Jadon Sancho settur út í kuldann og svarar fyrir sig Siggeir Ævarsson skrifar 4. september 2023 07:00 Jadon Sancho hefur átt erfitt uppdráttar á Old Trafford Vísir/Getty Jadon Sancho var ekki valinn í leikmannahóp Manchester United gegn Arsenal í gær. Erik ten Hag, þjálfari United, sagði í viðtali að Sancho hefði ekki staðið sig nógu vel á æfingum og hefði því ekki verið valinn í liðið. Ten Hag var spurður út í fjarveru Scott McTominay og Jadon Sancho á blaðamannafundi eftir leik. McTominay er veikur en Sancho hafði að hans sögn ekki staðið sig nógu vel á æfingum og ekki boðið upp á þau gæði sem krafist er af leikmönnum United alla daga og því ekki verið valinn í liðið. Sancho hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar á Old Trafford frá því að hann gekk til liðs við United sumarið 2021 frá Dortmund. Miklar vonir voru bundar við hann og kaupverðið eftir því eða 85 milljónir punda. Eftir að hafa skorað töluvert af mörkum fyrir Dortmund hafa mörkin látið á sér standa með United. Sancho hefur ekki gengið vel að vinna sér inn fast sæti í liði United og á þessu tímabili hafði hann byrjað alla leiki liðsins á bekknum þar til í gær þegar hann var ekki valinn í liðið. Sancho sendi frá sér yfirlýsingu á samfélagsmiðlum eftir blaðamannafundinn þar sem hann segir Erik ten Hag fara með rangt mál og hann sé gerður að blóraböggli og það ekki í fyrsta sinn: „Ekki trúa öllu sem þið lesið! Ég mun ekki leyfa fólki að fara með ósannindi, ég hef staðið mig mjög vel á æfingum í vikunni. Ég tel að það séu aðrar ástæður fyrir þessu máli sem ég mun ekki fara nánar útí. Ég hef verið gerður að blóraböggli í langan tíma og það er ekki sanngjarnt! Það eina sem ég vil gera er að spila fótbolta með bros á vör og leggja mitt af mörkum fyrir liðið. Ég virði allar þær ákvarðanir sem þjálfateymið tekur, ég spila með frábærum leikmönnum og er þakklátur fyrir að fá að gera það í hverri viku sem ég veit að er áskorun. Ég mun halda áfram að berjast fyrir merkið sama hvað!“ Framtíð Sancho á Old Trafford virðist vera að einhverju leyti í lausu lofti. Í sumar var rætt um að hann yrði mögulega seldur og greint frá áhuga bæði Dortmund og Tottenham en ekkert varð úr félagaskiptum. Á síðasta tímabili fór hann í tímabundið veikindaleyfi vegna andlegrar heilsu sinnar og virtist ten Hag þá standa þétt við bakið á honum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sancho til sölu fyrir rétt verð | Pickford orðaður við Man United Framtíð vængmannsins Jadon Sancho hjá Manchester United virðist í óvissu eftir að greint var frá því að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Þá virðist félagið vilja fá landsliðsmarkvörð Englands, Jordan Pickford, frá Everton. 11. júní 2023 19:46 Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Ten Hag var spurður út í fjarveru Scott McTominay og Jadon Sancho á blaðamannafundi eftir leik. McTominay er veikur en Sancho hafði að hans sögn ekki staðið sig nógu vel á æfingum og ekki boðið upp á þau gæði sem krafist er af leikmönnum United alla daga og því ekki verið valinn í liðið. Sancho hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar á Old Trafford frá því að hann gekk til liðs við United sumarið 2021 frá Dortmund. Miklar vonir voru bundar við hann og kaupverðið eftir því eða 85 milljónir punda. Eftir að hafa skorað töluvert af mörkum fyrir Dortmund hafa mörkin látið á sér standa með United. Sancho hefur ekki gengið vel að vinna sér inn fast sæti í liði United og á þessu tímabili hafði hann byrjað alla leiki liðsins á bekknum þar til í gær þegar hann var ekki valinn í liðið. Sancho sendi frá sér yfirlýsingu á samfélagsmiðlum eftir blaðamannafundinn þar sem hann segir Erik ten Hag fara með rangt mál og hann sé gerður að blóraböggli og það ekki í fyrsta sinn: „Ekki trúa öllu sem þið lesið! Ég mun ekki leyfa fólki að fara með ósannindi, ég hef staðið mig mjög vel á æfingum í vikunni. Ég tel að það séu aðrar ástæður fyrir þessu máli sem ég mun ekki fara nánar útí. Ég hef verið gerður að blóraböggli í langan tíma og það er ekki sanngjarnt! Það eina sem ég vil gera er að spila fótbolta með bros á vör og leggja mitt af mörkum fyrir liðið. Ég virði allar þær ákvarðanir sem þjálfateymið tekur, ég spila með frábærum leikmönnum og er þakklátur fyrir að fá að gera það í hverri viku sem ég veit að er áskorun. Ég mun halda áfram að berjast fyrir merkið sama hvað!“ Framtíð Sancho á Old Trafford virðist vera að einhverju leyti í lausu lofti. Í sumar var rætt um að hann yrði mögulega seldur og greint frá áhuga bæði Dortmund og Tottenham en ekkert varð úr félagaskiptum. Á síðasta tímabili fór hann í tímabundið veikindaleyfi vegna andlegrar heilsu sinnar og virtist ten Hag þá standa þétt við bakið á honum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sancho til sölu fyrir rétt verð | Pickford orðaður við Man United Framtíð vængmannsins Jadon Sancho hjá Manchester United virðist í óvissu eftir að greint var frá því að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Þá virðist félagið vilja fá landsliðsmarkvörð Englands, Jordan Pickford, frá Everton. 11. júní 2023 19:46 Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Sancho til sölu fyrir rétt verð | Pickford orðaður við Man United Framtíð vængmannsins Jadon Sancho hjá Manchester United virðist í óvissu eftir að greint var frá því að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Þá virðist félagið vilja fá landsliðsmarkvörð Englands, Jordan Pickford, frá Everton. 11. júní 2023 19:46
Ten Hag segir að Sancho sé hvorki líkamlega né andlega tilbúinn Jadon Sancho er ekki að spila með liði Manchester United þessa dagana og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir leikmann sinn þurfa að komast í gegnum ýmislegt áður en það breytist. 6. janúar 2023 08:30