Orkuskipti og óvinsælar aðgerðir Lenya Rún Taha Karim skrifar 11. ágúst 2023 09:35 „Við munum setja okkur sjálfstætt landsmarkmið um 55% samdrátt á losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 miðað við árið 2005. Lögð verður áhersla á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að draga úr losun vegna landnotkunar og hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. “ Þessi texti var skrifaður í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2021, nú árið 2023 erum við að horfa fram á að þessi markmið séu nánast ómöguleg vegna stöðnunar í þessum málaflokki. Áður en lengra er haldið þá er mikilvægt að taka fram að aðgerðir til þess að sporna við loftslagsvánni eru ekki takmarkaðar við orkuskiptin, það þarf mun meira til og er það alveg augljóst. Þessi grein snýst hins vegar bara um orkumál, hreinlega vegna þess að það er orðið erfitt að láta eins og núverandi framboð af orku muni duga til þess að ná markmiðum okkar um full orkuskipti á sama tíma og hún á líka að duga til þess að anna eftirspurnina eftir raforku. Orkuskiptin framundan eru meðal stærstu verkefna í forgangi allra ríkja í Evrópu en hafa setið á hakanum á Íslandi í alltof langan tíma. Orkuskipti snúast ekki einungis um samþykkt rammaáætlunar, heldur einnig um t.d. meiri orkusparnað og betri orkunýtni, nýja og sjálfbæra orkukosti svo sem vindorku og hvernig skuli tryggja raforkuöryggi fyrir almenning og aðra viðkvæma neytendur á sama tíma og við róum í átt að kolefnishlutleysi. Flest öll lönd í kringum okkur eru komin með heildstæða stefnu, skilvirka löggjöf og framtíðarsýn hvað varðar ofangreind atriði. Ísland stendur enn í stað þegar við gætum hreinlega verið leiðandi í aðgerðum og framförum gegn loftslagsvánni með aukinni áherslu á skynsamlegri nýtingu grænnar orku. Óvinsælar aðgerðir Það er nokkuð ljóst að ef eitthvað ríki getur náð þessum metnaðarfullum markmiðum sem koma fram í stjórnarsáttmála þá ætti það að sjálfsögðu að vera Ísland. Hins vegar þurfa kjörnir fulltrúar að rífa sig í gang og grípa til aðgerða sem eru ekki vinsælar meðal allra kjósenda. Það eru þrír flokkar í ríkisstjórn og allir þrír flokkar reyna að höfða til mismunandi markhópa sem leiðir til stöðnunar í ákvarðanatöku stórra og umdeildra málaflokka. Grípa þarf til aðgerða sem munu vera óvinsælar meðal allra þriggja markhópa. Markmiðum Íslands um kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum verða ekki náð með því að einungis reisa fleiri orkumannvirki. Markmiðunum verður heldur ekki náð með því að einungis einblína á orkuskipti hjá eigendum einkabifreiða. Markmiðunum verður svo sannarlega ekki náð með því að einblína bara á eina aðgerð í einu og síðan leyfa skoðanakönnunum um fylgi flokka ráða förinni. Ferlið sjálft í átt að fullum orkuskiptum má líta á sem tannhjól sem er knúið af samspili margra mismunandi og fjölbreyttra aðgerða. Ef það er lögð áhersla á eina aðgerð (t.d. bara samþykkt rammaáætlunar) þá er hætta á að allt ferlið standi eða falli með þessari einni aðgerð. Ef þessi metnaðarfullu markmið eiga að nást, þá er nauðsynlegt að benda á raunhæfa (og stundum óvinsæla) staðreynd um að það er augljóslega þörf á frekari orku hérlendis og munum við ólíklega komast hjá því að reisa fleiri virkjanir. Hins vegar þýðir það ekki að orkan sem er nú þegar framleidd sé vel nýtt - það þarf samspil frekari orkuframleiðslu og betri orkunýtingar til þess að þetta virki. Það er þörf á orkuskiptum í samgöngum en það þýðir þó ekki að ríkið eigi að niðurgreiða rafmagnsbíla og halda að málið sé dautt - það þarf að leggja áherslu á að Borgarlínan og frekari uppbygging sjálfbærra almenningssamgangna klárist sem fyrst. Það þarf að einfalda leyfisveitingaferlið er kemur að orkumannvirkjum en það þýðir ekki að hægt sé að reisa virkjanir hvar sem er og án samþykkis hlutaðeigandi stofnana - tilvalið væri að líta til nýsamþykktra laga Evrópusambandsins þar sem endurnýjanleg orka er viðurkennd sem brýnir almannahagsmunir og afmarkað er svæði með mikla möguleika á endurnýjanlegri orkuframleiðslu á sama tíma og umhverfisáhrifin ráða förinni, þessi svæði eru síðan skilgreind sem „hröðunarsvæði” þar sem leyfisveitingaferlið er styttra og einfaldara en á öðrum svæðum. Að lokum, þá er mikilvægt að tryggja raforkuöryggi viðkvæmra neytenda í ljósi aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að forgangsröðun raforku. Það eru tvö ár eftir af kjörtímabilinu og því er enn tími til að bregðast við orkukreppunni sem blasir við ef ekki er gripið til aðgerða. Þetta er bara upptalning á aðgerðum sem eru umdeildar og stjórnvöld eru hikandi, ef ekki treg, við að grípa til. Staðreyndin er hins vegar sú að við stöndum frammi fyrir tímamótum þar sem aðgerðarleysi í umhverfis- og loftslagsmálum mun óhjákvæmilega leiða til loftslagshamfara sem komandi kynslóðir munu ekki geta snúið við og heldur ekki lifað við. Það er orðið vandræðalegt hvað við erum með stór markmið og loforð sem líta vel út á alþjóðavísu og í ársskýrslum erlendra eftirlitsstofnana á sama tíma og við erum gjörsamlega vonlaus í að framkvæma þau. Gerum betur og nýtum sérstöðu okkar í orkumálum til að raunverulega vera fyrst allra ríkja til að ná fullum orkuskiptum. Höfundur er varaþingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lenya Rún Taha Karim Orkuskipti Orkumál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Við munum setja okkur sjálfstætt landsmarkmið um 55% samdrátt á losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 miðað við árið 2005. Lögð verður áhersla á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að draga úr losun vegna landnotkunar og hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. “ Þessi texti var skrifaður í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2021, nú árið 2023 erum við að horfa fram á að þessi markmið séu nánast ómöguleg vegna stöðnunar í þessum málaflokki. Áður en lengra er haldið þá er mikilvægt að taka fram að aðgerðir til þess að sporna við loftslagsvánni eru ekki takmarkaðar við orkuskiptin, það þarf mun meira til og er það alveg augljóst. Þessi grein snýst hins vegar bara um orkumál, hreinlega vegna þess að það er orðið erfitt að láta eins og núverandi framboð af orku muni duga til þess að ná markmiðum okkar um full orkuskipti á sama tíma og hún á líka að duga til þess að anna eftirspurnina eftir raforku. Orkuskiptin framundan eru meðal stærstu verkefna í forgangi allra ríkja í Evrópu en hafa setið á hakanum á Íslandi í alltof langan tíma. Orkuskipti snúast ekki einungis um samþykkt rammaáætlunar, heldur einnig um t.d. meiri orkusparnað og betri orkunýtni, nýja og sjálfbæra orkukosti svo sem vindorku og hvernig skuli tryggja raforkuöryggi fyrir almenning og aðra viðkvæma neytendur á sama tíma og við róum í átt að kolefnishlutleysi. Flest öll lönd í kringum okkur eru komin með heildstæða stefnu, skilvirka löggjöf og framtíðarsýn hvað varðar ofangreind atriði. Ísland stendur enn í stað þegar við gætum hreinlega verið leiðandi í aðgerðum og framförum gegn loftslagsvánni með aukinni áherslu á skynsamlegri nýtingu grænnar orku. Óvinsælar aðgerðir Það er nokkuð ljóst að ef eitthvað ríki getur náð þessum metnaðarfullum markmiðum sem koma fram í stjórnarsáttmála þá ætti það að sjálfsögðu að vera Ísland. Hins vegar þurfa kjörnir fulltrúar að rífa sig í gang og grípa til aðgerða sem eru ekki vinsælar meðal allra kjósenda. Það eru þrír flokkar í ríkisstjórn og allir þrír flokkar reyna að höfða til mismunandi markhópa sem leiðir til stöðnunar í ákvarðanatöku stórra og umdeildra málaflokka. Grípa þarf til aðgerða sem munu vera óvinsælar meðal allra þriggja markhópa. Markmiðum Íslands um kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum verða ekki náð með því að einungis reisa fleiri orkumannvirki. Markmiðunum verður heldur ekki náð með því að einungis einblína á orkuskipti hjá eigendum einkabifreiða. Markmiðunum verður svo sannarlega ekki náð með því að einblína bara á eina aðgerð í einu og síðan leyfa skoðanakönnunum um fylgi flokka ráða förinni. Ferlið sjálft í átt að fullum orkuskiptum má líta á sem tannhjól sem er knúið af samspili margra mismunandi og fjölbreyttra aðgerða. Ef það er lögð áhersla á eina aðgerð (t.d. bara samþykkt rammaáætlunar) þá er hætta á að allt ferlið standi eða falli með þessari einni aðgerð. Ef þessi metnaðarfullu markmið eiga að nást, þá er nauðsynlegt að benda á raunhæfa (og stundum óvinsæla) staðreynd um að það er augljóslega þörf á frekari orku hérlendis og munum við ólíklega komast hjá því að reisa fleiri virkjanir. Hins vegar þýðir það ekki að orkan sem er nú þegar framleidd sé vel nýtt - það þarf samspil frekari orkuframleiðslu og betri orkunýtingar til þess að þetta virki. Það er þörf á orkuskiptum í samgöngum en það þýðir þó ekki að ríkið eigi að niðurgreiða rafmagnsbíla og halda að málið sé dautt - það þarf að leggja áherslu á að Borgarlínan og frekari uppbygging sjálfbærra almenningssamgangna klárist sem fyrst. Það þarf að einfalda leyfisveitingaferlið er kemur að orkumannvirkjum en það þýðir ekki að hægt sé að reisa virkjanir hvar sem er og án samþykkis hlutaðeigandi stofnana - tilvalið væri að líta til nýsamþykktra laga Evrópusambandsins þar sem endurnýjanleg orka er viðurkennd sem brýnir almannahagsmunir og afmarkað er svæði með mikla möguleika á endurnýjanlegri orkuframleiðslu á sama tíma og umhverfisáhrifin ráða förinni, þessi svæði eru síðan skilgreind sem „hröðunarsvæði” þar sem leyfisveitingaferlið er styttra og einfaldara en á öðrum svæðum. Að lokum, þá er mikilvægt að tryggja raforkuöryggi viðkvæmra neytenda í ljósi aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að forgangsröðun raforku. Það eru tvö ár eftir af kjörtímabilinu og því er enn tími til að bregðast við orkukreppunni sem blasir við ef ekki er gripið til aðgerða. Þetta er bara upptalning á aðgerðum sem eru umdeildar og stjórnvöld eru hikandi, ef ekki treg, við að grípa til. Staðreyndin er hins vegar sú að við stöndum frammi fyrir tímamótum þar sem aðgerðarleysi í umhverfis- og loftslagsmálum mun óhjákvæmilega leiða til loftslagshamfara sem komandi kynslóðir munu ekki geta snúið við og heldur ekki lifað við. Það er orðið vandræðalegt hvað við erum með stór markmið og loforð sem líta vel út á alþjóðavísu og í ársskýrslum erlendra eftirlitsstofnana á sama tíma og við erum gjörsamlega vonlaus í að framkvæma þau. Gerum betur og nýtum sérstöðu okkar í orkumálum til að raunverulega vera fyrst allra ríkja til að ná fullum orkuskiptum. Höfundur er varaþingmaður Pírata
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun