Kanada sendi Doncic og félaga heim og Þjóðverjar mörðu Letta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. september 2023 14:27 Luka Doncic og félagar hans í slóvenska landsliðinu eru úr leik. Yong Teck Lim/Getty Images Kanada og Þýskaland urðu í dag síðustu tvær þjóðirnar til að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts karla í körfubolta. Kanadamenn sendu Slóvena heim og Þjóðverjar þurftu að hafa fyrir hlutunum gegn Lettum. Luka Doncic, ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar, var eins og svo oft áður atkvæðamestur í liði Slóvena í dag. Hann skilaði 26 stigum, tók fjöfur fráköst og gaf fimm stoðsendingar, en var sendur snemma í sturtu þegar hann nældi sér í sína aðra tæknivillu þegar enn var nóg eftir af fjórða leikhluta. Dillon Brooks (taunting) and Luka Dončić (2 technical fouls) have both been ejected from Canada vs. Slovenia pic.twitter.com/VfuYyUkIxs— Bleacher Report (@BleacherReport) September 6, 2023 Það var lítið sem skildi liðin að í leik dagsins og þegar flautað var til hálfleiks að tveimur leikhlutum loknum var staðan jöfn, 50-50. Í þriðja leikhluta dró þó í sundur með liðunum og Kanada náði mest 16 stiga forskoti í stöðunni 77-61 og aftur í 80-64. Slóvenar klóruðu í bakkann fyrr lok þriðja leikhluta, en Kanadamenn reyndust sterkari á lokasprettinum og unnu að lokum ellefu stiga sigur, 100-89. Þá vann Þýskaland nauman tveggja stiga sigur gegn Lettum fyrr í morgun og tryggðu sér um leið sæti í undanúrslitum. Lettar fengu tækifæri til að stela sigrinum með þriggja stiga skoti þegar leiktíminn var í þann mund að renna út, en af hringnum fór boltinn og 81-79 sigur Þjóðverja því í höfn. Þjóðverjar mæta Bandaríkjamönnum í undanúrslitum, en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Kanada og Serbía. HM 2023 í körfubolta Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Luka Doncic, ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar, var eins og svo oft áður atkvæðamestur í liði Slóvena í dag. Hann skilaði 26 stigum, tók fjöfur fráköst og gaf fimm stoðsendingar, en var sendur snemma í sturtu þegar hann nældi sér í sína aðra tæknivillu þegar enn var nóg eftir af fjórða leikhluta. Dillon Brooks (taunting) and Luka Dončić (2 technical fouls) have both been ejected from Canada vs. Slovenia pic.twitter.com/VfuYyUkIxs— Bleacher Report (@BleacherReport) September 6, 2023 Það var lítið sem skildi liðin að í leik dagsins og þegar flautað var til hálfleiks að tveimur leikhlutum loknum var staðan jöfn, 50-50. Í þriðja leikhluta dró þó í sundur með liðunum og Kanada náði mest 16 stiga forskoti í stöðunni 77-61 og aftur í 80-64. Slóvenar klóruðu í bakkann fyrr lok þriðja leikhluta, en Kanadamenn reyndust sterkari á lokasprettinum og unnu að lokum ellefu stiga sigur, 100-89. Þá vann Þýskaland nauman tveggja stiga sigur gegn Lettum fyrr í morgun og tryggðu sér um leið sæti í undanúrslitum. Lettar fengu tækifæri til að stela sigrinum með þriggja stiga skoti þegar leiktíminn var í þann mund að renna út, en af hringnum fór boltinn og 81-79 sigur Þjóðverja því í höfn. Þjóðverjar mæta Bandaríkjamönnum í undanúrslitum, en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Kanada og Serbía.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira