Suðurlandsslagurinn getur fellt Selfyssinga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. september 2023 10:00 Sif Atladóttir og stöllur hennar í Selfossliðinu gætu fallið úr deild þeirra bestu í dag. Vísir/Hulda Margrét Suðurlandsslagur ÍBV og Selfoss sem fram fer í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag er líklega einn sá mikilvægasti í áraraðir. Mistakist stelpunum frá Selfossi að vinna er liðið fallið úr deildinni. Bestu-deild kvenna var skipt upp í efri og neðri hluta eftir 18. umferðina sem lauk sunnudaginn 27. ágúst síðastliðinn. Keppni í neðri hlutanum hófst svo síðastliðinn sunnudag með viðureign Tindastóls og Keflavíkur, en vegna veðurs gat leikur ÍBV og Selfoss ekki farið fram deginum áður. Leiknum var því frestað og fer hann fram í dag þegar ÍBV tekur á móti Selfossi í Suðurlandsslag á Hásteinsvelli klukkan 17:00. Selfyssingar hafa ekki riðið feitum hesti á tímabilinu og situr liðið í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 11 stig eftir 18 leiki. Liðið er sjö stigum á eftir ÍBV og Keflavík og níu stigum á eftir Tindastóli. Þar sem liðin leika aðeins þrjá leiki í úrslitakeppni neðri hlutans er því ljóst að mistakist Selfyssingum að vinna í dag er liðið fallið úr deild þeirra bestu. Staðan í neðri hlutanum.KSÍ/Skjáskot Þrátt fyrir að staða Eyjakvenna sé ekki jafn slæm og á Selfossi er leikurinn ekki síður mikilvægur fyrir ÍBV. Eyjaliðið er enn í harðri fallbaráttu og þarf nauðsynlega á stigi, og helst stigum, að halda til að slíta sig frá fallsvæðinu. Aðeins markatalan heldur ÍBV frá fallsvæðinu eins og staðan er nú og líklegt er að Eyjakonur vilji sækja sér örlítið andrými með sigri gegn Selfyssingum í nágrannaslag dagsins. Leikur ÍBV og Selfoss hefst klukkan 17:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst tíu mínútum fyrr og að leik loknum verða Bestu mörkin á dagskrá þar sem fyrsta umferð úrslitakeppninnar verður gerð upp. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna UMF Selfoss ÍBV Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Bestu-deild kvenna var skipt upp í efri og neðri hluta eftir 18. umferðina sem lauk sunnudaginn 27. ágúst síðastliðinn. Keppni í neðri hlutanum hófst svo síðastliðinn sunnudag með viðureign Tindastóls og Keflavíkur, en vegna veðurs gat leikur ÍBV og Selfoss ekki farið fram deginum áður. Leiknum var því frestað og fer hann fram í dag þegar ÍBV tekur á móti Selfossi í Suðurlandsslag á Hásteinsvelli klukkan 17:00. Selfyssingar hafa ekki riðið feitum hesti á tímabilinu og situr liðið í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 11 stig eftir 18 leiki. Liðið er sjö stigum á eftir ÍBV og Keflavík og níu stigum á eftir Tindastóli. Þar sem liðin leika aðeins þrjá leiki í úrslitakeppni neðri hlutans er því ljóst að mistakist Selfyssingum að vinna í dag er liðið fallið úr deild þeirra bestu. Staðan í neðri hlutanum.KSÍ/Skjáskot Þrátt fyrir að staða Eyjakvenna sé ekki jafn slæm og á Selfossi er leikurinn ekki síður mikilvægur fyrir ÍBV. Eyjaliðið er enn í harðri fallbaráttu og þarf nauðsynlega á stigi, og helst stigum, að halda til að slíta sig frá fallsvæðinu. Aðeins markatalan heldur ÍBV frá fallsvæðinu eins og staðan er nú og líklegt er að Eyjakonur vilji sækja sér örlítið andrými með sigri gegn Selfyssingum í nágrannaslag dagsins. Leikur ÍBV og Selfoss hefst klukkan 17:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst tíu mínútum fyrr og að leik loknum verða Bestu mörkin á dagskrá þar sem fyrsta umferð úrslitakeppninnar verður gerð upp. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna UMF Selfoss ÍBV Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira