Yfirfullt í strætó í gær: Gáfust upp þegar fimmti vagninn keyrði fram hjá Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. ágúst 2023 15:41 Metfjöldi lét sjá sig á gleðigöngunni sem haldin var í blíðskaparveðri í gær. Vilhelm/Ívar Fannar Fjöldi fólks neyddist til að snúa sér að öðrum ferðamátum en strætó eða hreinlega hætta við bæjarferðina vegna yfirfullra strætisvagna sem önnuðu ekki eftirspurn í gær. Íbúi í Hafnarfirði segist hafa snúið aftur heim með börnin sín eftir að fimmti vagninn keyrði fram hjá. Gífurlegur fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær til þess að fagna hápunkti hinsegin daga, gleðigöngunni. Á Facebook síðu Hinsegin daga segir að mannfjöldinn í miðbænum hafi verið í metstærð. Biðu í tvo og hálfan tíma Finnbjörn Benónýsson, íbúi í Hafnarfirði, ætlaði ásamt tveimur börnum sínum, þriggja og fimm ára, að gera sér ferð niður í bæ í tilefni hinsegin göngunnar. Hann segir þau hafa mætt að stoppistöðinni um hálf eitt leytið til þess að vera tímanleg. „Við biðum í tvo og hálfan tíma. Og það keyrðu einhverjir fimm strætóar fram hjá okkur, troðfullir,“ segir Finnbjörn í samtali við Vísi. „Hann stoppaði einu sinni og hleypti einhverjum fimm inn, og það var alveg troðið í hann. Ég var ekki alveg tilbúinn að standa með fimm og þriggja ára í miðjum strætó,“ segir Finnbjörn. „Þannig að við gáfumst bara upp.“ Finnbjörn segir að meira en tuttugu manns hafi beðið á sömu stoppistöð og hann eftir strætisvagni. Hann hafi svo frétt að því að einni stoppistöð lengra biðu fimmtíu manns. „Það var engar upplýsingar að fá um hvort verið væri að senda annan vagn eða fjölga leiðum eða eitthvað.“ Þá furðar hann sig á því að engar ráðstafanir höfðu verið gerðar, vitandi hvað veðrið væri gott og hve stór hátíðin er. „Það var frekar leiðinlegt að eyða deginum í þetta.“ Fjármagnsskortur svarið Jóhannes Svavar Rúnarsson, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að akstur hafi verið samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun í gær. Umræða hafi verið tekin um hvort auka ætti akstur á degi gleðigöngunnar í ár eins og gert hefur verið á menningarnótt en vegna fjármagnsskorts var ekkert gert. Hann segir að eflaust verði aftur umræða á næsta ári um hvort akstur strætó verði með breyttu sniði til að anna eftirspurn á gleðigöngunni. „Við vissum af mjög mörgum sem fengu ekki pláss. Það voru margir vagnar sem fylltust bara niðri í bæ,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Ekki í fyrsta skiptið Menningarnótt er enn sem komið er eini dagurinn þar sem akstur Strætó er með breyttu sniði á höfuðborgarsvæðinu. Svipað gerðist þann 17. júní árið 2019 þegar strætisvagnar fylltust vegna mikils fjölda fólks sem lagt hafði leið sína niður í bæ. Upplýsingafulltrúi Strætó sagði mannfjöldann hafa komið starfsfólki Strætó í opna skjöldu. Strætó Hafnarfjörður Gleðigangan Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Gífurlegur fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær til þess að fagna hápunkti hinsegin daga, gleðigöngunni. Á Facebook síðu Hinsegin daga segir að mannfjöldinn í miðbænum hafi verið í metstærð. Biðu í tvo og hálfan tíma Finnbjörn Benónýsson, íbúi í Hafnarfirði, ætlaði ásamt tveimur börnum sínum, þriggja og fimm ára, að gera sér ferð niður í bæ í tilefni hinsegin göngunnar. Hann segir þau hafa mætt að stoppistöðinni um hálf eitt leytið til þess að vera tímanleg. „Við biðum í tvo og hálfan tíma. Og það keyrðu einhverjir fimm strætóar fram hjá okkur, troðfullir,“ segir Finnbjörn í samtali við Vísi. „Hann stoppaði einu sinni og hleypti einhverjum fimm inn, og það var alveg troðið í hann. Ég var ekki alveg tilbúinn að standa með fimm og þriggja ára í miðjum strætó,“ segir Finnbjörn. „Þannig að við gáfumst bara upp.“ Finnbjörn segir að meira en tuttugu manns hafi beðið á sömu stoppistöð og hann eftir strætisvagni. Hann hafi svo frétt að því að einni stoppistöð lengra biðu fimmtíu manns. „Það var engar upplýsingar að fá um hvort verið væri að senda annan vagn eða fjölga leiðum eða eitthvað.“ Þá furðar hann sig á því að engar ráðstafanir höfðu verið gerðar, vitandi hvað veðrið væri gott og hve stór hátíðin er. „Það var frekar leiðinlegt að eyða deginum í þetta.“ Fjármagnsskortur svarið Jóhannes Svavar Rúnarsson, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að akstur hafi verið samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun í gær. Umræða hafi verið tekin um hvort auka ætti akstur á degi gleðigöngunnar í ár eins og gert hefur verið á menningarnótt en vegna fjármagnsskorts var ekkert gert. Hann segir að eflaust verði aftur umræða á næsta ári um hvort akstur strætó verði með breyttu sniði til að anna eftirspurn á gleðigöngunni. „Við vissum af mjög mörgum sem fengu ekki pláss. Það voru margir vagnar sem fylltust bara niðri í bæ,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Ekki í fyrsta skiptið Menningarnótt er enn sem komið er eini dagurinn þar sem akstur Strætó er með breyttu sniði á höfuðborgarsvæðinu. Svipað gerðist þann 17. júní árið 2019 þegar strætisvagnar fylltust vegna mikils fjölda fólks sem lagt hafði leið sína niður í bæ. Upplýsingafulltrúi Strætó sagði mannfjöldann hafa komið starfsfólki Strætó í opna skjöldu.
Strætó Hafnarfjörður Gleðigangan Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira