Frá þessu er greint á mbl.is. Þar segir að siglt hafi verið úr Reykjavíkurhöfn í morgun til þess að leita hvala á miðunum.
Hvalveiðileyfi Hvals hefur ekki enn tekið gildi en frestun á gildistöku þess lýkur á fimmtudag. Að óbreyttu má Hvalur hf. því hefja hvalveiðar á föstudag.
'Fari svo að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ákveði að fresta hvalveiðum ekki á ný er þó ólíklegt að hvalir verði dregnir á land um helgina, enda er aftakaveðri spáð.