Barnaheill og Barbie valdefla stúlkur um allan heim Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 10. ágúst 2023 14:01 Flest okkar eiga einhverjar minningar úr bernsku sem tengdar eru Barbiedúkkum og öðru Barbiedóti. Barbie hefur verið áhrifavaldur í barnæsku fjölmargra barna og bregður dúkkan sér í hin mismunandi hlutverk eins og að vera læknir, flugmaður, kúreki eða móðir og jafnvel dvelja í strandbænum Malibu svo dæmi séu tekin. Stundum er hinn myndarlegi Ken henni við hlið en almennt séð þá þrífst Barbie vel ein og sjálfstæð. Mörg börn vilja eignast allt það sem Barbie á og óaðfinnanlegt útlit hennar hefur verið mælikvarði ófárra stúlkna á fegurð. Barnaheill – Save the Children eru í samstarfi við Warner Bros. Discovery (WBD) og Mattel í tengslum við kvikmyndina um Barbie sem nú er sýnd við miklar vinsældir um víða veröld. Áhersla er lögð á með samstarfinu að valdefla stúlkur um allan heim og veita þeim aðgengi að menntun og tilheyrandi auðlindum sem þær eiga rétt á. Þannig eru þær hvattar til að láta drauma sína rætast. Með samstarfinu er Barnaheillum gert kleift að vinna áfram að þeim metnaðarfullu verkefnum sem unnin eru af starfsmönnum Barnaheilla um heim allan. Samtökin voru stofnuð árið 1919 af Eglantyne Jebb, konu sem trúði því að hún gæti komið einhverju áleiðis sem aðrir höfðu ekki trú á. Hún hafði þá trú að mikilvægt væri að koma á sáttmála um réttindi barna og varð hann síðar grunnurinn að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fátt er öflugra en börn stútfull af sjálfstrausti sem sem eiga sér drauma. Því miður missa margar stúlkur snemma trú á eigin getu, efast um sig sjálfar og gefa drauma sína upp á bátinn. Þær gleyma og hætta að trúa að þær geti gert það sem þær vilja og verða það sem þær hafa áður óskað sér. Stundum er það af menningarlegum ástæðum, stundum vegna áfalls í kjölfar stríðs, veikinda, ofbeldis, eineltis, ástvinamissis eða annars sem mótar líf þeirra. Staðreyndin er sú að stúlkur eru mun líklegri en drengir til að verða fyrir kynferðisofbeldi. Þær hafa færri tækifæri til menntunar og eru frekar en drengir á flótta frá meðal annars skipulögðu hjónabandi á barnsaldri við eldri menn, sársaukafullum umskurði og öðru ofbeldi og mismunun af ýmsu tagi. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif. Barnaheill leggja áherslu á að styðja við stúlkur á flótta, búa þeim fleiri möguleika á að stunda nám og fræða almenning um mikilvægi forvarna þegar kemur að baráttu gegn ofbeldi og einelti. Í kvikmyndinni um Barbie er hrist upp í staðalmyndum kynjanna sem eru löngu úreltar og lögð er áhersla á valdeflingu stúlkna á hvetjandi hátt. Gefin eru þau skýru skilaboð að stúlkur geta orðið allt það sem þær dreymir um. Á þann máta samræmist boðskapur myndarinnar framtíðarsýn samtakanna og valdefla í sameiningu stúlkur um allan heim og gefa þeim tækifæri til betri og bjartari framtíðar. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flest okkar eiga einhverjar minningar úr bernsku sem tengdar eru Barbiedúkkum og öðru Barbiedóti. Barbie hefur verið áhrifavaldur í barnæsku fjölmargra barna og bregður dúkkan sér í hin mismunandi hlutverk eins og að vera læknir, flugmaður, kúreki eða móðir og jafnvel dvelja í strandbænum Malibu svo dæmi séu tekin. Stundum er hinn myndarlegi Ken henni við hlið en almennt séð þá þrífst Barbie vel ein og sjálfstæð. Mörg börn vilja eignast allt það sem Barbie á og óaðfinnanlegt útlit hennar hefur verið mælikvarði ófárra stúlkna á fegurð. Barnaheill – Save the Children eru í samstarfi við Warner Bros. Discovery (WBD) og Mattel í tengslum við kvikmyndina um Barbie sem nú er sýnd við miklar vinsældir um víða veröld. Áhersla er lögð á með samstarfinu að valdefla stúlkur um allan heim og veita þeim aðgengi að menntun og tilheyrandi auðlindum sem þær eiga rétt á. Þannig eru þær hvattar til að láta drauma sína rætast. Með samstarfinu er Barnaheillum gert kleift að vinna áfram að þeim metnaðarfullu verkefnum sem unnin eru af starfsmönnum Barnaheilla um heim allan. Samtökin voru stofnuð árið 1919 af Eglantyne Jebb, konu sem trúði því að hún gæti komið einhverju áleiðis sem aðrir höfðu ekki trú á. Hún hafði þá trú að mikilvægt væri að koma á sáttmála um réttindi barna og varð hann síðar grunnurinn að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fátt er öflugra en börn stútfull af sjálfstrausti sem sem eiga sér drauma. Því miður missa margar stúlkur snemma trú á eigin getu, efast um sig sjálfar og gefa drauma sína upp á bátinn. Þær gleyma og hætta að trúa að þær geti gert það sem þær vilja og verða það sem þær hafa áður óskað sér. Stundum er það af menningarlegum ástæðum, stundum vegna áfalls í kjölfar stríðs, veikinda, ofbeldis, eineltis, ástvinamissis eða annars sem mótar líf þeirra. Staðreyndin er sú að stúlkur eru mun líklegri en drengir til að verða fyrir kynferðisofbeldi. Þær hafa færri tækifæri til menntunar og eru frekar en drengir á flótta frá meðal annars skipulögðu hjónabandi á barnsaldri við eldri menn, sársaukafullum umskurði og öðru ofbeldi og mismunun af ýmsu tagi. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif. Barnaheill leggja áherslu á að styðja við stúlkur á flótta, búa þeim fleiri möguleika á að stunda nám og fræða almenning um mikilvægi forvarna þegar kemur að baráttu gegn ofbeldi og einelti. Í kvikmyndinni um Barbie er hrist upp í staðalmyndum kynjanna sem eru löngu úreltar og lögð er áhersla á valdeflingu stúlkna á hvetjandi hátt. Gefin eru þau skýru skilaboð að stúlkur geta orðið allt það sem þær dreymir um. Á þann máta samræmist boðskapur myndarinnar framtíðarsýn samtakanna og valdefla í sameiningu stúlkur um allan heim og gefa þeim tækifæri til betri og bjartari framtíðar. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun