„Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að tilraunir til þess að endurvekja ógnarúlfinn svokallaða séu ósmekklegar. Útkoman sé ófyrirsjáanleg og feli í sér mikla grimmd gagnvart dýrunum. 11.4.2025 20:46
Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Hlal Jarah, stofnandi Mandi, er búinn að eignast veitingastaðinn á ný. Staðurinn við Ingólfstorg í Reykjavík opnaði aftur fyrr í dag eftir að hafa verið lokaður síðustu daga. 11.4.2025 14:17
Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Fregnir af umfangsmikilli uppbyggingu íbúðarhúsnæðis við andapollinn í Seljahverfi í Breiðholti eru stórlega ýktar. Þetta segir formaður umhverfis- og skipulagssviðs og að uppbyggingin sé á hugmyndastigi. 10.4.2025 21:00
Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Mótmælendur spörkuðu ítrekað í hurðir á Ásvöllum í gær þar sem umspilsleikur Ísland og Ísraels fór fram í handbolta. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra gekk öryggisgæsla að öðru leyti vel. Næsti leikur fer fram í kvöld og verður tekið mið af gærdeginum við gæsluna. 10.4.2025 12:00
Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Páskabingó Blökastsins fer fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 19:00 13. apríl næstkomandi, á sjálfan Pálmasunnudag. Þetta er í þriðja skiptið sem þríeykið heldur Páskabingó og verður þetta það veglegasta til þessa. 10.4.2025 07:01
Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Mikið gekk á á Alþingi í gær þegar einungis tvö mál komust á dagskrá, annars vegar niðurfelling fasteignaskatta í Grindavíkurbæ og svo umræða um menntamál. Þingfundur hófst klukkan hálf tvö og lauk ekki fyrr en á miðnætti. 9.4.2025 12:03
Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Góðgerðarpizza Domino's í ár verður tileinkuð Bryndísi Klöru og mun allur ágóði renna í minningarsjóð í hennar nafni. Faðir hennar segir stuðninginn ómetanlegan fyrir fjölskyldu hennar. Sala pizzunnar hefst á morgun. 6.4.2025 22:16
Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Tvær unglingsstúlkur eru í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á tuttugu þúsund töflum af gerviópíóðum. Önnur er á barnsaldri. Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands telur stúlkurnar í viðkvæmri stöðu, oftast sé um að ræða fórnarlömb mansals í málum sem þessum. 6.4.2025 19:20
Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að nýir tollar Bandaríkjastjórnar þýði að leikreglur í alþjóðaviðskiptum hafi breyst. Stjórnvöld hér á landi verði að aðlaga sig að breyttum veruleika, óvissa sé orðið nýja normið. Það muni taka langan tíma að koma í ljós hvort tollarnir muni skila sér með þeim hætti sem Bandaríkin vonist eftir en til styttri tíma verði þeir sársaukafullir fyrir alþjóðahagkerfið. 6.4.2025 13:21
Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Vísbendingar eru nú um að rafsígarettureykingar hafi langvinnar heilsufarsleg áhrif á lungu, hjarta og heila. Þá reynast þær í meirihluta tilvika ekki gagnlegar til þess að hætta að reykja heldur verða til þess að viðkomandi reykir meira og neytir meira níkótíns. 6.4.2025 12:01