Þar kemur fram að ökumaður bílsins hafi skilið hann eftir og farið af vettvangi áður en lögreglu bar að garði. Ekki er nánari upplýsinga að fá um málið í dagbókinni og hafði lögregla ekki frekari upplýsingar þegar eftir því var leitað.
Þegar ljósmyndara Vísis bar að garði var jeppanum lagt þvert yfir Nýbýlaveg. Hann var svo fjarlægður af lögreglu.
