„Þetta er merki um að eldstöðin sé vöknuð“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2023 12:20 Þrátt fyrir tíðindi af landrisi við Torfajökull spáir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur því að Askja verði á undan. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir landris í Torfajökulsöskju merki um að eldstöðin sé vöknuð. Gos í Torfajökli, sem er norðan við Mýrdalsjökul, gæti haft mikil áhrif víða um land. Hann er þó á því að næsta eldgos hér á landi verði í Öskju. Landrisið mælist nokkrir sendimetrar og hófst um miðjan júní. Á vef Veðurstofunnar segir að líklegasta túlkunin á þessu stigi sé sú að ný kvika sé að safnast fyrir á dýpi og valda þenslu í eldstöðinni. Erfitt að spá fyrir um hvenær muni gjósa „Þetta er merki um að eldstöðin sé vöknuð,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. „En hversu langan tíma það tekur fyrir eldstöðina að búa sig undir gos er mjög erfitt að segja til um á þessu stigi.“ Á næstu vikum verður kapp lagt á á að greina gögnin frekar og reikna líkön til að meta dýpi og umfang kvikunnar. Gos geti haft áhrif víða um land Þorvaldur segir vitneskju liggja fyrir um Torfajökull hagar sér. „Hann getur komið með ríólít kviku innan öskjunnar, slík kvika er mjög vatnsrík og tiltölulega seig. Hún getur þá annars vegar komið uppá yfirborðið sem sprengigos eins og gerðist árið 870, rétt fyrir landnám Íslands. Þá sendi gosið gjósku til vesturs og þakti svæðið frá Torfajökli að Barðaströnd og alveg niður að Reykjaneshæð. Það var meira og minna allt Vesturland undirlagt gjóskufalli. Það getur líka orðið hraungos eins og við vitum að varð árið 870, þá myndaðist Hrafntinnuhraun. Þá varð annað gos um 1447, hraungos, sem myndaði Laugaveg í Landamannalaugum.“ Þorvaldur segir alltaf alvarlegt ef fari að gjósa en vonar að fyrirvarinn verði góður, svo hægt sé að rýma svæðið. En ljóst sé að gos frá Torfajökli geti haft mikil áhrif víða um land með gjóskufalli og mengun. Veðjar á að Askja verði næst Undanfarið hefur talsvert verið fjallað um möguleikann á eldgosi í Öskju þar sem landris hefur verið stöðugum hraða síðustu tvö ár. Sérfræðingar Veðurstofunnar eru nú við mælingar í Öskju og er von á niðurstöðum þeirra mælinga á morgun. Þorvaldur hefur áður gefið út að hann telji að næsta eldgos á Íslandi verði í Öskju. Þrátt fyrir nýjustu tíðindi á hann ekki von á að Torfajökull verði á undan. „Það er alltaf möguleiki á því en mitt atkvæði er ennþá undir á Öskju. Ég held að hún verði næst, en allar þessar eldstöðvar munu gjósa á endanum,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Eldgos og jarðhræringar Rangárþing ytra Skaftárhreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Landrisið mælist nokkrir sendimetrar og hófst um miðjan júní. Á vef Veðurstofunnar segir að líklegasta túlkunin á þessu stigi sé sú að ný kvika sé að safnast fyrir á dýpi og valda þenslu í eldstöðinni. Erfitt að spá fyrir um hvenær muni gjósa „Þetta er merki um að eldstöðin sé vöknuð,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. „En hversu langan tíma það tekur fyrir eldstöðina að búa sig undir gos er mjög erfitt að segja til um á þessu stigi.“ Á næstu vikum verður kapp lagt á á að greina gögnin frekar og reikna líkön til að meta dýpi og umfang kvikunnar. Gos geti haft áhrif víða um land Þorvaldur segir vitneskju liggja fyrir um Torfajökull hagar sér. „Hann getur komið með ríólít kviku innan öskjunnar, slík kvika er mjög vatnsrík og tiltölulega seig. Hún getur þá annars vegar komið uppá yfirborðið sem sprengigos eins og gerðist árið 870, rétt fyrir landnám Íslands. Þá sendi gosið gjósku til vesturs og þakti svæðið frá Torfajökli að Barðaströnd og alveg niður að Reykjaneshæð. Það var meira og minna allt Vesturland undirlagt gjóskufalli. Það getur líka orðið hraungos eins og við vitum að varð árið 870, þá myndaðist Hrafntinnuhraun. Þá varð annað gos um 1447, hraungos, sem myndaði Laugaveg í Landamannalaugum.“ Þorvaldur segir alltaf alvarlegt ef fari að gjósa en vonar að fyrirvarinn verði góður, svo hægt sé að rýma svæðið. En ljóst sé að gos frá Torfajökli geti haft mikil áhrif víða um land með gjóskufalli og mengun. Veðjar á að Askja verði næst Undanfarið hefur talsvert verið fjallað um möguleikann á eldgosi í Öskju þar sem landris hefur verið stöðugum hraða síðustu tvö ár. Sérfræðingar Veðurstofunnar eru nú við mælingar í Öskju og er von á niðurstöðum þeirra mælinga á morgun. Þorvaldur hefur áður gefið út að hann telji að næsta eldgos á Íslandi verði í Öskju. Þrátt fyrir nýjustu tíðindi á hann ekki von á að Torfajökull verði á undan. „Það er alltaf möguleiki á því en mitt atkvæði er ennþá undir á Öskju. Ég held að hún verði næst, en allar þessar eldstöðvar munu gjósa á endanum,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur.
Eldgos og jarðhræringar Rangárþing ytra Skaftárhreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira