Rafskutlur með sætum slá í gegn í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. ágúst 2023 20:31 Rafskutlurnar með sætunum hafa slegið í gegn hjá Hreiðari og Ingibjörgu í Vestmannaeyjum í sumar en þau eru með fyrirtækið „Eyjascooter”. Magnús Hlynur Hreiðarsson Rafskutlur með sætum hafa slegið í gegn í Vestmannaeyjum í sumar þar sem farið er með ferðamenn á hjólunum í söguferðir um eyjuna. Hér erum við að tala um nýtt fyrirtæki í Vestmannaeyjum, „Eyjascooter”, sem þau Hreiðar Örn Svansson og Ingibjörg Bryngeirsdóttir, sem er fædd og uppalinn í Vestmannaeyjum eiga. Þau bjóða upp á fjölbreyttar og skemmtilegar ferðir um Vestmannaeyjar á skutlunum en það, sem er svo frábært við þær er að þú situr og stýrir skutlunni þannig. „Við hjá „Eyjascooter” förum í ferðir með leiðsögn á stórum rafskutlum með sætum, sem ég hannaði sjálfur á hjólin. Þetta er alveg ofboðslega skemmtilegt og er að slá í gegn hjá okkur,” segir Hreiðar. Hvers konar ferðir eruð þið að bjóða upp á? „Það er allt frá klukkutíma ferðum og upp í þriggja tíma sérhannaðar ferðir fyrir fólk, bara hvað viltu sjá, við sýnum þér það,” segir Hreiðar og hlær. Hreiðar og Ingibjörg segir að það séu aðallega erlendir ferðamenn, sem eru að skoða sig um í Vestmannaeyjum, sem panta ferðir hjá þeim og að Bandaríkjamenn hafi verið stærsti viðskiptahópurinn í sumar. „Þeim finnst þetta æðislegt. Ég hef ekki lent í neinum enn þá sem hefur sagt eitthvað neikvætt um þetta. Það fara allir brosandi í burtu,” segir Ingibjörg. Sætin á skutlurnar hannaði Hreiðar sjálfur og setti á þær allar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í haust verður boðið upp á norðurljósaferðir á rafskutlunum en þegar hálka og veturinn kemur þá verður lokað og byrjað aftur með ferðirnar næsta vor. Og þetta er náttúrulega mjög umhverfisvænt? “Já, þetta er grænt eins og við segjum af því að þetta er rafmagn. Þú heyrir ekkert hljóð og engan hávaða þannig að þú bara keyrir í náttúrunni og nýtur hljóðsins og nýtur þess bara að vera í umhverfinu. Þið viljið ekki missa af þessu, komið með okkur í ferð, þetta er æðislegt,” bætir Ingibjörg við. Heimasíða fyrirtækisins Rafskutlurnar eru mjög vandaðar og flottar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira
Hér erum við að tala um nýtt fyrirtæki í Vestmannaeyjum, „Eyjascooter”, sem þau Hreiðar Örn Svansson og Ingibjörg Bryngeirsdóttir, sem er fædd og uppalinn í Vestmannaeyjum eiga. Þau bjóða upp á fjölbreyttar og skemmtilegar ferðir um Vestmannaeyjar á skutlunum en það, sem er svo frábært við þær er að þú situr og stýrir skutlunni þannig. „Við hjá „Eyjascooter” förum í ferðir með leiðsögn á stórum rafskutlum með sætum, sem ég hannaði sjálfur á hjólin. Þetta er alveg ofboðslega skemmtilegt og er að slá í gegn hjá okkur,” segir Hreiðar. Hvers konar ferðir eruð þið að bjóða upp á? „Það er allt frá klukkutíma ferðum og upp í þriggja tíma sérhannaðar ferðir fyrir fólk, bara hvað viltu sjá, við sýnum þér það,” segir Hreiðar og hlær. Hreiðar og Ingibjörg segir að það séu aðallega erlendir ferðamenn, sem eru að skoða sig um í Vestmannaeyjum, sem panta ferðir hjá þeim og að Bandaríkjamenn hafi verið stærsti viðskiptahópurinn í sumar. „Þeim finnst þetta æðislegt. Ég hef ekki lent í neinum enn þá sem hefur sagt eitthvað neikvætt um þetta. Það fara allir brosandi í burtu,” segir Ingibjörg. Sætin á skutlurnar hannaði Hreiðar sjálfur og setti á þær allar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í haust verður boðið upp á norðurljósaferðir á rafskutlunum en þegar hálka og veturinn kemur þá verður lokað og byrjað aftur með ferðirnar næsta vor. Og þetta er náttúrulega mjög umhverfisvænt? “Já, þetta er grænt eins og við segjum af því að þetta er rafmagn. Þú heyrir ekkert hljóð og engan hávaða þannig að þú bara keyrir í náttúrunni og nýtur hljóðsins og nýtur þess bara að vera í umhverfinu. Þið viljið ekki missa af þessu, komið með okkur í ferð, þetta er æðislegt,” bætir Ingibjörg við. Heimasíða fyrirtækisins Rafskutlurnar eru mjög vandaðar og flottar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira