„Almenningur á rétt á að þetta mál sé tekið fyrir hratt og örugglega“ Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2023 16:06 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Réttarhöldin í máli sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, munu hefjast þann 4. mars á næsta ári. Þetta er eitt af fjórum dómsmálum gegn Trump og tveimur sem Jack Smith, áðurnefndur saksóknari, hefur höfðað gegn honum. Þetta tiltekna mál snýr að viðleitni hans til snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 og fara réttarhöldin fram í Washington DC. Lögmenn Trumps höfðu farið fram á að réttarhöldin hæfust ekki fyrr en árið 2026. Saksóknarar vildu að réttarhöldin byrjuðu strax í janúar. Í dómsal í dag sagði Tanya Chutkan, dómari, að báðar dagsetningarnar sem saksóknarar og verjendur hefðu nefnt kæmu ekki til greina. AP fréttaveitan hefur eftir Chutkan að almenningur í Bandaríkjunum eigi rétt á því að réttarhöldin hefjist sem fyrst og það yrði tekið fyrir hratt og örugglega. Trump er aftur í forsetaframboði og þykir líklegastur til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins til kosninganna sem fara fram í nóvember á næsta ári. Lögmenn Trumps við alríkisdómshúsið í Washington DC í dag.AP/Jose Luis Magana Eins og áður segir munu réttarhöldin sem hefjast þann 4. mars snúast um tilraunir Trumps til að snúa úrslitum kosninganna. Í ákærunni gegn honum segir að Trump hafi rétt til þess að tala um kosningarnar og jafnvel til að segja ósatt og halda því fram að hann hafi unnið. Þá hafi hann einnig haft rétt á því að beita löglegum leiðum til að krefjast endurtalninga og rannsókna eftir kosningarnar og það hafi hann gert. Þar segir að hann hafi þó ekki rétt til að beita ólöglegum leiðum og bellibrögðum til að snúa úrslitunum. Saksóknarar segja einnig að viðleitni Trumps hafi brotið gegn grunni lýðveldis í Bandaríkjunum. Ákæran snýr ekki eingöngu að lygum hans um úrslit kosninganna heldur einnig tilraunir hans og bandamanna hans til að skipta út réttkjörnum kjörmönnum í sjö ríkjum. Tvö réttarhöld í mars Hitt málið sem Smith hefur höfðað gegn Trump snýr að opinberum og leynilegum skjölum og gögnum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu til Flórída á árum áður og neitaði að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna, eins og honum bar að gera samkvæmt lögum. Trump hefur einnig verið ákærður vegna tilrauna hans til að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna í Georgíu á árum áður og vegna greiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Búið er að ákveða hvenær réttarhöldin eiga að hefjast í síðastnefnda málinu en þau hefjast einnig í mars á næsta ári. Nánar tiltekið hefjast þau þann 25. mars í New York. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Græddi tæpan milljarð á fangamyndinni Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump. 27. ágúst 2023 13:39 Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14 Starfsmaður Trumps dró framburð sinn til baka eftir að hann skipti um lögmann Starfsmaður í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi Donalds Trump í Flórída, dró vitnisburð sinn í einu af fjórum sakamálum gegn Trump til baka. Það gerði hann eftir að hann skipti um lögmann og hefur hann bendlað Trump og tvo aðstoðarmenn hans við að reyna að hindra framgang réttvísinnar. 22. ágúst 2023 23:09 Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. 21. ágúst 2023 20:38 Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Þetta tiltekna mál snýr að viðleitni hans til snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 og fara réttarhöldin fram í Washington DC. Lögmenn Trumps höfðu farið fram á að réttarhöldin hæfust ekki fyrr en árið 2026. Saksóknarar vildu að réttarhöldin byrjuðu strax í janúar. Í dómsal í dag sagði Tanya Chutkan, dómari, að báðar dagsetningarnar sem saksóknarar og verjendur hefðu nefnt kæmu ekki til greina. AP fréttaveitan hefur eftir Chutkan að almenningur í Bandaríkjunum eigi rétt á því að réttarhöldin hefjist sem fyrst og það yrði tekið fyrir hratt og örugglega. Trump er aftur í forsetaframboði og þykir líklegastur til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins til kosninganna sem fara fram í nóvember á næsta ári. Lögmenn Trumps við alríkisdómshúsið í Washington DC í dag.AP/Jose Luis Magana Eins og áður segir munu réttarhöldin sem hefjast þann 4. mars snúast um tilraunir Trumps til að snúa úrslitum kosninganna. Í ákærunni gegn honum segir að Trump hafi rétt til þess að tala um kosningarnar og jafnvel til að segja ósatt og halda því fram að hann hafi unnið. Þá hafi hann einnig haft rétt á því að beita löglegum leiðum til að krefjast endurtalninga og rannsókna eftir kosningarnar og það hafi hann gert. Þar segir að hann hafi þó ekki rétt til að beita ólöglegum leiðum og bellibrögðum til að snúa úrslitunum. Saksóknarar segja einnig að viðleitni Trumps hafi brotið gegn grunni lýðveldis í Bandaríkjunum. Ákæran snýr ekki eingöngu að lygum hans um úrslit kosninganna heldur einnig tilraunir hans og bandamanna hans til að skipta út réttkjörnum kjörmönnum í sjö ríkjum. Tvö réttarhöld í mars Hitt málið sem Smith hefur höfðað gegn Trump snýr að opinberum og leynilegum skjölum og gögnum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu til Flórída á árum áður og neitaði að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna, eins og honum bar að gera samkvæmt lögum. Trump hefur einnig verið ákærður vegna tilrauna hans til að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna í Georgíu á árum áður og vegna greiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Búið er að ákveða hvenær réttarhöldin eiga að hefjast í síðastnefnda málinu en þau hefjast einnig í mars á næsta ári. Nánar tiltekið hefjast þau þann 25. mars í New York.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Græddi tæpan milljarð á fangamyndinni Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump. 27. ágúst 2023 13:39 Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14 Starfsmaður Trumps dró framburð sinn til baka eftir að hann skipti um lögmann Starfsmaður í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi Donalds Trump í Flórída, dró vitnisburð sinn í einu af fjórum sakamálum gegn Trump til baka. Það gerði hann eftir að hann skipti um lögmann og hefur hann bendlað Trump og tvo aðstoðarmenn hans við að reyna að hindra framgang réttvísinnar. 22. ágúst 2023 23:09 Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. 21. ágúst 2023 20:38 Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Græddi tæpan milljarð á fangamyndinni Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump. 27. ágúst 2023 13:39
Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14
Starfsmaður Trumps dró framburð sinn til baka eftir að hann skipti um lögmann Starfsmaður í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi Donalds Trump í Flórída, dró vitnisburð sinn í einu af fjórum sakamálum gegn Trump til baka. Það gerði hann eftir að hann skipti um lögmann og hefur hann bendlað Trump og tvo aðstoðarmenn hans við að reyna að hindra framgang réttvísinnar. 22. ágúst 2023 23:09
Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. 21. ágúst 2023 20:38
Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59