Ótrúleg upplifun á vellinum með þessa stemmningu Telma Tómasson skrifar 11. ágúst 2023 16:50 Jóhanna á Bárði að lokinni keppni í skeiði. KRIJN.DE Jóhanna Margrét Snorradóttir landsliðsknapi í hestaíþróttum var klökk eftir stórkostlega sýningu í tölti á hinum drifhvíta Bárði frá Melabergi í dag á Heimsmeistaramóti íslenska hestins sem nú stendur yfir í Oirschot í Hollandi. Áhorfendur hreinlega trylltust í stúkunni, slík var gleðin yfir frammistöðu Jóhönnu Margétar, sem er ein skærasta stjarnan í íslenska hestaheiminum um þessar mundir. Viðar Ingólfsson og Þór frá Stóra-Hofi áttu einnig frábæra sýningu í tölti. Gert er ráð fyrir um 10 þúsund manns á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi um helgina. Nokkrir heimsmeistaratitlar eru komnir í hús, veðrið leikur við keppendur, hesta og áhorfendur. Stemningin er mikil á mótinu, áhorfendastúkur stappfullar og mikið fagnað, ekki síst þegar keppendur íslenska liðsins ríða í braut. Mótið hefur staðið yfir alla vikuna en nær hápunkti um helgina þegar úrslit verða riðin. Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari segist eiga von á því að helgin verði stór. Góð stemning sé í liðinu sem og hjá áhorfendum sem hafa fyllt stúkurnar á mótinu. Áttu von á því að okkar knapar komi heim með gull? „Ekki nokkur spurning. Það er þegar komið í sarpinn eitthvað af gulli, þannig að við getum verið mjög glöð á meðan við förum í lokasprettinn og það er mikil hvatning fyrir hina knapana, sem eru að taka við keflinu núna að þetta sé möguleiki og að þetta sé hægt og að halda áfram á sömu nótum, sem maður vonar að gerist.“ Það er mikið undir, baráttan hörð, en fréttastofa náði tali af Jóhönnu Margréti þegar hún hafði nýlokið keppni í dag. Hestur hennar, Bárður frá Melabergi, hefur verið seldur og þetta er því þeirra síðasta keppni, utan úrslitareiðin á sunnudag, en vonir eru bundnar við að þau muni standa uppi sem heimsmeistarar í tölti að móti loknu. „Þetta var ótrúlegt. Það er ótrúleg upplifun að vera á vellinum í þessari stemningu. Hesturinn í stuði og þetta var bara ótrúlegt,“ segir Jóhanna Margrét. sem viðurkennir að hún sé klökk á þessari stundu, enda kemur Bárður ekki heim aftur. „Það er bara þannig og ef hann endar svona þá er það bara algjör draumur. Þetta er engin kveðjustund alveg fyrir okkur. Ég á eftir að fljúga eitthvað út í haust og hjálpa nýjum eiganda með hann, þannig að það er gulrót fyrir mig.“ Íslendingar erlendis Hestaíþróttir Hestar Holland Tengdar fréttir Sturluð stemning á HM íslenska hestsins í Hollandi Áætlað er að allt að ellefu þúsund verði samankomin á Heimsmeistaramóti íslenska hestins í Oirschot í Hollandi um helgina, þar af um 1500 Íslendingar. Mótið hefur staðið yfir alla vikuna en nær hámarki á laugardag og sunnudag þegar úrslit verða riðin í öllum keppnisgreinum á hringvelli. 11. ágúst 2023 10:25 Elvar og Benedikt heimsmeistarar í gæðingaskeiði Elvar Þormarsson og Fjalladís frá Fornusöndum tryggðu sér í kvöld heimsmeistaratitilinn í gæðingaskeiði á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fer í Hollandi. Þá tryggðu Benedikt Ólafsson og Leira-Björk frá Naustum III sér heimsmeistaratitil ungmenna. 8. ágúst 2023 23:31 Landsliðshestarnir flognir af landi brott í ullarsokkum Margir af bestu hestum landsins flugu í gærkvöldi til Belgíu og voru keyrðir þaðan til Hollands í dag þar sem heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram. Hestarnir eiga ekki afturkvæmt til Íslands. Allir hestarnir voru klæddir íslenskum ullarsokkum fyrir flugið og í fluginu. 1. ágúst 2023 20:31 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjá meira
Áhorfendur hreinlega trylltust í stúkunni, slík var gleðin yfir frammistöðu Jóhönnu Margétar, sem er ein skærasta stjarnan í íslenska hestaheiminum um þessar mundir. Viðar Ingólfsson og Þór frá Stóra-Hofi áttu einnig frábæra sýningu í tölti. Gert er ráð fyrir um 10 þúsund manns á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi um helgina. Nokkrir heimsmeistaratitlar eru komnir í hús, veðrið leikur við keppendur, hesta og áhorfendur. Stemningin er mikil á mótinu, áhorfendastúkur stappfullar og mikið fagnað, ekki síst þegar keppendur íslenska liðsins ríða í braut. Mótið hefur staðið yfir alla vikuna en nær hápunkti um helgina þegar úrslit verða riðin. Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari segist eiga von á því að helgin verði stór. Góð stemning sé í liðinu sem og hjá áhorfendum sem hafa fyllt stúkurnar á mótinu. Áttu von á því að okkar knapar komi heim með gull? „Ekki nokkur spurning. Það er þegar komið í sarpinn eitthvað af gulli, þannig að við getum verið mjög glöð á meðan við förum í lokasprettinn og það er mikil hvatning fyrir hina knapana, sem eru að taka við keflinu núna að þetta sé möguleiki og að þetta sé hægt og að halda áfram á sömu nótum, sem maður vonar að gerist.“ Það er mikið undir, baráttan hörð, en fréttastofa náði tali af Jóhönnu Margréti þegar hún hafði nýlokið keppni í dag. Hestur hennar, Bárður frá Melabergi, hefur verið seldur og þetta er því þeirra síðasta keppni, utan úrslitareiðin á sunnudag, en vonir eru bundnar við að þau muni standa uppi sem heimsmeistarar í tölti að móti loknu. „Þetta var ótrúlegt. Það er ótrúleg upplifun að vera á vellinum í þessari stemningu. Hesturinn í stuði og þetta var bara ótrúlegt,“ segir Jóhanna Margrét. sem viðurkennir að hún sé klökk á þessari stundu, enda kemur Bárður ekki heim aftur. „Það er bara þannig og ef hann endar svona þá er það bara algjör draumur. Þetta er engin kveðjustund alveg fyrir okkur. Ég á eftir að fljúga eitthvað út í haust og hjálpa nýjum eiganda með hann, þannig að það er gulrót fyrir mig.“
Íslendingar erlendis Hestaíþróttir Hestar Holland Tengdar fréttir Sturluð stemning á HM íslenska hestsins í Hollandi Áætlað er að allt að ellefu þúsund verði samankomin á Heimsmeistaramóti íslenska hestins í Oirschot í Hollandi um helgina, þar af um 1500 Íslendingar. Mótið hefur staðið yfir alla vikuna en nær hámarki á laugardag og sunnudag þegar úrslit verða riðin í öllum keppnisgreinum á hringvelli. 11. ágúst 2023 10:25 Elvar og Benedikt heimsmeistarar í gæðingaskeiði Elvar Þormarsson og Fjalladís frá Fornusöndum tryggðu sér í kvöld heimsmeistaratitilinn í gæðingaskeiði á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fer í Hollandi. Þá tryggðu Benedikt Ólafsson og Leira-Björk frá Naustum III sér heimsmeistaratitil ungmenna. 8. ágúst 2023 23:31 Landsliðshestarnir flognir af landi brott í ullarsokkum Margir af bestu hestum landsins flugu í gærkvöldi til Belgíu og voru keyrðir þaðan til Hollands í dag þar sem heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram. Hestarnir eiga ekki afturkvæmt til Íslands. Allir hestarnir voru klæddir íslenskum ullarsokkum fyrir flugið og í fluginu. 1. ágúst 2023 20:31 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjá meira
Sturluð stemning á HM íslenska hestsins í Hollandi Áætlað er að allt að ellefu þúsund verði samankomin á Heimsmeistaramóti íslenska hestins í Oirschot í Hollandi um helgina, þar af um 1500 Íslendingar. Mótið hefur staðið yfir alla vikuna en nær hámarki á laugardag og sunnudag þegar úrslit verða riðin í öllum keppnisgreinum á hringvelli. 11. ágúst 2023 10:25
Elvar og Benedikt heimsmeistarar í gæðingaskeiði Elvar Þormarsson og Fjalladís frá Fornusöndum tryggðu sér í kvöld heimsmeistaratitilinn í gæðingaskeiði á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fer í Hollandi. Þá tryggðu Benedikt Ólafsson og Leira-Björk frá Naustum III sér heimsmeistaratitil ungmenna. 8. ágúst 2023 23:31
Landsliðshestarnir flognir af landi brott í ullarsokkum Margir af bestu hestum landsins flugu í gærkvöldi til Belgíu og voru keyrðir þaðan til Hollands í dag þar sem heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram. Hestarnir eiga ekki afturkvæmt til Íslands. Allir hestarnir voru klæddir íslenskum ullarsokkum fyrir flugið og í fluginu. 1. ágúst 2023 20:31