Vilja Íslendingar að allar þjóðir heims byrji hvalveiðar? Andri Snær Magnason skrifar 16. ágúst 2023 08:00 1. Hvalir eru tignarlegar skepnur, jafnvel stærstu og tignarlegustu skepnur sem jörðin hefur alið af sér. Hvalirnir hefðu átt að vera fyrir löngu teknir inn í þjóðarvitundina með lóunni, Herðubreið og Gullfossi. Að neita okkur um að sjá og skilja tign hvalanna hefur gert okkur fátækari, rétt eins og við værum fátækari ef við sæjum Herðubreið aðeins sem hentuga grjótnámu. Hvalveiðimenn hérlendis hafa ítrekað talað um hvali af óvirðingu, nú síðast látið eins og þeir séu hluti af loftslagsvandanum með því að menga á við 30 bíla. Veiðarnar eru ekki að dýpka skilning okkar á flóknu vistkerfi hafsins heldur þvert á móti, áróðurinn með hvalveiðum er farinn að gera okkur heimskari. Þráhyggja einstaklings sett fram sem þjóðarhagsmunir. Hvert fer kjötið, í hvaða samhengi? Sushi eða hundamatur? Við höfum ekki hugmynd. 2. Vantar okkur mat? Erum við svöng? Væru Bændasamtökin glöð ef 5000 tonn af ódýru hvalkjöti flæddi inn á markaðinn? Alveg örugglega ekki. Hefur hvalkjöt einhverja menningarlega þýðingu fyrir okkur í einhverju samhengi? Nei, ekki eins og í Færeyjum eða Grænlandi. 3. „Við“ ætlum að veiða langreyðar en viljum við í alvöru að þjóðir heims hefji veiðar á þeim? Við höfum ítrekað sent hagsmunaaðila á erlend þing til þess eins að vera með kjaft og dólgslæti. Viljum við að langreyðarnar verði hundeltar á öllum þeim þúsundum kílómetra sem þeir ferðast um árlega? Viljum við að alþjóðlegir markaðir opnist fyrir kjötið? Það myndi strax opna fyrir rányrkju og sjóræningjaveiðar og ef það ætti að skipta alþjóðlegum stofnum jafnt milli allra þjóða, hversu marga hvali mættum ,,við" veiða? 4. Þótt þú skjótir ekki hval þá er ekki þar með sagt að þú sért ekki að drepa hval. Hættan sem steðjar að hvölum á heimsvísu eru ekki þráhyggjuveiðar á Íslandi. Mesta hættan er hnattræn hlýnun, þrávirk efni og þungmálmar, ofveiði, súrnun sjávar, rusl í höfum og skipaumferð. Hagsmunir hvalanna og hagsmunir Íslendinga fara þannig saman. Heimurinn er að miklu leyti áhugalaus og ábyrgðarlaus hvað varðar framtíð hafsins en hvalir eru skepnur sem fanga athygli og áhuga fólks. Við eigum að semja frið við hvalina og fá þá í lið með okkur í baráttu gegn því sem ógnar heimshöfunum. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Tengdar fréttir Dýr aðferð við að rústa orðspori landsins Bragi Ólafsson skrifar um hvalveiðar Íslendinga. 10. ágúst 2023 08:01 Hvalveiðar eru græðgi Sóley Stefánsdóttir skrifar um hvalveiðar. 13. ágúst 2023 14:04 Hvalasöngur Íris Ásmundardóttir dansari fjallar um hvalveiðar Íslendinga. 14. ágúst 2023 12:01 Reikistjörnur Sjón skrifar um hvalveiðar Íslendinga. 15. ágúst 2023 08:02 Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
1. Hvalir eru tignarlegar skepnur, jafnvel stærstu og tignarlegustu skepnur sem jörðin hefur alið af sér. Hvalirnir hefðu átt að vera fyrir löngu teknir inn í þjóðarvitundina með lóunni, Herðubreið og Gullfossi. Að neita okkur um að sjá og skilja tign hvalanna hefur gert okkur fátækari, rétt eins og við værum fátækari ef við sæjum Herðubreið aðeins sem hentuga grjótnámu. Hvalveiðimenn hérlendis hafa ítrekað talað um hvali af óvirðingu, nú síðast látið eins og þeir séu hluti af loftslagsvandanum með því að menga á við 30 bíla. Veiðarnar eru ekki að dýpka skilning okkar á flóknu vistkerfi hafsins heldur þvert á móti, áróðurinn með hvalveiðum er farinn að gera okkur heimskari. Þráhyggja einstaklings sett fram sem þjóðarhagsmunir. Hvert fer kjötið, í hvaða samhengi? Sushi eða hundamatur? Við höfum ekki hugmynd. 2. Vantar okkur mat? Erum við svöng? Væru Bændasamtökin glöð ef 5000 tonn af ódýru hvalkjöti flæddi inn á markaðinn? Alveg örugglega ekki. Hefur hvalkjöt einhverja menningarlega þýðingu fyrir okkur í einhverju samhengi? Nei, ekki eins og í Færeyjum eða Grænlandi. 3. „Við“ ætlum að veiða langreyðar en viljum við í alvöru að þjóðir heims hefji veiðar á þeim? Við höfum ítrekað sent hagsmunaaðila á erlend þing til þess eins að vera með kjaft og dólgslæti. Viljum við að langreyðarnar verði hundeltar á öllum þeim þúsundum kílómetra sem þeir ferðast um árlega? Viljum við að alþjóðlegir markaðir opnist fyrir kjötið? Það myndi strax opna fyrir rányrkju og sjóræningjaveiðar og ef það ætti að skipta alþjóðlegum stofnum jafnt milli allra þjóða, hversu marga hvali mættum ,,við" veiða? 4. Þótt þú skjótir ekki hval þá er ekki þar með sagt að þú sért ekki að drepa hval. Hættan sem steðjar að hvölum á heimsvísu eru ekki þráhyggjuveiðar á Íslandi. Mesta hættan er hnattræn hlýnun, þrávirk efni og þungmálmar, ofveiði, súrnun sjávar, rusl í höfum og skipaumferð. Hagsmunir hvalanna og hagsmunir Íslendinga fara þannig saman. Heimurinn er að miklu leyti áhugalaus og ábyrgðarlaus hvað varðar framtíð hafsins en hvalir eru skepnur sem fanga athygli og áhuga fólks. Við eigum að semja frið við hvalina og fá þá í lið með okkur í baráttu gegn því sem ógnar heimshöfunum. Höfundur er rithöfundur.
Dýr aðferð við að rústa orðspori landsins Bragi Ólafsson skrifar um hvalveiðar Íslendinga. 10. ágúst 2023 08:01
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun