Svæfður í ellefu tíma meðan hann var flúraður Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2023 15:00 Dak Prescott ákvað að láta flúra allan fótlegginn í einu og ekki var litlu tjaldað til. Samsett Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowboys í NFL-deildinni, fór engan milliveg þegar hann lét flúra á sér fótlegginn á dögunum. Heljarinnar verk prýðir nú legg hans frá mjöðm niður að ökkla eftir heilmikla aðgerð. Prescott fékk sér flúrið í sumar á meðan undirbúningstímabilið fyrir komandi leiktíð í NFL stóð yfir. Deildin fór af stað með sigri Detroit Lions á ríkjandi meisturum Kansas City Chiefs í gær og fer á fullt á sunnudaginn. Ekki eins manns verk.Instagram/@ortega_ink Eigandinn hafði ekki hugmynd Prescott lét menn hjá liði sínu, Dallas Cowboys, ekki vita af aðgerðinni fyrir fram. Hann var svæfður í ellefu klukkustundir á meðan nokkrir flúrarar unnu að verkinu samtímis og þá var svæfingalæknir á staðnum auk annarra heilbrigðisstarfsmanna til að gæta þess að allt færi vel fram. „Ég vissi svo sannarlega ekki af því að hann hefði verið svæfður í yfir tíu klukkutíma. Bara svo það sé á hreinu þá þekki ég húðflúr ekki neitt. Ég þyrfti kannski að kynna mér þetta. Ég hafði ekki hugmynd um að svæfingar gæti verið þörf við slíkt,“ segir eigandi liðsins, Jerry Jones, sem greiðir himinhá laun leikstjórnandans, sem er launahæsti leikmaður í sögu Dallas Cowboys. #Cowboys QB Dak Prescott was knocked out and put under sedation for 11 hours while he got a leg tattoo, via @ClarenceHillJr"The massive tattoo also features Daffy Duck doing Dak s signature touchdown celebration, the Dallas skyline and a sign from the Pine Creek Estates mobile pic.twitter.com/dMYM6Ar2fg— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) September 8, 2023 „Ég sagði: „Vá, hvað í fjáranum kom fyrir fótinn á þér“,“ segir þjálfari Cowboys, Mike McCarthy, um viðbrögð sín við uppátæki Prescott. „Hann sýndi mér legginn og ég segi Jesús kristur, hvað tók þetta langan tíma? Þetta hlýtur að hafa tekið alla vikuna. Hann svarar „nei, nei, þetta var gert allt í einu“. Þá sýndi hann mér myndband af þessu, guð minn góður.“ bætti þjálfarinn við. „Ég er klikkaður“ Prescott var þá inntur eftir svörum um þessi viðbrögð yfirmanna sinna. „Ég var ekki að fara að segja þeim frá þessu fyrir fram, en gerði það eftir á. Þegar ég sýndi Mike þetta daginn eftir og hann sá hversu bólginn fótleggurinn á mér var spurði hann hvað í fjáranum hefði gerst,“ segir Prescott. „Fólk mun halda að þetta sé klikkað og þetta er vissulega alveg klikkað,“ segir Prescott jafnframt. „Ég skil það. En ég er líka klikkaður. Það er málið, ég veit að ég er það. Ég er ekki hræddur við neitt.“ bætir hann við. Flúrið nær yfir nánast allan fótlegg Prescott frá toppi til táar og þar kemur fyrir Daffy Duck úr Looney Tunes þáttunum að sýna fagn Prescotts með einn fingur uppi, þekktar byggingar úr Dallas-borg, æskuheimili Daks, svört slanga (e. Black Mamba) til að heiðra Kobe Bryant, Jumpman-merki Michaels Jordan og mynd af Muhammad Ali. Veislan af stað um helgina Prescott og félagar hans í Dallas Cowboys hefja leik í NFL-deildinni seint á sunnudagskvöld, tuttugu mínútum eftir miðnætti, er þeir mæta New York Giants. Þar á undan fer fjöldi leikja fram sem öllum verða gerð góð skil í Red Zone undir styrkri stjórn Scott Hanson, þar sem flakkað er á milli valla og öll helstu atriði sýnd. Red Zone verður sýnt í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi á sunnudaginn kemur. Sú beina útsending stendur yfir frá 17:00 til miðnættis og er með öllu laus við auglýsingar. Svört slanga til heiðurs Kobe Bryant heitnum.Instagram/@ortega_ink Daffy Duck, háhýsi í Dallas og fleira prýðir fótlegg Prescott.Instagram/@ortega_ink NFL Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira
Prescott fékk sér flúrið í sumar á meðan undirbúningstímabilið fyrir komandi leiktíð í NFL stóð yfir. Deildin fór af stað með sigri Detroit Lions á ríkjandi meisturum Kansas City Chiefs í gær og fer á fullt á sunnudaginn. Ekki eins manns verk.Instagram/@ortega_ink Eigandinn hafði ekki hugmynd Prescott lét menn hjá liði sínu, Dallas Cowboys, ekki vita af aðgerðinni fyrir fram. Hann var svæfður í ellefu klukkustundir á meðan nokkrir flúrarar unnu að verkinu samtímis og þá var svæfingalæknir á staðnum auk annarra heilbrigðisstarfsmanna til að gæta þess að allt færi vel fram. „Ég vissi svo sannarlega ekki af því að hann hefði verið svæfður í yfir tíu klukkutíma. Bara svo það sé á hreinu þá þekki ég húðflúr ekki neitt. Ég þyrfti kannski að kynna mér þetta. Ég hafði ekki hugmynd um að svæfingar gæti verið þörf við slíkt,“ segir eigandi liðsins, Jerry Jones, sem greiðir himinhá laun leikstjórnandans, sem er launahæsti leikmaður í sögu Dallas Cowboys. #Cowboys QB Dak Prescott was knocked out and put under sedation for 11 hours while he got a leg tattoo, via @ClarenceHillJr"The massive tattoo also features Daffy Duck doing Dak s signature touchdown celebration, the Dallas skyline and a sign from the Pine Creek Estates mobile pic.twitter.com/dMYM6Ar2fg— Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) September 8, 2023 „Ég sagði: „Vá, hvað í fjáranum kom fyrir fótinn á þér“,“ segir þjálfari Cowboys, Mike McCarthy, um viðbrögð sín við uppátæki Prescott. „Hann sýndi mér legginn og ég segi Jesús kristur, hvað tók þetta langan tíma? Þetta hlýtur að hafa tekið alla vikuna. Hann svarar „nei, nei, þetta var gert allt í einu“. Þá sýndi hann mér myndband af þessu, guð minn góður.“ bætti þjálfarinn við. „Ég er klikkaður“ Prescott var þá inntur eftir svörum um þessi viðbrögð yfirmanna sinna. „Ég var ekki að fara að segja þeim frá þessu fyrir fram, en gerði það eftir á. Þegar ég sýndi Mike þetta daginn eftir og hann sá hversu bólginn fótleggurinn á mér var spurði hann hvað í fjáranum hefði gerst,“ segir Prescott. „Fólk mun halda að þetta sé klikkað og þetta er vissulega alveg klikkað,“ segir Prescott jafnframt. „Ég skil það. En ég er líka klikkaður. Það er málið, ég veit að ég er það. Ég er ekki hræddur við neitt.“ bætir hann við. Flúrið nær yfir nánast allan fótlegg Prescott frá toppi til táar og þar kemur fyrir Daffy Duck úr Looney Tunes þáttunum að sýna fagn Prescotts með einn fingur uppi, þekktar byggingar úr Dallas-borg, æskuheimili Daks, svört slanga (e. Black Mamba) til að heiðra Kobe Bryant, Jumpman-merki Michaels Jordan og mynd af Muhammad Ali. Veislan af stað um helgina Prescott og félagar hans í Dallas Cowboys hefja leik í NFL-deildinni seint á sunnudagskvöld, tuttugu mínútum eftir miðnætti, er þeir mæta New York Giants. Þar á undan fer fjöldi leikja fram sem öllum verða gerð góð skil í Red Zone undir styrkri stjórn Scott Hanson, þar sem flakkað er á milli valla og öll helstu atriði sýnd. Red Zone verður sýnt í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi á sunnudaginn kemur. Sú beina útsending stendur yfir frá 17:00 til miðnættis og er með öllu laus við auglýsingar. Svört slanga til heiðurs Kobe Bryant heitnum.Instagram/@ortega_ink Daffy Duck, háhýsi í Dallas og fleira prýðir fótlegg Prescott.Instagram/@ortega_ink
NFL Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti