Hilmar spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik eftir ótrúlega atburðarás Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2023 09:00 Hilmar Örn spilaði óvænt sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Þróttar á dögunum. Vísir/Sigurjón Hilmar Örn Pétursson, 18 ára markvörður 2. flokks Þróttar Reykjavíkur í knattspyrnu lék sinn fyrsta meistaraflokksleik um liðna helgi eftir lygilega atburðarrás. Það varð uppi fótur og fit þegar Þróttur R. heimsótti Gróttu á Seltjarnarnesi í Lengjudeildinni á föstudaginn var, 25. ágúst. Í upphitun meiddist Óskar Sigþórsson en hann átti að byrja leikinn. Sveinn Óli Guðnason, sem hefur varið mark Þróttar að mestu í sumar, byrjaði því leikinn á meðan þjálfarateymi Þróttar hringdi út varamarkmann. Það var þá sem Hilmar Örn fékk kallið en hann hafði nýlokið æfingu í Laugardalnum. „Þá kallar 2. flokks þjálfarinn á mig og segir að ég þurfi að drífa mig upp á völl því að ég er að fara vera á bekknum,“ segir Hilmar Örn. Hann átti þó ekki von á því að hans fyrsti leikur fyrir meistaraflokk væri í kortunum. Þegar hann mætir á Seltjarnarnes eru rétt tæpar tíu mínútur liðnar af leiknum og sér hann Svein Óla liggja í jörðinni. „Ég kem, er að labba niður í klefa þá sé ég Svenna fá byltuna og detta niður. Þegar ég er að klæða mig í fötin kemur markmannsþjálfarinn og segir mér að ég þurfi að fara inn á völlinn því Svenni sé meiddur.“ Hilmar Örn þurfti að hafa hraðar hendur og var án nokkurs fyrirvara mættur í markið. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en á fyrstu mínútum hans í meistaraflokki var beðið eftir sjúkrabíl fyrir Svein Óla. „Það var smá stress að sjá hann og finna fyrir honum fyrir aftan sig, ég fann til með honum. Manni líður miklu betur með að heyra að það sé í lagi með hann og hann megi byrja að æfa aftur á næstunni. Þetta er miklu þægilegra núna, eftir á.“ En hvernig var það fyrir þig að spila þinn fyrsta meistaraflokks leik? „Það eru ótrúlega mikil gæði í þessari deild og leikmennirnir þarna eru rosalega góðir. Þetta er mikið skref upp frá því að vera í 2. flokknum en annars var þetta bara góð reynsla, finnst mér,“ sagði Hilmar Örn að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Þróttur Reykjavík Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Það varð uppi fótur og fit þegar Þróttur R. heimsótti Gróttu á Seltjarnarnesi í Lengjudeildinni á föstudaginn var, 25. ágúst. Í upphitun meiddist Óskar Sigþórsson en hann átti að byrja leikinn. Sveinn Óli Guðnason, sem hefur varið mark Þróttar að mestu í sumar, byrjaði því leikinn á meðan þjálfarateymi Þróttar hringdi út varamarkmann. Það var þá sem Hilmar Örn fékk kallið en hann hafði nýlokið æfingu í Laugardalnum. „Þá kallar 2. flokks þjálfarinn á mig og segir að ég þurfi að drífa mig upp á völl því að ég er að fara vera á bekknum,“ segir Hilmar Örn. Hann átti þó ekki von á því að hans fyrsti leikur fyrir meistaraflokk væri í kortunum. Þegar hann mætir á Seltjarnarnes eru rétt tæpar tíu mínútur liðnar af leiknum og sér hann Svein Óla liggja í jörðinni. „Ég kem, er að labba niður í klefa þá sé ég Svenna fá byltuna og detta niður. Þegar ég er að klæða mig í fötin kemur markmannsþjálfarinn og segir mér að ég þurfi að fara inn á völlinn því Svenni sé meiddur.“ Hilmar Örn þurfti að hafa hraðar hendur og var án nokkurs fyrirvara mættur í markið. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en á fyrstu mínútum hans í meistaraflokki var beðið eftir sjúkrabíl fyrir Svein Óla. „Það var smá stress að sjá hann og finna fyrir honum fyrir aftan sig, ég fann til með honum. Manni líður miklu betur með að heyra að það sé í lagi með hann og hann megi byrja að æfa aftur á næstunni. Þetta er miklu þægilegra núna, eftir á.“ En hvernig var það fyrir þig að spila þinn fyrsta meistaraflokks leik? „Það eru ótrúlega mikil gæði í þessari deild og leikmennirnir þarna eru rosalega góðir. Þetta er mikið skref upp frá því að vera í 2. flokknum en annars var þetta bara góð reynsla, finnst mér,“ sagði Hilmar Örn að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Þróttur Reykjavík Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira