Sweed Beauty bjargar skjaldbökum
Sweed Beauty er mjög annt um velferð dýra og hefur frá byrjun stutt ýmis verkefni til að láta gott af sér leiða. Nú styrkir merkið við Billion Baby Turtles verkefnið sem felur í sér að aðstoða sæskjaldbökur með því að passa hreiðrin þeirra ásamt því að koma í veg fyrir ólöglega veiði. Fyrir hvern seldan Sweed maskara bjargar Sweed skjaldböku.

No Make up – make up
Merkið var stofnað árið 2015 af förðunarfræðingnum Gabriellu Elio þegar hún ákvað að nýta áratuga reynslu sína í förðunargeiranum til að framleiða þær vörur sem henni fannst vanta á markaðinn til að gera þá fallegu og náttúrulegu förðun sem hún er þekkt fyrir.

Mottó Gabrielle er að við lítum út eins og við höfum verið í tveggja vikna sólarlandafríi, með ljómandi húð, þykk og heilbrigð augnhár og full af lífi og eftir margra ára rannsóknir og þróun varð Sweed að veruleika. Gabriella lagði áherslu á að vörurnar væru í hæsta gæðastaðli og auðvelt að vinna með þær og henta Sweed Beauty því byrjendum mjög vel sem og fagfólki sem starfar við förðun.

Augnháraserumið sem breytti leiknum
Áður en Sweed hóf framleiðslu á augnháraserumi var lykilatriði að það væri í senn áhrifaríkt og án allra skaðlegra aukaefna. Serumið er nú orðið helsta söluvara Sweed Beauty út um allan heim þar sem það virkar alveg einstaklega vel, er gott fyrir húðina í kringum augun og er án prostaglandins (hormóna). Serumið má því nota á meðgöngu og með barn á brjósti.

Fagleg ráðgjöf og góð þjónusta mikilvæg
Snyrtivöruverslunin Elira hefur verið starfrækt í tvö ár og leggur áherslu á ráðgjöf og góða þjónustu. „Úrvalið af húð- og snyrtivörum er mikið í dag og aðgengi að allskonar upplýsingum ótæmandi. Því er mikilvægt að geta fengið faglega ráðgjöf um innihald og rétta notkun húð- og förðunarvara. Hér í Eliru vinna eingöngu lærðir snyrtifræðingar og förðunarfræðingar og við bjóðum einungis upp á hágæða snyrtivörur og förðunarvörur ásamt persónulegri þjónustu,“ segir Rakel Ósk Guðbjartsdóttir, eigandi Eliru.
Verslunin selur einnig snyrtivörur frá Chanel, Augustinus Bader, Dr. Barbara Sturm, RMS Beauty og Comfort Zone svo eitthvað sé nefnt.
Nánar á elira.is.
Haustdagar til mánudags
Elira fagnar haustinu og býður upp á 20% afslátt af öllum vörum* til mánudags. Nýttu tækifærið og kíktu við í Smáralindina eða verslaðu í rólegheitunum á elira.is
*Gildir ekki af Dr. Barbara Sturm