Bestu mörkin: Sofandi Stjörnukonur vöknuðu loksins eftir Verslunarmannahelgi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2023 14:30 Stjarnan hefur vaknað til lífsins seinni hluta sumars. Vísir/Anton Brink Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar Bestu markanna gerðu upp tímabilið hjá hverju liði fyrir sig í þætti gærkvöldsins eftir að lokaumferð Bestu-deildar kvenna fyrir tvískiptingu fór fram. Stjörnunni var spáð titilbaráttu fyrir tímabilið, en liðið var langt frá því að standa undir væntingum framan af sumri. Þrátt fyrir það hafnaði Stjarnan í þriðja sæti deildarinnar áður en deildinni er skipt upp í efri og neðri hluta. Liðið safnaði 29 stigum, 13 stigum minna en topplið Vals, og á enn tölfræðilegan möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. Stjörnukonur horfa þó líklega frekar á baráttuna um annað sæti deildarinnar. Liðið er fimm stigum á eftir Breiðablik í öðru sætinu og ef gengi þessara tveggja liða verður eins í úrslitakeppninni og það hefur verið undanfarna vikur nær Stjarnan að lauma sér upp fyrir Breiðablik í töflunni. Stjarnan vann aðeins fimm leiki í fyrstu 14 umferðum tímabilsins og um tíma var ekki víst hvort liðið myndi ná að vinna sér inn sæti í efri hlutanum. Liðið hefur hins vegar unnið síðustu þrjá leiki og er taplaust í síðustu sex leikjum sínum. Síðasta tap Stjörnunnar í deildinni kom gegn Þrótti þann 8. júlí síðastliðinn. „Þær voru ekki sjálfum sér líkar framan af móti og það vantaði mikið upp á hjá þeim,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, um Stjörnuna í þætti gærkvöldsins. „Það er aðeins að breytast núna og þrátt fyrir að það hafi vantað aðeins upp á heildina þá eru búnir að vera leikmenn í þessu liði sem eru búnir að vera góðir á þessu móti,“ bætti Bára við. Klippa: Bestu mörkin - Stjarnan Stjörnukonur koma því líklega fullar sjálfstrausts inn í úrslitakeppnina þar sem liðið tekur á móti nýliðum FH í fyrsta leik næstkomandi föstudag. Næst tekur Stjarnan á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Vals áður en liðið sækir Breiðablik heim í líklega mikilvægasta leik tímabilsins fyrir bæði lið þann 17. september. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Sjá meira
Þrátt fyrir það hafnaði Stjarnan í þriðja sæti deildarinnar áður en deildinni er skipt upp í efri og neðri hluta. Liðið safnaði 29 stigum, 13 stigum minna en topplið Vals, og á enn tölfræðilegan möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. Stjörnukonur horfa þó líklega frekar á baráttuna um annað sæti deildarinnar. Liðið er fimm stigum á eftir Breiðablik í öðru sætinu og ef gengi þessara tveggja liða verður eins í úrslitakeppninni og það hefur verið undanfarna vikur nær Stjarnan að lauma sér upp fyrir Breiðablik í töflunni. Stjarnan vann aðeins fimm leiki í fyrstu 14 umferðum tímabilsins og um tíma var ekki víst hvort liðið myndi ná að vinna sér inn sæti í efri hlutanum. Liðið hefur hins vegar unnið síðustu þrjá leiki og er taplaust í síðustu sex leikjum sínum. Síðasta tap Stjörnunnar í deildinni kom gegn Þrótti þann 8. júlí síðastliðinn. „Þær voru ekki sjálfum sér líkar framan af móti og það vantaði mikið upp á hjá þeim,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, um Stjörnuna í þætti gærkvöldsins. „Það er aðeins að breytast núna og þrátt fyrir að það hafi vantað aðeins upp á heildina þá eru búnir að vera leikmenn í þessu liði sem eru búnir að vera góðir á þessu móti,“ bætti Bára við. Klippa: Bestu mörkin - Stjarnan Stjörnukonur koma því líklega fullar sjálfstrausts inn í úrslitakeppnina þar sem liðið tekur á móti nýliðum FH í fyrsta leik næstkomandi föstudag. Næst tekur Stjarnan á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Vals áður en liðið sækir Breiðablik heim í líklega mikilvægasta leik tímabilsins fyrir bæði lið þann 17. september.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Sjá meira