Akureyringar á leið heim eftir Evrópuferð í rútunni sem valt Kolbeinn Tumi Daðason, Bjarki Sigurðsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 8. september 2023 10:12 Frá vettvangi slyssins á þjóðvegi eitt sunnan Blönduóss í morgun. Vísir Rúta sem valt skammt sunnan við Blönduós á sjötta tímanum í morgun var að ferja 23 Akureyringa til síns heima frá Keflavíkurflugvelli. Sjö voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar og sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík. Aðrir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri. Enginn lést í slysinu og ekki vitað til þess að nokkur sé í lífshættu. Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA Norðurleiðar, segir í samtali við fréttastofu að um hafi verið að ræða hóp starfsmanna hjá Akureyrarbæ sem hafði verið í starfsmannaferð. Hópurinn lenti á Keflavíkurflugvelli í kringum miðnætti. Stjórnstöð Almannavarna var virkjuð í morgun og allir tiltækir viðbragðsaðilar kallaðir út vegna slyssins. Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Blönduósflugvelli skömmu fyrir sjö og við Landspítala um klukkan átta, með þrjá slasaða. Samanlagt voru sjö fluttir til Reykjavíkur með þyrlu og sjúkraflugi. Aðrir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Þyrla Gæslunnar lenti við Landspítalann klukkan átta í morgun.Vísir Gunnar segir lögreglu verða að svara spurningunni um hvað hafi gerst. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra klukkan tíu í morgun segir að tildrög slyssins séu til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi vestra og rannsóknarnefnd samgönguslysa. Bent er á að móttaka fyrir aðstandendur fer fram í Lundi, húsnæði Rauða krossins á Akureyri. Steinar Gunnarsson hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra segir 23 hafa verið um borð í rútunni. Hann segir tildrög slyssins í rannsókn og of snemma að segja til um á þessari stundu hvað olli slysinu. Hann segir engan hafa látist í slysinu og þá viti hann ekki til þess að nokkur sé í lífshættu. Að neðan má sjá myndefni frá því þegar Landhelgisgæslan lenti með farþega við Landspítalann á níunda tímanum í morgun. „Aðgerðir á vettvangi hafa gengið vel og greiðlega. Þyrlan kom þarna og flutti þrjá suður í Fossvoginn. Svo voru aðrir fluttir með sjúkraflugi frá Blönduósi. Aðgerðir hafa gengið vel og það komu bjargir úr öllum áttum,“ segir Steinar. Hann bendir fólki á móttöku fyrir aðstandendur í Rauða kross-húsinu á Akureyri. Fréttin hefur verið uppfærð. Samgönguslys Lögreglumál Húnabyggð Akureyri Tengdar fréttir Þrír fluttir með þyrlunni til Reykjavíkur og fjórir með sjúkraflugi Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir alvarlegt slys skammt frá Blönduósi. Nokkrir aðrir voru fluttir með sjúkrabifreiðum til Akureyrar en þar voru fjórir settir í sjúkraflug til Reykjavíkur og nokkrir lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. 8. september 2023 09:04 Þrír fluttir á sjúkrahús með þyrlu Gæslunnar eftir alvarlegt slys Þyrla Landhelgisgæslunnar og aðrir viðbragðsaðilar voru kallaðir út rétt eftir klukkan fimm í morgun eftir að tilkynning barst um mjög alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum sunnan við Blönduós. 8. september 2023 06:39 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Innlent Fleiri fréttir Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Sjá meira
Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA Norðurleiðar, segir í samtali við fréttastofu að um hafi verið að ræða hóp starfsmanna hjá Akureyrarbæ sem hafði verið í starfsmannaferð. Hópurinn lenti á Keflavíkurflugvelli í kringum miðnætti. Stjórnstöð Almannavarna var virkjuð í morgun og allir tiltækir viðbragðsaðilar kallaðir út vegna slyssins. Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Blönduósflugvelli skömmu fyrir sjö og við Landspítala um klukkan átta, með þrjá slasaða. Samanlagt voru sjö fluttir til Reykjavíkur með þyrlu og sjúkraflugi. Aðrir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Þyrla Gæslunnar lenti við Landspítalann klukkan átta í morgun.Vísir Gunnar segir lögreglu verða að svara spurningunni um hvað hafi gerst. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra klukkan tíu í morgun segir að tildrög slyssins séu til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi vestra og rannsóknarnefnd samgönguslysa. Bent er á að móttaka fyrir aðstandendur fer fram í Lundi, húsnæði Rauða krossins á Akureyri. Steinar Gunnarsson hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra segir 23 hafa verið um borð í rútunni. Hann segir tildrög slyssins í rannsókn og of snemma að segja til um á þessari stundu hvað olli slysinu. Hann segir engan hafa látist í slysinu og þá viti hann ekki til þess að nokkur sé í lífshættu. Að neðan má sjá myndefni frá því þegar Landhelgisgæslan lenti með farþega við Landspítalann á níunda tímanum í morgun. „Aðgerðir á vettvangi hafa gengið vel og greiðlega. Þyrlan kom þarna og flutti þrjá suður í Fossvoginn. Svo voru aðrir fluttir með sjúkraflugi frá Blönduósi. Aðgerðir hafa gengið vel og það komu bjargir úr öllum áttum,“ segir Steinar. Hann bendir fólki á móttöku fyrir aðstandendur í Rauða kross-húsinu á Akureyri. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgönguslys Lögreglumál Húnabyggð Akureyri Tengdar fréttir Þrír fluttir með þyrlunni til Reykjavíkur og fjórir með sjúkraflugi Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir alvarlegt slys skammt frá Blönduósi. Nokkrir aðrir voru fluttir með sjúkrabifreiðum til Akureyrar en þar voru fjórir settir í sjúkraflug til Reykjavíkur og nokkrir lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. 8. september 2023 09:04 Þrír fluttir á sjúkrahús með þyrlu Gæslunnar eftir alvarlegt slys Þyrla Landhelgisgæslunnar og aðrir viðbragðsaðilar voru kallaðir út rétt eftir klukkan fimm í morgun eftir að tilkynning barst um mjög alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum sunnan við Blönduós. 8. september 2023 06:39 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Innlent Fleiri fréttir Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Sjá meira
Þrír fluttir með þyrlunni til Reykjavíkur og fjórir með sjúkraflugi Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir alvarlegt slys skammt frá Blönduósi. Nokkrir aðrir voru fluttir með sjúkrabifreiðum til Akureyrar en þar voru fjórir settir í sjúkraflug til Reykjavíkur og nokkrir lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. 8. september 2023 09:04
Þrír fluttir á sjúkrahús með þyrlu Gæslunnar eftir alvarlegt slys Þyrla Landhelgisgæslunnar og aðrir viðbragðsaðilar voru kallaðir út rétt eftir klukkan fimm í morgun eftir að tilkynning barst um mjög alvarlegt umferðarslys á þjóðveginum sunnan við Blönduós. 8. september 2023 06:39