„Risastór“ skemmtiferðaskipadagur í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2023 12:05 Þéttsetinn Skarfabakki í morgun. Alls eru fimm skemmtiferðaskip í borginni í dag. Vísir/Arnar Fimm skemmtiferðaskip eru nú við höfn í Reykjavík og dagurinn einn sá allra stærsti á vertíðinni, að sögn hafnarstjóra. Hann telur að um tíu þúsund manns gætu streymt inn í borgina úr skipunum í dag. Skemmtiferðaskipin við Skarfabakka eru orðin nær órjúfanlegur hluti borgarlandslagsins yfir sumarmánuðina, þar sem þau gnæfa tröllvaxin og reykspúandi yfir lágreista byggðina. Og nú er sumarið ekki eitt undir - vertíðin er sífellt að lengjast, að sögn Gunnars Tryggvasonar hafnarstjóra Faxaflóahafna. „Þetta hjálpar okkur að dreifa álaginu, að fá traffík inn á axlirnar svokölluðu, apríl og september, en við höfum líka önnur sjónarmið sem valda því að þetta dragist of lengi inn í haustið. Það eru öryggissjónarmið vegna veðurs og vinda. Það hefur gerst að undanförnu að það hefur teygst á vertíðinni. Við höfum verið að fá þetta meira inn í septembermánuð,“ segir Gunnar. Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna.Vísir/Arnar Og í dag, 7. september, er örtröð. Þrjú skemmtiferðaskip liggja niðri við Skarfabakka, fjórða er úti á akkeri að bíða eftir að pláss losni og hið fimmta við Miðbakka niðri í bæ. Gunnar segir að stærstu skemmtiferðaskipadagana beri oftast upp í júlímánuði. „Við beitum ýmsum ráðum til að jafna þetta sem mest en stundum hafa komið [stærri] dagar. Ég man ekki hvort það hafi komið sex skip í sumar. Það getur þó hafa verið, en ef ekki væri þessi dagur í dag þá væntanlega sá stærsti,“ segir Gunnar. Hann er ekki með það nákvæmlega á takteinunum hversu margir farþegar koma með skipunum í dag en það séu væntanlega ansi margir. „En ef þetta eru fimm skip og meðaltalið er svona tvö þúsund manns per skip, þá geta þetta verið um tíu þúsund manns sem eru að koma inn í borgina með þessum hætti, á svona risastórum dögum.“ Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Hafnarmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Skemmtiferðaskipin við Skarfabakka eru orðin nær órjúfanlegur hluti borgarlandslagsins yfir sumarmánuðina, þar sem þau gnæfa tröllvaxin og reykspúandi yfir lágreista byggðina. Og nú er sumarið ekki eitt undir - vertíðin er sífellt að lengjast, að sögn Gunnars Tryggvasonar hafnarstjóra Faxaflóahafna. „Þetta hjálpar okkur að dreifa álaginu, að fá traffík inn á axlirnar svokölluðu, apríl og september, en við höfum líka önnur sjónarmið sem valda því að þetta dragist of lengi inn í haustið. Það eru öryggissjónarmið vegna veðurs og vinda. Það hefur gerst að undanförnu að það hefur teygst á vertíðinni. Við höfum verið að fá þetta meira inn í septembermánuð,“ segir Gunnar. Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna.Vísir/Arnar Og í dag, 7. september, er örtröð. Þrjú skemmtiferðaskip liggja niðri við Skarfabakka, fjórða er úti á akkeri að bíða eftir að pláss losni og hið fimmta við Miðbakka niðri í bæ. Gunnar segir að stærstu skemmtiferðaskipadagana beri oftast upp í júlímánuði. „Við beitum ýmsum ráðum til að jafna þetta sem mest en stundum hafa komið [stærri] dagar. Ég man ekki hvort það hafi komið sex skip í sumar. Það getur þó hafa verið, en ef ekki væri þessi dagur í dag þá væntanlega sá stærsti,“ segir Gunnar. Hann er ekki með það nákvæmlega á takteinunum hversu margir farþegar koma með skipunum í dag en það séu væntanlega ansi margir. „En ef þetta eru fimm skip og meðaltalið er svona tvö þúsund manns per skip, þá geta þetta verið um tíu þúsund manns sem eru að koma inn í borgina með þessum hætti, á svona risastórum dögum.“
Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Hafnarmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira