Argentínumenn hafa skorið upp herör gegn stuðningsmönnum erlendra fótboltaliða sem reyna að gera lítið úr Argentínumönnum og argentínsku þjóðinni með því að rífa peningaseðla fyrir framan heimamenn.
Hér eftir bíður þeirra allt að þrjátíu daga fangelsi fyrir að rífa eða eyðileggja peningaseðla í landinu en Argentínumenn glíma við óðaverðbólgu.
Argentina cracks down on football fans who tear up money to taunt locals https://t.co/qhSqFyJIOe
— BBC News (World) (@BBCWorld) August 11, 2023
Vandamáli snýst aðallega um stuðningsmenn fótboltafélaga frá Síle og Brasilíu sem hafa gert þetta að leik sínum.
Þar eru oft alls konar kyndingar í gangi þar sem reynt er að fara í taugarnar á stuðningsmönnum mótherjanna. Gestirnir í Argentínu þykja ganga alltof langt í vanvirðingu sinni fyrir skelfilegu ástandi í landinu.
Þeir hafa verið að brenna og rífa pesó seðla til að stríða heimamönnum um lágt virði argentínska gjaldmiðilsins.
Argentínski pesóinn hefur hrunið en verðbólgan fór yfir 115 prósent á síðasta fjórðungi. Hún er aðeins hærri í tveimur öðrum löndum í heiminum. 42 prósent þjóðarinnar lifir undir fátæktarmörkum og meira en helmingur allra barna.
Í febrúar setti seðlabanki Argentínu fram nýjan tvö þúsund pesóa seðil eftir að þúsund pesóa seðilinn sem var áður sá hæsti var aðeins virði 2,7 bandaríska dollara eða um 360 krónur íslenskar.
Progressives:
— BowTiedMara (@BowTiedMara) August 17, 2023
Milei will be authoritarian
Also progressives after importing paper from 5 countries to print their currency into oblivion:
Those caught tearing up a peso bill will face up to 30 days in prison https://t.co/23hPGMar7I