Beint frá býli bændur bjóða landsmönnum heim Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. ágúst 2023 13:31 Bændur á sex stöðum á landinu bjóða heim á morgun, sunnudaginn 20. ágúst frá 13:00 til 17:00. Aðsend Bændur á sex stöðum á landinu ætla að bjóða landsmönnum í heimsókn til sín á morgun en þá er “Beint frá býli dagurinn” í tilefni af fimmtán ára afmæli samtakanna. Afmæliskaka, kaffi og djús verður í boði á öllum stöðunum, auk þess sem bændur og búalið munu kynna og selja vörur sínar. Beint frá býli eru milliliðalaus viðskipti frá bónda til viðskiptavinar þar sem heimavinnsla og sala frá bændum fer fram. Markmið samtakanna Beint frá býli er meðal annars að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Það stendur mikið til hjá samtökunum á morgun sunnudag því þá verður 15 ára afmæli fagnað með opnu húsi fra klukkan 13:00 til 17:00 á sex bæjum víðs vegar um landið en bæirnir eru Háafell geitfjársetur á Vesturlandi, Brjánslækur á Barðaströnd á Vestfjörðum, Stórhóll í Skagafirði á Norðurlandi vestra, Holtasel í Eyjafjarðarsveit á Norðurlandi eystra, Lynghóll í Skriðdal á Austurlandi og Efsti Dalur tvö í Bláskógabyggð á Suðurlandi. Beint frá býli bændur eru með mjög fjölbreytta starfsemi þegar matvæli eru annars vegar.Aðsend Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Geitfjársetrinu Háafelli í Borgarfirði er formaður samtakanna Beint frá býli og veit allt um morgundaginn. „Sumir bændur eru að selja eitthvað og aðrir eru bara að kynna það sem þeir eru með og að taka pantanir eins og kjötframleiðendur fyrir haustið og svo er misjafnt hvað hver gerir en það verður allavega hægt að hitta fólk og tala við það, sjá hvað er í gangi hjá okkur. Svo er afmælisterta í boði frá Beint frá býli, kaffi og djús,” segir Jóhanna. Hjá Jóhönnu á Háfelli verða kvenfélagskonur líka með kökusölu og pylsur á grillinu, ásamt skottmarkaði og það verður hoppukastali á staðnum fyrir börnin og hægt að skoða geiturnar á bænum. Þetta er glæsilegt og skemmtilegt framtak hjá ykkur bændum hjá Beint frá býli. „Já það er bara nauðsynlegt að minna á okkur því að ég held að það sé svo mikilvægt að minna á svona starfsemi öðru hvoru.” Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, formaður Beint frá býli, sem er félag bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi.Aðsend Og þið eruð með fjölbreytta starfsemi á bæjunum? „Já við erum það á svonum flestum stöðunum en það er mis mikið Sumir af þessum stöðum eru náttúrulega opnir og taka á móti ferðafólki og eru jafnvel með verslanir á staðnum eins og hérna hjá okkur er verslun á staðnum og við erum að fá 80 til 100 manns á dag yfir sumarið og allt upp í 200 til 300 manns, þannig að það er aðeins misjafnt hvernig aðstaðan er á hverjum stað,” segir Jóhanna Bergmann um leið og hún hvetur landsmenn til að heimsækja bæina á morgun, sunnudaginn 20. ágúst frá 13:00 til 17:00. Heimasíða Beint frá býli Jóhanna í verslun sinni á Háfelli þar sem meira en nóg er að gera yfir sumartímann.Aðsend Landbúnaður Borgarbyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Beint frá býli eru milliliðalaus viðskipti frá bónda til viðskiptavinar þar sem heimavinnsla og sala frá bændum fer fram. Markmið samtakanna Beint frá býli er meðal annars að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Það stendur mikið til hjá samtökunum á morgun sunnudag því þá verður 15 ára afmæli fagnað með opnu húsi fra klukkan 13:00 til 17:00 á sex bæjum víðs vegar um landið en bæirnir eru Háafell geitfjársetur á Vesturlandi, Brjánslækur á Barðaströnd á Vestfjörðum, Stórhóll í Skagafirði á Norðurlandi vestra, Holtasel í Eyjafjarðarsveit á Norðurlandi eystra, Lynghóll í Skriðdal á Austurlandi og Efsti Dalur tvö í Bláskógabyggð á Suðurlandi. Beint frá býli bændur eru með mjög fjölbreytta starfsemi þegar matvæli eru annars vegar.Aðsend Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Geitfjársetrinu Háafelli í Borgarfirði er formaður samtakanna Beint frá býli og veit allt um morgundaginn. „Sumir bændur eru að selja eitthvað og aðrir eru bara að kynna það sem þeir eru með og að taka pantanir eins og kjötframleiðendur fyrir haustið og svo er misjafnt hvað hver gerir en það verður allavega hægt að hitta fólk og tala við það, sjá hvað er í gangi hjá okkur. Svo er afmælisterta í boði frá Beint frá býli, kaffi og djús,” segir Jóhanna. Hjá Jóhönnu á Háfelli verða kvenfélagskonur líka með kökusölu og pylsur á grillinu, ásamt skottmarkaði og það verður hoppukastali á staðnum fyrir börnin og hægt að skoða geiturnar á bænum. Þetta er glæsilegt og skemmtilegt framtak hjá ykkur bændum hjá Beint frá býli. „Já það er bara nauðsynlegt að minna á okkur því að ég held að það sé svo mikilvægt að minna á svona starfsemi öðru hvoru.” Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, formaður Beint frá býli, sem er félag bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi.Aðsend Og þið eruð með fjölbreytta starfsemi á bæjunum? „Já við erum það á svonum flestum stöðunum en það er mis mikið Sumir af þessum stöðum eru náttúrulega opnir og taka á móti ferðafólki og eru jafnvel með verslanir á staðnum eins og hérna hjá okkur er verslun á staðnum og við erum að fá 80 til 100 manns á dag yfir sumarið og allt upp í 200 til 300 manns, þannig að það er aðeins misjafnt hvernig aðstaðan er á hverjum stað,” segir Jóhanna Bergmann um leið og hún hvetur landsmenn til að heimsækja bæina á morgun, sunnudaginn 20. ágúst frá 13:00 til 17:00. Heimasíða Beint frá býli Jóhanna í verslun sinni á Háfelli þar sem meira en nóg er að gera yfir sumartímann.Aðsend
Landbúnaður Borgarbyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira