Áttaði sig á því að börnin höfðu ekki fengið sömu upplifanir Máni Snær Þorláksson skrifar 31. ágúst 2023 20:38 Haraldur Þorleifsson segist spenntur fyrir því að sýna börnunum sínum Ísland. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, athafnamaður og forsprakki verkefnisins Römpum upp Ísland, vígði ramp númer átta hundruð á Egilsstöðum í dag. Hann segist hlakka til að geta sýnt börnunum sínum Ísland, það hafi ekki verið auðvelt áður en verkefnið hófst. „Ég á mjög fallegar minningar um að ferðast um landið með fjölskyldunni minni þegar ég var yngri,“ er haft eftir Haraldi í tilkynningu. Haraldur minnist þess til að mynda að upplifa langar sumarnætur í fallegri náttúru og fá sér pylsu í bæjarsjoppum landsins. „Ég áttaði mig á því fyrir nokkrum árum að börnin mín hafa ekki fengið þessar upplifanir,“ segir hann. „Við fjölskyldan höfum ekki getað ferðast um landið þar sem aðgengið hefur ekki verið nógu gott. Þúsundir aðrir einstaklingar og fjölskyldur eru í sömu stöðu. Mig hlakkar mikið til að byrja að sýna krökkunum fallega landið okkar.“ Frá vígslu átta hundraðasta rampsins á Egilsstöðum í dag.Aðsend „Ótrúlegur árangur“ Sem fyrr segir var átta hundraðasti rampurinn vígður á Egilsstöðum í dag. Ríkisstjórnin fundaði þar í dag og mætti á athöfnina að loknum ríkisstjórnarfundi. Þar héldu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ræður. „Römpum upp Ísland er dæmi um þann kraft sem hægt er að framkalla með samstarfi allra aðila en 800 rampar eru auðvitað ótrúlegur árangur,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningu. Átakið hafi ekki síður vakið fólk til meðvitundar um alla þá þröskulda sem finna má í samfélaginu. „Bæði áþreifanlega og óáþreifanlega, og hvernig við getum saman rutt þeim úr vegi til að tryggja jafnt aðgengi okkar allra.“ Fyrstu þúsund ramparnir á undan áætlun Verkefnið Römpum upp Ísland fór af stað árið 2022 með það að markmiði að bæta aðgengi um allt land. Upphaflega stóð til að byggja þúsund rampa á fjórum árum en nú stefnir í að fyrstu þúsund ramparnir verði kláraðir á næstu mánuðum. Sökum þess hve vel hefur gengið var ákveðið að hækka markmiðið um fimm hundruð rampa. Það var tilkynnt á blaðamannafundi í fyrra þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti stal senunni. Haraldur segir að lokum að það sé frábært að sjá móttökurnar við verkefninu eftir að það fór af stað. „Allt samfélagið hefur komið saman og það hefur skilað sér í þessum frábæra árangri.“ Félagsmál Múlaþing Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira
„Ég á mjög fallegar minningar um að ferðast um landið með fjölskyldunni minni þegar ég var yngri,“ er haft eftir Haraldi í tilkynningu. Haraldur minnist þess til að mynda að upplifa langar sumarnætur í fallegri náttúru og fá sér pylsu í bæjarsjoppum landsins. „Ég áttaði mig á því fyrir nokkrum árum að börnin mín hafa ekki fengið þessar upplifanir,“ segir hann. „Við fjölskyldan höfum ekki getað ferðast um landið þar sem aðgengið hefur ekki verið nógu gott. Þúsundir aðrir einstaklingar og fjölskyldur eru í sömu stöðu. Mig hlakkar mikið til að byrja að sýna krökkunum fallega landið okkar.“ Frá vígslu átta hundraðasta rampsins á Egilsstöðum í dag.Aðsend „Ótrúlegur árangur“ Sem fyrr segir var átta hundraðasti rampurinn vígður á Egilsstöðum í dag. Ríkisstjórnin fundaði þar í dag og mætti á athöfnina að loknum ríkisstjórnarfundi. Þar héldu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ræður. „Römpum upp Ísland er dæmi um þann kraft sem hægt er að framkalla með samstarfi allra aðila en 800 rampar eru auðvitað ótrúlegur árangur,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningu. Átakið hafi ekki síður vakið fólk til meðvitundar um alla þá þröskulda sem finna má í samfélaginu. „Bæði áþreifanlega og óáþreifanlega, og hvernig við getum saman rutt þeim úr vegi til að tryggja jafnt aðgengi okkar allra.“ Fyrstu þúsund ramparnir á undan áætlun Verkefnið Römpum upp Ísland fór af stað árið 2022 með það að markmiði að bæta aðgengi um allt land. Upphaflega stóð til að byggja þúsund rampa á fjórum árum en nú stefnir í að fyrstu þúsund ramparnir verði kláraðir á næstu mánuðum. Sökum þess hve vel hefur gengið var ákveðið að hækka markmiðið um fimm hundruð rampa. Það var tilkynnt á blaðamannafundi í fyrra þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti stal senunni. Haraldur segir að lokum að það sé frábært að sjá móttökurnar við verkefninu eftir að það fór af stað. „Allt samfélagið hefur komið saman og það hefur skilað sér í þessum frábæra árangri.“
Félagsmál Múlaþing Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira