Vaskar konur safna fyrir endurbótum á Riishúsinu á Borðeyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. ágúst 2023 20:31 Kristín Árnadóttir, sem er ein af vösku konunum í Riishúsinu á Borðeyri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vaskur hópur kvenna hefur rekið kaffihús og markað í Riishúsinu á Borðeyri við Hrútafjörð á Ströndum í sumar og safna með því fé til reksturs og endurbyggingar hússins. Í dag búa aðeins tíu íbúar á Borðeyri. Borðeyri er við vestanverðan Hrútafjörð og er eitt fámennasta þorp landsins. Staðurinn varð löggiltur verslunarstaður 1846 og samfelld verslun var á staðnum fram á 21. öld. Á síðari hluta 19. aldar var Borðeyri mikilvæg útskipunarhöfn er þaðan var m.a. flutt mikið af sauðfé sem selt var til dæmis til Bretlands og þaðan fóru margir þeirra sem fluttu "vestur um haf" og gerðust vesturfarar í Ameríku. Hér erum við að tala um Riishús, sem er gamalt járnklætt timburhús, ein hæð og ris með sneitt ofan af stöfnunum byggt 1862. Húsið var byggt sem íbúðarhús verslunarstjórans og var upphaflega kallað Faktorshús upp á dönsku. Miklar endurbætur þarf að gera á húsinu og því tóku sig saman nokkrar drífandi konur á Borðeyri og næsta nágrenni og hafa rekið þar markað og kaffihús í sumar til að safna peningum fyrir endurbótunum. „Í dag er hér bæði nytjamarkaður og handverksmarkaður svo er lítið kaffihús hérna líka þar sem við seljum kaffi og vöfflur og fleira og svo heimasteiktar kleinur, súkkulaði og sultur,” segir Kristín Árnadóttir ein af vösku konunum í Riishúsinu og bætir við. „Það er bara nóg að gera. Við erum yfirleitt ekki margar, sem vinum hérna en við skiptumst á og reynum að þjóna fólki eins vel og við getum.” Riishús er gamalt járnklætt timburhús, ein hæð og ris með sneitt ofan af stöfnunum byggt 1862. Húsið var byggt sem íbúðarhús verslunarstjórans og var upphaflega kallað Faktorshús upp á dönsku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristín segir Riishús kennt við merkilegan kaupmann, sem kom á Borðeyri 1890. „Og var hér í tæplega 30 ár og var geysilega vinsæll og virtur maður. Hann kom ákaflega vel fram við íbúana og við viðskiptavini sína enda kvöddu þeir hann með virtum þegar hann fór.” Kristín, sem er meðal annars fyrrverandi skólastjóri býr á Borðeyri. „Það er mjög gott að búa hérna, alveg yndislegt. Við erum mjög fá, sem búum hérna reyndar núna en það eru fleiri, sem búa náttúrulega í fyrrum Bæjarhreppi, sem núna tilheyrir Húnaþingi vestra.” Og allir velkomnir í Riishús í sumar? „Já, allir velkomnir og við fögnum öllum, sem koma hingað og biðjum þá til dæmis að skrifa í gestabókina okkar”, segir Kristín. Facebooksíða hópsins Húnaþing vestra Húsavernd Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Borðeyri er við vestanverðan Hrútafjörð og er eitt fámennasta þorp landsins. Staðurinn varð löggiltur verslunarstaður 1846 og samfelld verslun var á staðnum fram á 21. öld. Á síðari hluta 19. aldar var Borðeyri mikilvæg útskipunarhöfn er þaðan var m.a. flutt mikið af sauðfé sem selt var til dæmis til Bretlands og þaðan fóru margir þeirra sem fluttu "vestur um haf" og gerðust vesturfarar í Ameríku. Hér erum við að tala um Riishús, sem er gamalt járnklætt timburhús, ein hæð og ris með sneitt ofan af stöfnunum byggt 1862. Húsið var byggt sem íbúðarhús verslunarstjórans og var upphaflega kallað Faktorshús upp á dönsku. Miklar endurbætur þarf að gera á húsinu og því tóku sig saman nokkrar drífandi konur á Borðeyri og næsta nágrenni og hafa rekið þar markað og kaffihús í sumar til að safna peningum fyrir endurbótunum. „Í dag er hér bæði nytjamarkaður og handverksmarkaður svo er lítið kaffihús hérna líka þar sem við seljum kaffi og vöfflur og fleira og svo heimasteiktar kleinur, súkkulaði og sultur,” segir Kristín Árnadóttir ein af vösku konunum í Riishúsinu og bætir við. „Það er bara nóg að gera. Við erum yfirleitt ekki margar, sem vinum hérna en við skiptumst á og reynum að þjóna fólki eins vel og við getum.” Riishús er gamalt járnklætt timburhús, ein hæð og ris með sneitt ofan af stöfnunum byggt 1862. Húsið var byggt sem íbúðarhús verslunarstjórans og var upphaflega kallað Faktorshús upp á dönsku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristín segir Riishús kennt við merkilegan kaupmann, sem kom á Borðeyri 1890. „Og var hér í tæplega 30 ár og var geysilega vinsæll og virtur maður. Hann kom ákaflega vel fram við íbúana og við viðskiptavini sína enda kvöddu þeir hann með virtum þegar hann fór.” Kristín, sem er meðal annars fyrrverandi skólastjóri býr á Borðeyri. „Það er mjög gott að búa hérna, alveg yndislegt. Við erum mjög fá, sem búum hérna reyndar núna en það eru fleiri, sem búa náttúrulega í fyrrum Bæjarhreppi, sem núna tilheyrir Húnaþingi vestra.” Og allir velkomnir í Riishús í sumar? „Já, allir velkomnir og við fögnum öllum, sem koma hingað og biðjum þá til dæmis að skrifa í gestabókina okkar”, segir Kristín. Facebooksíða hópsins
Húnaþing vestra Húsavernd Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira