Sturluð stemning á HM íslenska hestsins í Hollandi Telma Tómasson skrifar 11. ágúst 2023 10:25 Elvar og Fjalladís urðu tvöfaldir heimsmeistarar í gær. Áætlað er að allt að ellefu þúsund verði samankomin á Heimsmeistaramóti íslenska hestins í Oirschot í Hollandi um helgina, þar af um 1500 Íslendingar. Mótið hefur staðið yfir alla vikuna en nær hámarki á laugardag og sunnudag þegar úrslit verða riðin í öllum keppnisgreinum á hringvelli. Gríðarleg stemning er á áhorfendapöllunum eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi, þegar Jóhanna Margrét Snorradóttir, ein skærasta stjarnan í íslandshestaheiminum, reið í braut á sínum drifhvíta hesti, Bárði frá Melabergi. Þjóðarhátíðarsmellur Emmsje Gauta Þúsund hjörtu var viðeigandi val á lagi undir sýningu Jóhönnu Margrétar og Bárðs, enda er spenningurinn er ekki aðeins hjá knapanum heldur lifa áhorfendur sig inn í sýninguna, sem þarf að vera hárnákvæm til að komast í úrslit og á toppinn. Samkeppnin er hörð, enda er mikill fjöldi topphesta á meginlandinu. Afreksknapinn Viðar Ingólfsson á glæsihestinum Þór frá Stóra-Hofi, sem einnig má sjá í myndbandinu, fór mikinn, en allir íslensku keppendurnir hafa til þessa náð góðum árangri og miklar væntingar eru gerðar til liðsins. Alls eru 17 knapar í íslenska liðinu, sem keppa í fullorðinsflokki, ungmennaflokki og sýna kynbótahross. Frekari fréttir af gengi þess má sjá á vef Landssambands hestamannafélaga. Nær hámarki um helgina Um 200 keppendur frá 17 löndum taka þátt í mótinu. Úrhellis rigning gerði mótshöldurum erfitt fyrir í undirbúningnum, en svo fór fór sólin að skína og nú þarf að vökva vellina. Um 450 sjálboðaliðar auk framkvæmdastjórnar gæta þess að allt fari fram eins og áætlað er. Vinnudagarnir eru langir, um 18 klukkustundir á dag. Stemningin nær svo hámarki um helgina. Talið er að um 8500 manns séu á svæðinu nú á föstudegi, en fólk er enn að drífa að og gert ráð fyrir að fjölga muni í allt að ellefu þúsund þegar líður á. Hestar Hestaíþróttir Íslendingar erlendis Holland Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Gríðarleg stemning er á áhorfendapöllunum eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi, þegar Jóhanna Margrét Snorradóttir, ein skærasta stjarnan í íslandshestaheiminum, reið í braut á sínum drifhvíta hesti, Bárði frá Melabergi. Þjóðarhátíðarsmellur Emmsje Gauta Þúsund hjörtu var viðeigandi val á lagi undir sýningu Jóhönnu Margrétar og Bárðs, enda er spenningurinn er ekki aðeins hjá knapanum heldur lifa áhorfendur sig inn í sýninguna, sem þarf að vera hárnákvæm til að komast í úrslit og á toppinn. Samkeppnin er hörð, enda er mikill fjöldi topphesta á meginlandinu. Afreksknapinn Viðar Ingólfsson á glæsihestinum Þór frá Stóra-Hofi, sem einnig má sjá í myndbandinu, fór mikinn, en allir íslensku keppendurnir hafa til þessa náð góðum árangri og miklar væntingar eru gerðar til liðsins. Alls eru 17 knapar í íslenska liðinu, sem keppa í fullorðinsflokki, ungmennaflokki og sýna kynbótahross. Frekari fréttir af gengi þess má sjá á vef Landssambands hestamannafélaga. Nær hámarki um helgina Um 200 keppendur frá 17 löndum taka þátt í mótinu. Úrhellis rigning gerði mótshöldurum erfitt fyrir í undirbúningnum, en svo fór fór sólin að skína og nú þarf að vökva vellina. Um 450 sjálboðaliðar auk framkvæmdastjórnar gæta þess að allt fari fram eins og áætlað er. Vinnudagarnir eru langir, um 18 klukkustundir á dag. Stemningin nær svo hámarki um helgina. Talið er að um 8500 manns séu á svæðinu nú á föstudegi, en fólk er enn að drífa að og gert ráð fyrir að fjölga muni í allt að ellefu þúsund þegar líður á.
Hestar Hestaíþróttir Íslendingar erlendis Holland Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira