Lítum okkur nær í Árborg okkar allra Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar 19. ágúst 2023 15:01 Opið bréf til Fjólu St. Kristinsdóttur, bæjarstjóra Árborgar og Braga Bjarnasonar, formann bæjarráðs Árborgar. Áskorun til sveitarstjórnar Árborgar um að endurskoða ákvörðun um lokun á sundlauginni á Stokkseyri og hvatning um að gæta að farsæld barna óháð búsetu innan sveitarfélagsins. Sundlaugin á Stokkseyri hefur gengt hlutverki félagsmiðstöðvar og heilsulindar frá opnun hennar árið 1993 og má líta á sem nokkurs konar lífæð þorpsins. Í hana mætir fólk á öllum aldri til að næra andlega- félagslega- og líkamlega heilsu sína auk þess sem einni af grunnþörfum manneskjunnar, „að tilheyra samfélagi“ ,er mætt. Það er eftirspurn eftir lengri opnunartíma. Fólk vill geta nært sig utan um þær skorður sem þeim eru settar en sættir sig þó við þann tíma sem þeim er gefið þar sem ávinningurinn er þeim dýrmætur. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að hafa aðgang að lítilli, fjölskylduvænni sundlaug í nánasta umhverfi. Ákvörðun sveitarfélagsins um að skerða opnunartíma sundlaugarinnar enn frekar í sparnaðarskyni og svo loka henni fjóra mánuði yfir vetrartíman er því eins og blóðtaka fyrir samfélagið. Það er skorið á lífæðina í dimmasta skammdeginu. Tækifæri til aukinnar heilsueflingar í allri sinni mynd er sett í umslag og ofan í skúffu bæjarstjórnar í þeim tilgangi að spara. En hver er sparnaðurinn? Fastagestir laugarinnar, Stokkseyringar, Eyrbekkingar, Selfyssingar, fólk úr Tjarnabyggð og Flóa, myndi gjarnan vilja fá útskýringu á því. Sveitastjórnin hefur staðið sig ágætlega í að halda úti gegnsærri stjórnsýslu í þeim tilgangi að halda íbúum upplýstum, en nú mætti gera ögn betur. Margar spurningar brenna á fólki við ströndina og eftir samtal við fjölmarga beini ég nokkrum fram í von um góð og rökstudd svör: Hver er sparnaðurinn við lokun sundlaugarinnar á Stokkseyri? Hvernig ætlar sveitarstjórnin að stuðla að auknum tækifærum til heilsueflingar fyrir íbúa á Eyrarbakka og Stokkseyri í vetur? Einmannaleiki, kvíði og þunglyndi er ein helsta ógn í íslensku samfélagi. Hver er forvarnarstefna sveitarfélagsins í þeim málefnum og nær sú stefna jafnt yfir íbúa sveitarfélagsins? Jafnrétti snýst um meira en leiðréttingu á launamun kynjanna. Jafnréttisáætlun Árborgar kemur eingöngu inn á það, enda krefur SÍS sveitarfélög ekki um neitt annað. Kemur til greina að sveitarfélagið semji nýjan lið innan stefnunnar í þeim tilgangi að standa vörð um jafnrétti íbúa óháð búsetu? Innan sveitarfélagsins starfar fjölskyldusvið sem hefur það sameiginlega markmið að veita börnum og foreldrum gæðaþjónustu í þeim tilgangi að stuðla að farsæld barna. Fjárfesting til framtíðar. Ásmundur Einar Daðasona, mennta- og barnamálaráðherra, hefur haft orð á því á opinberum vettvangi hversu öflugt fjölskyldusvið Árborgar er í innleiðingu nýrra farsældarlaga og er það vel. Í því samhengi langar mig að spyrja hvort að sveitarstjórnin telji sig ganga í takt við fjölskyldusvið sitt og hvort hún telji sig stuðla jafnt að farsæld barna innan sveitarfélagsins og þá með hvaða hætti? Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims og er Ísland eitt þeirra ríkja sem hefur fullgilt sáttmálann og lögfest. Með því tengjumst við mikilvægum böndum við önnur aðildarríki sáttmálans um að stuðla að jöfnum réttindum og velferð allra barna. Hvert aðildarríki skal skila inn skýrslu um hvernig sáttmálanum er framfylgt til sérstakrar Barnaréttarnefndar. Í kjölfarið er fulltrúum stjórnvalda boðið í fyrirtöku til nefndarinnar þar sem þeim eru kynntar niðurstöður hennar út frá skýrslunni. Í athugasemd sem nefndin gerði við skýrslu ríkisins árið 2011 var ríkið hvatt til að standa vörð um mennta- og heilbrigðiskerfið þar sem áhyggjur þeirra beindust að því að niðurskurður v. efnahagsástandsins myndi bitna á börnum og þá sérstaklega þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Við upphaf hagræðingartímabils sveitarstjórnar Árborgar nú í ár nefnduð þið að ekki ætti að skerða grunnþjónustu, sérstaklega þar sem börn eru annars vegar. Til allrar hamingju eru öflugir stjórnendur innan fjölskyldusviðs sem reyna eftir fremsta megni að halda rétt á spilunum og sjá til þess að ekki verði vegið hart að skólaþjónustunni. Yfirlýsing ykkar í upphafi fellur nú um sig sjálfa þar sem þið hafið tekið ákvörðun um að ein af sparnaðaraðgerðunum skerði þjónustu við börn á Stokkseyri og Eyrarbakka. Sparnaðaraðgerð sem vegur að heilsu barna sem nú þegar standa höllum fæti þegar kemur að jöfnum réttindum innan sveitarfélagsins. Í því samhengi langar mig að spyrja: kemur til greina að þið endurskoðið ákvörðun ykkar og haldið sundlauginni opinni yfir vetrartímann? Það er einlæg von mín að þið sjáið ykkur fært um að svara bréfi mínu og að við samsetningu svara ykkar munuð þið átta ykkur á alvarleika málsins og endurskoða ákvörðun ykkar um að loka sundlauginni á Stokkseyri. Ykkur var falið það hlutverk að stýra Árborgar-skútunni í gegnum ólgusjó og sýndu niðurstöður kosninga að farþegar skútunnar bera traust til ykkar. Ekki bregðast því. Árborg okkar allra er flott slagorð, en ekki gleyma þeim sem hafa minnst pláss í skútunni. Með virðingu og vinsemd, Tinna Björg Kristinsdóttir, íbúi í Árborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Fjólu St. Kristinsdóttur, bæjarstjóra Árborgar og Braga Bjarnasonar, formann bæjarráðs Árborgar. Áskorun til sveitarstjórnar Árborgar um að endurskoða ákvörðun um lokun á sundlauginni á Stokkseyri og hvatning um að gæta að farsæld barna óháð búsetu innan sveitarfélagsins. Sundlaugin á Stokkseyri hefur gengt hlutverki félagsmiðstöðvar og heilsulindar frá opnun hennar árið 1993 og má líta á sem nokkurs konar lífæð þorpsins. Í hana mætir fólk á öllum aldri til að næra andlega- félagslega- og líkamlega heilsu sína auk þess sem einni af grunnþörfum manneskjunnar, „að tilheyra samfélagi“ ,er mætt. Það er eftirspurn eftir lengri opnunartíma. Fólk vill geta nært sig utan um þær skorður sem þeim eru settar en sættir sig þó við þann tíma sem þeim er gefið þar sem ávinningurinn er þeim dýrmætur. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að hafa aðgang að lítilli, fjölskylduvænni sundlaug í nánasta umhverfi. Ákvörðun sveitarfélagsins um að skerða opnunartíma sundlaugarinnar enn frekar í sparnaðarskyni og svo loka henni fjóra mánuði yfir vetrartíman er því eins og blóðtaka fyrir samfélagið. Það er skorið á lífæðina í dimmasta skammdeginu. Tækifæri til aukinnar heilsueflingar í allri sinni mynd er sett í umslag og ofan í skúffu bæjarstjórnar í þeim tilgangi að spara. En hver er sparnaðurinn? Fastagestir laugarinnar, Stokkseyringar, Eyrbekkingar, Selfyssingar, fólk úr Tjarnabyggð og Flóa, myndi gjarnan vilja fá útskýringu á því. Sveitastjórnin hefur staðið sig ágætlega í að halda úti gegnsærri stjórnsýslu í þeim tilgangi að halda íbúum upplýstum, en nú mætti gera ögn betur. Margar spurningar brenna á fólki við ströndina og eftir samtal við fjölmarga beini ég nokkrum fram í von um góð og rökstudd svör: Hver er sparnaðurinn við lokun sundlaugarinnar á Stokkseyri? Hvernig ætlar sveitarstjórnin að stuðla að auknum tækifærum til heilsueflingar fyrir íbúa á Eyrarbakka og Stokkseyri í vetur? Einmannaleiki, kvíði og þunglyndi er ein helsta ógn í íslensku samfélagi. Hver er forvarnarstefna sveitarfélagsins í þeim málefnum og nær sú stefna jafnt yfir íbúa sveitarfélagsins? Jafnrétti snýst um meira en leiðréttingu á launamun kynjanna. Jafnréttisáætlun Árborgar kemur eingöngu inn á það, enda krefur SÍS sveitarfélög ekki um neitt annað. Kemur til greina að sveitarfélagið semji nýjan lið innan stefnunnar í þeim tilgangi að standa vörð um jafnrétti íbúa óháð búsetu? Innan sveitarfélagsins starfar fjölskyldusvið sem hefur það sameiginlega markmið að veita börnum og foreldrum gæðaþjónustu í þeim tilgangi að stuðla að farsæld barna. Fjárfesting til framtíðar. Ásmundur Einar Daðasona, mennta- og barnamálaráðherra, hefur haft orð á því á opinberum vettvangi hversu öflugt fjölskyldusvið Árborgar er í innleiðingu nýrra farsældarlaga og er það vel. Í því samhengi langar mig að spyrja hvort að sveitarstjórnin telji sig ganga í takt við fjölskyldusvið sitt og hvort hún telji sig stuðla jafnt að farsæld barna innan sveitarfélagsins og þá með hvaða hætti? Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims og er Ísland eitt þeirra ríkja sem hefur fullgilt sáttmálann og lögfest. Með því tengjumst við mikilvægum böndum við önnur aðildarríki sáttmálans um að stuðla að jöfnum réttindum og velferð allra barna. Hvert aðildarríki skal skila inn skýrslu um hvernig sáttmálanum er framfylgt til sérstakrar Barnaréttarnefndar. Í kjölfarið er fulltrúum stjórnvalda boðið í fyrirtöku til nefndarinnar þar sem þeim eru kynntar niðurstöður hennar út frá skýrslunni. Í athugasemd sem nefndin gerði við skýrslu ríkisins árið 2011 var ríkið hvatt til að standa vörð um mennta- og heilbrigðiskerfið þar sem áhyggjur þeirra beindust að því að niðurskurður v. efnahagsástandsins myndi bitna á börnum og þá sérstaklega þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Við upphaf hagræðingartímabils sveitarstjórnar Árborgar nú í ár nefnduð þið að ekki ætti að skerða grunnþjónustu, sérstaklega þar sem börn eru annars vegar. Til allrar hamingju eru öflugir stjórnendur innan fjölskyldusviðs sem reyna eftir fremsta megni að halda rétt á spilunum og sjá til þess að ekki verði vegið hart að skólaþjónustunni. Yfirlýsing ykkar í upphafi fellur nú um sig sjálfa þar sem þið hafið tekið ákvörðun um að ein af sparnaðaraðgerðunum skerði þjónustu við börn á Stokkseyri og Eyrarbakka. Sparnaðaraðgerð sem vegur að heilsu barna sem nú þegar standa höllum fæti þegar kemur að jöfnum réttindum innan sveitarfélagsins. Í því samhengi langar mig að spyrja: kemur til greina að þið endurskoðið ákvörðun ykkar og haldið sundlauginni opinni yfir vetrartímann? Það er einlæg von mín að þið sjáið ykkur fært um að svara bréfi mínu og að við samsetningu svara ykkar munuð þið átta ykkur á alvarleika málsins og endurskoða ákvörðun ykkar um að loka sundlauginni á Stokkseyri. Ykkur var falið það hlutverk að stýra Árborgar-skútunni í gegnum ólgusjó og sýndu niðurstöður kosninga að farþegar skútunnar bera traust til ykkar. Ekki bregðast því. Árborg okkar allra er flott slagorð, en ekki gleyma þeim sem hafa minnst pláss í skútunni. Með virðingu og vinsemd, Tinna Björg Kristinsdóttir, íbúi í Árborg
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun