Loftslagsréttur skyldufag í lagadeild Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2023 13:59 Dr. Bjarni Már Magnússon, deildarforseti lagadeildar Bifrastar. Vísir/Baldur Lagadeild Háskólans á Bifröst hefur fyrst allra íslenskra lagadeilda gert loftslagsrétt að skyldufagi í meistaranámi við deildina. Í tilkynningu þess efnis segir að það sé gert í framhaldi af stefnu sem mörkuð var í tilefni af tuttugu ára afmæli deildarinnar árið 2021, að leggja bæri áherslu á sjálfbærni annars vegar og nýsköpun og tækni hins vegar í kennslu við deildina. Það hafi verið gert annars vegar með sérstökum námskeiðum á sviði sjálfbærni og nýsköpunar- og tækniréttar og hins vegar með því að flétta sjónarhorni þessara umbreytandi þátta inn í kennslu í rótgrónari greinum lögfræðinnar. Mikil réttarframkvæmd á sviðinu Þá segir að ein helsta áskorun nútímans snúi að áhrifum loftslagsbreytinga á samfélög heimsins. Loftslagsbreytingar snerti nær öll svið mannlífsins, þar með talið orkumál, samgöngur, fjármagnsflæði, skipulagsmál, landnotkun og fólksflutninga. Undanfarið hafi mikil áhersla verið á þróun löggjafar til að sporna gegn frekari áhrifum loftslagsbreytinga og innleiðingu á alþjóðlegum skuldbindingum en löggjöf og stefnumótun í málaflokknum byggi á umfangsmiklu alþjóðlegu samstarfi. Auk þess hafi gríðarlegur fjöldi dómsmála verið höfðaður um allan heim til að knýja ríki og fyrirtæki til að draga úr skaðlegri losun og bregðast heilt yfir með víðtækari hætti við aðsteðjandi vanda. Mæta kröfum bæði atvinnulífsins og samfélagsins í heild Í tilkynningu segir að í loftslagsrétti sé fjallað um lagaumhverfi loftslagsmála hérlendis auk þess sem það sé sett í samhengi við alþjóðlegar og evrópskar reglur á sviði loftslags- og orkumála. Þá sé farið yfir markmið og aðgerðir íslenska ríkisins á grundvelli Parísarsamningsins auk þess sem fjallað sé um stefnumarkandi og áhugaverð dómsmál sem hafa verið höfðuð gegn ríkjum og fyrirtækjum á sviði loftslagsmála. „Ákvörðunin um að gera loftslagsrétt að skyldufagi var tekin til að mæta kröfum atvinnulífsins og samfélagsins yfirhöfuð sem í sífellt auknum mæli kallar eftir sérfræðiþekkingu um loftslagsmál í ljósi margvíslegs regluverks er snertir málaflokkinn. Með þessu teljum við að nemendur lagadeildar Háskólans á Bifröst mæti sterkari til leiks út í atvinnulífið og geti mætt áskorunum nútímans sem og framtíðarinnar,“ er haft eftir Dr. Bjarna Máa Magnússyni, deildarforseta lagadeildar Bifrastar. Háskólar Loftslagsmál Borgarbyggð Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis segir að það sé gert í framhaldi af stefnu sem mörkuð var í tilefni af tuttugu ára afmæli deildarinnar árið 2021, að leggja bæri áherslu á sjálfbærni annars vegar og nýsköpun og tækni hins vegar í kennslu við deildina. Það hafi verið gert annars vegar með sérstökum námskeiðum á sviði sjálfbærni og nýsköpunar- og tækniréttar og hins vegar með því að flétta sjónarhorni þessara umbreytandi þátta inn í kennslu í rótgrónari greinum lögfræðinnar. Mikil réttarframkvæmd á sviðinu Þá segir að ein helsta áskorun nútímans snúi að áhrifum loftslagsbreytinga á samfélög heimsins. Loftslagsbreytingar snerti nær öll svið mannlífsins, þar með talið orkumál, samgöngur, fjármagnsflæði, skipulagsmál, landnotkun og fólksflutninga. Undanfarið hafi mikil áhersla verið á þróun löggjafar til að sporna gegn frekari áhrifum loftslagsbreytinga og innleiðingu á alþjóðlegum skuldbindingum en löggjöf og stefnumótun í málaflokknum byggi á umfangsmiklu alþjóðlegu samstarfi. Auk þess hafi gríðarlegur fjöldi dómsmála verið höfðaður um allan heim til að knýja ríki og fyrirtæki til að draga úr skaðlegri losun og bregðast heilt yfir með víðtækari hætti við aðsteðjandi vanda. Mæta kröfum bæði atvinnulífsins og samfélagsins í heild Í tilkynningu segir að í loftslagsrétti sé fjallað um lagaumhverfi loftslagsmála hérlendis auk þess sem það sé sett í samhengi við alþjóðlegar og evrópskar reglur á sviði loftslags- og orkumála. Þá sé farið yfir markmið og aðgerðir íslenska ríkisins á grundvelli Parísarsamningsins auk þess sem fjallað sé um stefnumarkandi og áhugaverð dómsmál sem hafa verið höfðuð gegn ríkjum og fyrirtækjum á sviði loftslagsmála. „Ákvörðunin um að gera loftslagsrétt að skyldufagi var tekin til að mæta kröfum atvinnulífsins og samfélagsins yfirhöfuð sem í sífellt auknum mæli kallar eftir sérfræðiþekkingu um loftslagsmál í ljósi margvíslegs regluverks er snertir málaflokkinn. Með þessu teljum við að nemendur lagadeildar Háskólans á Bifröst mæti sterkari til leiks út í atvinnulífið og geti mætt áskorunum nútímans sem og framtíðarinnar,“ er haft eftir Dr. Bjarna Máa Magnússyni, deildarforseta lagadeildar Bifrastar.
Háskólar Loftslagsmál Borgarbyggð Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira