Telja gögn um lögreglumenn í höndum herskárra hópa Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2023 09:25 Simon Byrne, lögreglustjóri Norður-Írlands, baðst afsökunar á gagnalekanum í síðustu viku. AP/Liam McBurney Norðurírska lögreglan telur sig hafa vissu fyrir því að herskáir hópar lýðveldissinna hafi undir höndum gögn um lögreglumenn sem hún deildi óvart opinberlega í síðustu viku. Óttast er að hóparnir noti upplýsingarnar til þess að ógna lögreglumönnum og skapa ótta. Eftirnöfn, skammstafanir, vinnustöðvar og deildir allra lögreglumanna og starfsmanna lögreglunnar á Norður-Írlandi, fleiri en tíu þúsund manns, voru birtar á netinu fyrir misgáning í meira en tvær klukkustundir í síðustu viku. Upplýsingarnar voru óvart látnar fylgja með svari við fyrirspurn á grundvelli upplýsingalaga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gagnalekinn er sagður sérlega viðkvæmur á Norður-Írlandi því herskáir hópar beina enn stundum spjótum sínum að lögreglumönnum með sprengju- og skotárásum við og við þrátt fyrir að formlega hafi ríkt friður á breska yfirráðasvæðinu í aldarfjórðung. Simon Byrne, lögreglustjórinn á Norður-Írlandi, sagðist þess fullviss að lýðveldissinnar hafi gögnin um lögreglumennina. Lögreglan gangi út frá því að þeir noti gögnin til þess að skapa ótta og óvissu og ógna lögreglumönnum og starfsmönnum lögreglunnar. Öryggisráðstafanir hafa verið hertar vegna þess. Hluti af gögnunum þar sem nöfn lögreglumanna höfðu verið afmáð ásamt mynd af Gerry Kelly, þingmanni írska þjóðernisflokksins Sinn Fein, var hengd upp á vegg gegnt skrifstofu hans á mánudag, að sögn flokksins. Byrne hélt því fram á mánudag að engir lögreglumenn hefðu sagt upp störfum í kjölfar lekans. Samband norðurírskra lögreglumanna sagði í síðustu viku að yfir það rigni fyrirspurnum frá áhyggjufullum félagsmönnum. Norður-Írland Persónuvernd Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Eftirnöfn, skammstafanir, vinnustöðvar og deildir allra lögreglumanna og starfsmanna lögreglunnar á Norður-Írlandi, fleiri en tíu þúsund manns, voru birtar á netinu fyrir misgáning í meira en tvær klukkustundir í síðustu viku. Upplýsingarnar voru óvart látnar fylgja með svari við fyrirspurn á grundvelli upplýsingalaga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gagnalekinn er sagður sérlega viðkvæmur á Norður-Írlandi því herskáir hópar beina enn stundum spjótum sínum að lögreglumönnum með sprengju- og skotárásum við og við þrátt fyrir að formlega hafi ríkt friður á breska yfirráðasvæðinu í aldarfjórðung. Simon Byrne, lögreglustjórinn á Norður-Írlandi, sagðist þess fullviss að lýðveldissinnar hafi gögnin um lögreglumennina. Lögreglan gangi út frá því að þeir noti gögnin til þess að skapa ótta og óvissu og ógna lögreglumönnum og starfsmönnum lögreglunnar. Öryggisráðstafanir hafa verið hertar vegna þess. Hluti af gögnunum þar sem nöfn lögreglumanna höfðu verið afmáð ásamt mynd af Gerry Kelly, þingmanni írska þjóðernisflokksins Sinn Fein, var hengd upp á vegg gegnt skrifstofu hans á mánudag, að sögn flokksins. Byrne hélt því fram á mánudag að engir lögreglumenn hefðu sagt upp störfum í kjölfar lekans. Samband norðurírskra lögreglumanna sagði í síðustu viku að yfir það rigni fyrirspurnum frá áhyggjufullum félagsmönnum.
Norður-Írland Persónuvernd Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira