Við hefjum leik klukkan 11:00 þegar þriðji dagur AIG Women's Open fer fram, en bein útsending frá mótinu verður á Stöð 2 Sport 4.
Þá sýnum við einnig þátt um Einvígið á Nesinu. Góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu, var haldið í 27. sinn á frídegi verslunarmanna. Bestu kylfingar landsins tóku þátt en mótið var nú til styrktar Félags áhugafólks um Downs-heilkenni. Þátturinn er í umsjón Loga Bergmanns Eiðssonar og Steingríms Þórðarsonar. Þátturinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur á Stöð 2 Sport.