Frelsi og umburðarlyndi Friðjón Friðjónsson skrifar 11. ágúst 2023 10:30 Á morgun, laugardag, fögnum við og styðjum réttindabaráttu hinsegin fólks. Borgarfulltrúar sem velja að taka þátt, munu ganga undir yfirskriftinni Reykjavík er stolt, rétt eins og í fyrra. Borgarfulltrúarnir munu með þátttöku í göngunni, hvar sem þeir eru í flokki, taka undir þær áherslur sem borgin setur um að sýna samstöðu og stuðning við trans fólk og hinsegin fræðslu í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Fyrir okkur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins fellur slíkur stuðningur sérstaklega vel að ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins síðasta vetur þar sem við tókum fram að við viljum áfram vera í fararbroddi þeirra sem vilja tryggja mannréttindi og auka réttindi hinsegin fólks. Við tókum líka fram að þarft sé að stíga áfram skref sem tryggja jöfn réttindi og jafna stöðu hinsegin fólks. Stjórnvöld þurfi að móta sér heildstæða stefnu í málefnum hinsegin fólks, í samstarfi við samtök þeirra og sérstaklega verði skoðað að styrkja stöðu hinsegin fjölskyldna, einkum með tilliti til ættleiðinga, skráningar og sjálfkrafa viðurkenningar samkynja foreldra og að setja þurfi skýra stefnu um hinsegin fólk í leit að alþjóðlegri vernd. Þá ályktaði landsfundur að Ísland sé, og eigi ávallt að vera, í fararbroddi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. Að lokum var samþykkt á einum fjölmennasta landsfundi síðari ára, að fólki eigi að vera frjálst að skilgreina kyn sitt að vild. Fólki á að vera frjálst að skilgreina kyn sitt að vild er setning sem fellur sérstaklega vel að grunngildum Sjálfstæðisflokksins, sem eru frelsi og trú á einstaklinginn. Það eru 94 ár síðan Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður og þessi grunngildi hafa ávallt verið hluti af stefnu okkar. Nokkuð sem okkur öllum sem gegna trúnaðarstöðum fyrir Sjálfstæðisflokksinn er vert að muna og við eigum líka að nota tækifærið og minna fólk á, sama hvar það stendur, á hvaða grunni við stöndum. Sjálfstæðisstefnan er umburðarlynd og bjartsýn fyrir þjóðina og við í Sjálfstæðisflokknum stöndum með öllum einstaklingum óháð skoðunum, óháð trú og óháð kynhneigð. Fyrir mér er frelsið grunnstef allra mannréttinda og á að vera mælikvarði allra athafna okkar sem gegna opinberum hlutverkum. Það á við í smáu sem stóru. Það er holur hljómur í orðum þeirra sem segjast styðja mannréttindi og frelsi en bæta svo alltaf við að nú sé ekki rétti tíminn, að aðstæður hér á landi séu sérstakar eða hlutirnir hafi nú bara alltaf verið svona og óþarfi sé að breyta. Réttindabarátta hinsegin fólks er frelsisbarátta, hún snýst um frelsi til að elska og frelsi til að vera. Þess vegna er það stefna Sjálfstæðisflokksins að styðja við hinsegin fólk, nú og til framtíðar. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Sjálfstæðisflokkurinn Friðjón Friðjónsson Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Á morgun, laugardag, fögnum við og styðjum réttindabaráttu hinsegin fólks. Borgarfulltrúar sem velja að taka þátt, munu ganga undir yfirskriftinni Reykjavík er stolt, rétt eins og í fyrra. Borgarfulltrúarnir munu með þátttöku í göngunni, hvar sem þeir eru í flokki, taka undir þær áherslur sem borgin setur um að sýna samstöðu og stuðning við trans fólk og hinsegin fræðslu í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Fyrir okkur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins fellur slíkur stuðningur sérstaklega vel að ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins síðasta vetur þar sem við tókum fram að við viljum áfram vera í fararbroddi þeirra sem vilja tryggja mannréttindi og auka réttindi hinsegin fólks. Við tókum líka fram að þarft sé að stíga áfram skref sem tryggja jöfn réttindi og jafna stöðu hinsegin fólks. Stjórnvöld þurfi að móta sér heildstæða stefnu í málefnum hinsegin fólks, í samstarfi við samtök þeirra og sérstaklega verði skoðað að styrkja stöðu hinsegin fjölskyldna, einkum með tilliti til ættleiðinga, skráningar og sjálfkrafa viðurkenningar samkynja foreldra og að setja þurfi skýra stefnu um hinsegin fólk í leit að alþjóðlegri vernd. Þá ályktaði landsfundur að Ísland sé, og eigi ávallt að vera, í fararbroddi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. Að lokum var samþykkt á einum fjölmennasta landsfundi síðari ára, að fólki eigi að vera frjálst að skilgreina kyn sitt að vild. Fólki á að vera frjálst að skilgreina kyn sitt að vild er setning sem fellur sérstaklega vel að grunngildum Sjálfstæðisflokksins, sem eru frelsi og trú á einstaklinginn. Það eru 94 ár síðan Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður og þessi grunngildi hafa ávallt verið hluti af stefnu okkar. Nokkuð sem okkur öllum sem gegna trúnaðarstöðum fyrir Sjálfstæðisflokksinn er vert að muna og við eigum líka að nota tækifærið og minna fólk á, sama hvar það stendur, á hvaða grunni við stöndum. Sjálfstæðisstefnan er umburðarlynd og bjartsýn fyrir þjóðina og við í Sjálfstæðisflokknum stöndum með öllum einstaklingum óháð skoðunum, óháð trú og óháð kynhneigð. Fyrir mér er frelsið grunnstef allra mannréttinda og á að vera mælikvarði allra athafna okkar sem gegna opinberum hlutverkum. Það á við í smáu sem stóru. Það er holur hljómur í orðum þeirra sem segjast styðja mannréttindi og frelsi en bæta svo alltaf við að nú sé ekki rétti tíminn, að aðstæður hér á landi séu sérstakar eða hlutirnir hafi nú bara alltaf verið svona og óþarfi sé að breyta. Réttindabarátta hinsegin fólks er frelsisbarátta, hún snýst um frelsi til að elska og frelsi til að vera. Þess vegna er það stefna Sjálfstæðisflokksins að styðja við hinsegin fólk, nú og til framtíðar. Höfundur er borgarfulltrúi.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun