„Við erum FH og ætlum okkur að berjast um alla titla“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2023 20:01 Aron er mættur heim í fjörðinn. Vísir/Hulda Margrét Ef spá forráðamanna liðanna í Olís-deild karla í handbolta rætist leiðir Aron Pálmarsson FH til sigurs í deildinni í vor. Val er spáð deildarmeistaratitlinum kvennamegin. Í dag var árleg spá forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum í handbolta kynnt. FH fékk 391 af 395 stigum í kosningunni. Val, Íslandsmeisturunum 2021 og 2022, er spáð 2. sæti, bikarmeisturum Aftureldingar 3. sætinu og Íslandsmeisturum ÍBV því fjórða en deildarkeppnin hefst á fimmtudaginn. „Við erum búnir að æfa mjög vel í sumar og spennan er að magnast. Ég allavega persónulega hlakka mikið til,“ sagði Aron Pálmarsson, leikmaður FH, um komandi tímabil. „Það var alveg hægt að búast við þessu. Erum, kannski eðlilega, búnir að fá mikla athygli. Þetta setur ekkert auka pressu, það er búin að vera pressa á okkur í sumar að ná árangri í vetur og sú pressa verður í allan vetur. Líka bara innanbúðar hjá okkur, við erum FH og ætlum okkur að berjast um alla titla. Það er stefna félagsins og hefur ekkert breyst,“ bætti landsliðsfyrirliðinn við. „FH var í 2. sæti í deildinni í fyrra þannig að ég er að koma inn í hrikalega sterkt lið, tel mig - og ætla mér að - styrkja það. Þar af leiðandi er þessi spá bara eðlileg,“ sagði Aron svo að lokum. Kvennamegin er Valskonum spáð efsta sætinu með 167 stig en Haukum er spáð öðru sæti með 139 stig. Díana Guðjónsdóttir, annar af þjálfurum Hauka segist vera spennt fyrir komandi tímabili en efsta deild kvenna hefst á laugardaginn. „Stebbi bjóst við því, hann er vanur að vera í 1. eða 2. og hefði verið ósáttur ef það hefði ekki verið þannig í dag. Þetta kemur allt í ljós. Þetta á eftir að vera skemmtilegt, erum með töluvert breytt lið. Held að við séum með aðeins sterkara lið heldur en í fyrra, eða ég er að vona það,“ sagði Díana en hún mun stýra liði Hauka í vetur ásamt Stefáni Arnarsyni. „Við gerðum góða hluti og ég hafði alltaf trú á mínum stelpum þegar við fórum í þetta og þessi úrslitakeppni hófst. Ég vissi hvaða leikmenn ég var með í höndum en ég var líka með mjög ungt lið. Þær eru allar áfram, reynslunni ríkari og það er engin spurning að við nýtum það.“ Haukar komu heldur betur á óvart í úrslitakeppninni á síðasta tímabili og féllu úr leik í undanúrslitin eftir oddaleik gegn ÍBV. Handbolti Olís-deild kvenna Olís-deild karla FH Haukar Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Sjá meira
Í dag var árleg spá forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum í handbolta kynnt. FH fékk 391 af 395 stigum í kosningunni. Val, Íslandsmeisturunum 2021 og 2022, er spáð 2. sæti, bikarmeisturum Aftureldingar 3. sætinu og Íslandsmeisturum ÍBV því fjórða en deildarkeppnin hefst á fimmtudaginn. „Við erum búnir að æfa mjög vel í sumar og spennan er að magnast. Ég allavega persónulega hlakka mikið til,“ sagði Aron Pálmarsson, leikmaður FH, um komandi tímabil. „Það var alveg hægt að búast við þessu. Erum, kannski eðlilega, búnir að fá mikla athygli. Þetta setur ekkert auka pressu, það er búin að vera pressa á okkur í sumar að ná árangri í vetur og sú pressa verður í allan vetur. Líka bara innanbúðar hjá okkur, við erum FH og ætlum okkur að berjast um alla titla. Það er stefna félagsins og hefur ekkert breyst,“ bætti landsliðsfyrirliðinn við. „FH var í 2. sæti í deildinni í fyrra þannig að ég er að koma inn í hrikalega sterkt lið, tel mig - og ætla mér að - styrkja það. Þar af leiðandi er þessi spá bara eðlileg,“ sagði Aron svo að lokum. Kvennamegin er Valskonum spáð efsta sætinu með 167 stig en Haukum er spáð öðru sæti með 139 stig. Díana Guðjónsdóttir, annar af þjálfurum Hauka segist vera spennt fyrir komandi tímabili en efsta deild kvenna hefst á laugardaginn. „Stebbi bjóst við því, hann er vanur að vera í 1. eða 2. og hefði verið ósáttur ef það hefði ekki verið þannig í dag. Þetta kemur allt í ljós. Þetta á eftir að vera skemmtilegt, erum með töluvert breytt lið. Held að við séum með aðeins sterkara lið heldur en í fyrra, eða ég er að vona það,“ sagði Díana en hún mun stýra liði Hauka í vetur ásamt Stefáni Arnarsyni. „Við gerðum góða hluti og ég hafði alltaf trú á mínum stelpum þegar við fórum í þetta og þessi úrslitakeppni hófst. Ég vissi hvaða leikmenn ég var með í höndum en ég var líka með mjög ungt lið. Þær eru allar áfram, reynslunni ríkari og það er engin spurning að við nýtum það.“ Haukar komu heldur betur á óvart í úrslitakeppninni á síðasta tímabili og féllu úr leik í undanúrslitin eftir oddaleik gegn ÍBV.
Handbolti Olís-deild kvenna Olís-deild karla FH Haukar Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Sjá meira