Greinahöfundur Guardian sleppti Íslandsför og ofgreiddi bjórinn heima Eiður Þór Árnason skrifar 14. ágúst 2023 13:07 Ekki er hægt að segja að enski bærinn Hastings minni of mikið á íslenskt sjávarþorp. Getty/Raimund Koch Ferð í heitan pott, kaup á dýrum bjór og selaskoðun er meðal þess sem greinahöfundur The Guardian tók sér fyrir hendur þegar hún reyndi að upplifa langþráða ferð til Íslands án þess að yfirgefa bresku sjávarsíðuna. Emine Saner hefur lengi átt sér þann draum að fara í frí til Íslands og verið heilluð af landi og þjóð. Þegar ekki var útlit fyrir slíka ferð á næstunni tók hún málin í sínar hendur og reyndi það næstbesta í stöðunni. „Ég veit ekki hvort ég muni nokkurn tímann komast til Íslands, en ef það gengur ekki er þá mögulegt að upplifa mína Íslendingasögu án þess að yfirgefa heimahagana?“ velti Saner fyrir sér áður en hún lagði í ferðalag um bæinn Hastings sem stendur við suðausturströnd Englands. Eftir að hafa komið við á strönd fulla af grjóti sem hún segir minna sig á hraunbreiðu auglýsti Saner eftir heimili með heitum potti í hverfishópnum á Facebook. Þar leyfði Steve nokkur henni að koma sér fyrir í pottinum í bakgarðinum á meðan hún las glæpasöguna Furðustrandir eftir Arnald Indriðason. Taldi Saner pottinn vera það skásta í næsta nágrenni sem gat komið í stað íslenskar jarðhitalaugar eða Bláa lónsins. Ísland er ekki þekkt fyrir lágt verð á áfengi.vísir/vilhelm Fann enga hvali Næst tók við leit að hestum og kom Saner við á bar þar sem hún borgaði viljandi of mikið fyrir bjór. „Ísland er með hæstu áfengisskatta í Evrópu og bjór getur kostað tíu pund eða meira, svo á barnum set ég fimm í söfnunarkrukkuna [fyrir RNLI-björgunarsveitina], tek bjórinn með mér út og reyni að sannfæra mig um að klukkan sé ekki 15 heldur miðnætti um hásumar á Íslandi.“ Saner batt ekki miklar vonir við að sjá hvali í nágrenni Hastings en fór að bryggju þar sem ferðamönnum stendur til boða að fara um borð í gúmmíbáta til að finna seli. Eftir um fimmtán mínútna sjóferð sá Saner um tuttugu slíka sem eiga það sameiginlegt með hvölum að vera sjávarspendýr og bar þeim vel söguna. Umfjöllunina má lesa í heild sinni á vef The Guardian. Bretland Ferðamennska á Íslandi Áfengi og tóbak Skattar og tollar Verðlag Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Sjá meira
Emine Saner hefur lengi átt sér þann draum að fara í frí til Íslands og verið heilluð af landi og þjóð. Þegar ekki var útlit fyrir slíka ferð á næstunni tók hún málin í sínar hendur og reyndi það næstbesta í stöðunni. „Ég veit ekki hvort ég muni nokkurn tímann komast til Íslands, en ef það gengur ekki er þá mögulegt að upplifa mína Íslendingasögu án þess að yfirgefa heimahagana?“ velti Saner fyrir sér áður en hún lagði í ferðalag um bæinn Hastings sem stendur við suðausturströnd Englands. Eftir að hafa komið við á strönd fulla af grjóti sem hún segir minna sig á hraunbreiðu auglýsti Saner eftir heimili með heitum potti í hverfishópnum á Facebook. Þar leyfði Steve nokkur henni að koma sér fyrir í pottinum í bakgarðinum á meðan hún las glæpasöguna Furðustrandir eftir Arnald Indriðason. Taldi Saner pottinn vera það skásta í næsta nágrenni sem gat komið í stað íslenskar jarðhitalaugar eða Bláa lónsins. Ísland er ekki þekkt fyrir lágt verð á áfengi.vísir/vilhelm Fann enga hvali Næst tók við leit að hestum og kom Saner við á bar þar sem hún borgaði viljandi of mikið fyrir bjór. „Ísland er með hæstu áfengisskatta í Evrópu og bjór getur kostað tíu pund eða meira, svo á barnum set ég fimm í söfnunarkrukkuna [fyrir RNLI-björgunarsveitina], tek bjórinn með mér út og reyni að sannfæra mig um að klukkan sé ekki 15 heldur miðnætti um hásumar á Íslandi.“ Saner batt ekki miklar vonir við að sjá hvali í nágrenni Hastings en fór að bryggju þar sem ferðamönnum stendur til boða að fara um borð í gúmmíbáta til að finna seli. Eftir um fimmtán mínútna sjóferð sá Saner um tuttugu slíka sem eiga það sameiginlegt með hvölum að vera sjávarspendýr og bar þeim vel söguna. Umfjöllunina má lesa í heild sinni á vef The Guardian.
Bretland Ferðamennska á Íslandi Áfengi og tóbak Skattar og tollar Verðlag Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp