Skoðun

Um „skyn­villinga“ og „kyn­villinga“

Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar

Það er nú bara tímaspursmál hvenær greiningar á „skyn-/(taug)villu“ verða lagðar niður í kjölfar mikillar vitundarvakningar meðal skynvillinga og aðstandenda sem ég hef orðið vör við í ríkari og ríkari mæli í samfélaginu.

Með „skyn-(taug)villingum“ á ég við alla þá sem falla undir regnhlífahugtakið „neurodivergent“. Í þessum hópi eru t.d. þeir sem eru ADHD, einhverfir og Tourette svo einhverjir séu nefndir.

Hvers vegna ættu skynvillingar ekki að fá að skilgreina sig sjálfir? Það er nú lönguhætt að greina fólk með „kynvillu“ og viðurkennt að fólk sé alls konar þegar kemur að kynvitund.

Í vel upplýstu samfélagi „skyn-/(taug)segin“ fólks ætti enginn að þurfa að fara að fara í greiningu bara til að vera trúað. Það er álíka fáránlegt og ef einhver sem er samkynhneigður þyrfti að leita sér uppi sérfræðing til staðfestingar um það, bara til að vera trúað.

Við sem erum skynsegin vitum fullvel hver við erum og ættum sko sannarlega að fá að skilgreina okkur sjálf!

Höfundur er einhverfur (skynvillingur).




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×