynd. „Við erum bara að vonast til að hann komi hingað, sé ekki alltaf á Sauðárkróki, heldur komi hingað á flotbryggjuna hérna á tanganum, við erum bara að bíða eftir því, þannig að vonandi verður það næsta stopp hjá honum,” segir Örvar Birkir. Selasetrið er fyrst og fremst fræðslusafn með líffræðilega og sögulega frásögn um seli og tengslum þeirra og íslenskrar menningar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Selaseturs Íslands á Hvammstanga
Húnaþing vestra Menning Söfn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira