Hvaða leikmenn gæti Sádi-Arabía reynt að lokka til sín fyrir gluggalok? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2023 21:30 Þessir þrír gætu endað í Sádi-Arabíu að mati ESPN. EPA PHOTO Félagaskiptaglugginn í Sádi-Arabíu lokar á fimmtudag. Knattspyrnufélög þar í landi geta því enn sótt leikmenn þó glugginn í stærstu deildum Evrópu sé nú lokaður. Að því tilefni tók ESPN saman nokkur af helstu nöfnunum sem eru orðuð við Sádi-Arabíu um þessar mundir og velti fyrir sér hvort eitthvað af þeim nöfnum gætu fært sig um set áður en glugginn þar í landi lokar. Mohamed Salah, 31 árs framherji Egyptinn hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu undanfarna daga en Liverpool neitar að selja þó svo að tilboðið hljóði upp á gull og græna skóga. Þá myndi Salah fá einkar vel borgað í Sádi-Arabíu. David De Gea, 32 ára markvörður Samningur De Gea við Manchester United rann út í sumar og hann er enn samningslaus. Er enn á góðum aldri fyrir markvörð og þrátt fyrir að hafa verið óstöðugur á síðustu leiktíð ætti hann að vera töluvert betri en meðalmarkvörðurinn í Sádi-Arabíu. ESPN segir hann passa fullkomlega í lið eins og Al Nassr eða Al Ittihad. Roberto Pereyra, 32 ára miðjumaður Fjölhæfur miðjumaður sem virðist sama hvar hann spilar. Hefur á undanfarinn áratug spilað fyrir Juventus, Watford og Udinese. Ólst upp hjá River Plate í Argentínu og nú er kominn tími til að færa sig út fyrir Evrópu. Hugo Lloris, 36 ára gamall markvörður Hugo Lloris gæti farið til Sádi-Arabíu að mati ESPN.Getty Images/Aurelien Meunier Samningsbundinn Tottenham Hotspur til sumarsins 2024 en ljóst er að tími hans hjá félaginu er liðinn. Var orðaður við lið á borð við Marseille, Nice og Lazio í sumar en nú er það einfaldlega Sádi-Arabía eða einfaldlega varaliðið hjá Tottenham. Donny van de Beek, 26 ára gamall miðjumaður Hollendingurinn var ekki hluti af Meistaradeildarhóp Man United og er að öllum líkindum á leið frá félaginu. Hefur verið óheppinn með meiðsli og þó svo að Man Utd sé þunnskipað á miðsvæðinu virðist Erik ten Hag ekki treysta Donny til að spila þar. Paul Poga, 30 ára gamall miðjumaður Paul Pogba hefur verið meiddur nærri allan tímann síðan hann sneri aftur til Juventus.Jonathan Moscrop/Getty Images Endurkoma Pogba til Juventus hefur verið hrein og bein hörmung. Er enn á ný að glíma við meiðsli og alls óvíst hversu mikið hann mun spila á næstunni. Juventus er eflaust til í að losna við hann af launaskrá og í Sádi-Arabíu gæti hann jafnvel hækkað í launum. Önnur nöfn á listanum eru João Palhinha, Marco Veratti, Eden Hazard, Jesse Lingard og Malang Sarr. Þá er Demarai Gray, leikmaður Everton, við það að ganga í raðir Al Ettifaq. Gray var ekki á listanum hjá ESPN en það virðist næsta öruggt að leikmaðurinn gangi til liðs við Steven Gerrard og lærisveina hans. Understand Demarai Gray deal with Al Ettifaq is now advancing to final stages! #AlEttifaqAll done on the player side and getting closer also between clubs with Everton.Gray, expected to sign four year deal as new Al Ettifaq player. He already gave green light last week. pic.twitter.com/p4EhGTDXHT— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 5, 2023 Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Að því tilefni tók ESPN saman nokkur af helstu nöfnunum sem eru orðuð við Sádi-Arabíu um þessar mundir og velti fyrir sér hvort eitthvað af þeim nöfnum gætu fært sig um set áður en glugginn þar í landi lokar. Mohamed Salah, 31 árs framherji Egyptinn hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu undanfarna daga en Liverpool neitar að selja þó svo að tilboðið hljóði upp á gull og græna skóga. Þá myndi Salah fá einkar vel borgað í Sádi-Arabíu. David De Gea, 32 ára markvörður Samningur De Gea við Manchester United rann út í sumar og hann er enn samningslaus. Er enn á góðum aldri fyrir markvörð og þrátt fyrir að hafa verið óstöðugur á síðustu leiktíð ætti hann að vera töluvert betri en meðalmarkvörðurinn í Sádi-Arabíu. ESPN segir hann passa fullkomlega í lið eins og Al Nassr eða Al Ittihad. Roberto Pereyra, 32 ára miðjumaður Fjölhæfur miðjumaður sem virðist sama hvar hann spilar. Hefur á undanfarinn áratug spilað fyrir Juventus, Watford og Udinese. Ólst upp hjá River Plate í Argentínu og nú er kominn tími til að færa sig út fyrir Evrópu. Hugo Lloris, 36 ára gamall markvörður Hugo Lloris gæti farið til Sádi-Arabíu að mati ESPN.Getty Images/Aurelien Meunier Samningsbundinn Tottenham Hotspur til sumarsins 2024 en ljóst er að tími hans hjá félaginu er liðinn. Var orðaður við lið á borð við Marseille, Nice og Lazio í sumar en nú er það einfaldlega Sádi-Arabía eða einfaldlega varaliðið hjá Tottenham. Donny van de Beek, 26 ára gamall miðjumaður Hollendingurinn var ekki hluti af Meistaradeildarhóp Man United og er að öllum líkindum á leið frá félaginu. Hefur verið óheppinn með meiðsli og þó svo að Man Utd sé þunnskipað á miðsvæðinu virðist Erik ten Hag ekki treysta Donny til að spila þar. Paul Poga, 30 ára gamall miðjumaður Paul Pogba hefur verið meiddur nærri allan tímann síðan hann sneri aftur til Juventus.Jonathan Moscrop/Getty Images Endurkoma Pogba til Juventus hefur verið hrein og bein hörmung. Er enn á ný að glíma við meiðsli og alls óvíst hversu mikið hann mun spila á næstunni. Juventus er eflaust til í að losna við hann af launaskrá og í Sádi-Arabíu gæti hann jafnvel hækkað í launum. Önnur nöfn á listanum eru João Palhinha, Marco Veratti, Eden Hazard, Jesse Lingard og Malang Sarr. Þá er Demarai Gray, leikmaður Everton, við það að ganga í raðir Al Ettifaq. Gray var ekki á listanum hjá ESPN en það virðist næsta öruggt að leikmaðurinn gangi til liðs við Steven Gerrard og lærisveina hans. Understand Demarai Gray deal with Al Ettifaq is now advancing to final stages! #AlEttifaqAll done on the player side and getting closer also between clubs with Everton.Gray, expected to sign four year deal as new Al Ettifaq player. He already gave green light last week. pic.twitter.com/p4EhGTDXHT— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 5, 2023
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira