Tug milljóna króna bótakrafa en ákærði neitar sök Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2023 15:47 Frá vettvangi í Drangahrauni í júní. Vísir 39 ára pólskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp í íbúð við Drangahrauni í Hafnarfirði í júní. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Ákærði neitar sök. Í ákærunni segir að Maciej Jakub Talik hafi aðfaranótt 17. júní svipt karlmann, sem var meðleigjandi hans í Drangahrauni, lífi með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk. Sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað. Karlmaðurinn lést vegna áverkans á hjartað. Hann hét Jaroslaw Kaminski. Eiginkona hins látna og stjúpbarn hans gera miskabótakröfu upp á samanlagt sautján milljónir króna. Þá er gerð krafa upp á 36 milljónir króna vegna missis framfæranda. Auk þess hljóðar krafa upp á endurgreiðslu vegna útfararkostnaðar upp á 2,5 milljónir króna. Textaskilaboð meðal sönnunargagna Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Maciej í ágúst að hann bæri því við að hafa stungið Jaroslaw í sjálfsvörn. „þessi vitleysingur fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ stóð í textaskilaboðum sem hinn grunaði sendi rétt eftir miðnætti, aðfaranótt dagsins örlagaríka. Hann hafnaði því í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa meint nokkuð með skilaboðunum. Teknar voru vitnaskýrslur af þremur manneskjum sem hann talaði við undir morgun þennan dag og lýstu þau öll því að hann hefði greint þeim frá því að hafa stungið Kaminski. Manndráp í Drangahrauni Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Í ákærunni segir að Maciej Jakub Talik hafi aðfaranótt 17. júní svipt karlmann, sem var meðleigjandi hans í Drangahrauni, lífi með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk. Sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað. Karlmaðurinn lést vegna áverkans á hjartað. Hann hét Jaroslaw Kaminski. Eiginkona hins látna og stjúpbarn hans gera miskabótakröfu upp á samanlagt sautján milljónir króna. Þá er gerð krafa upp á 36 milljónir króna vegna missis framfæranda. Auk þess hljóðar krafa upp á endurgreiðslu vegna útfararkostnaðar upp á 2,5 milljónir króna. Textaskilaboð meðal sönnunargagna Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Maciej í ágúst að hann bæri því við að hafa stungið Jaroslaw í sjálfsvörn. „þessi vitleysingur fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ stóð í textaskilaboðum sem hinn grunaði sendi rétt eftir miðnætti, aðfaranótt dagsins örlagaríka. Hann hafnaði því í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa meint nokkuð með skilaboðunum. Teknar voru vitnaskýrslur af þremur manneskjum sem hann talaði við undir morgun þennan dag og lýstu þau öll því að hann hefði greint þeim frá því að hafa stungið Kaminski.
Manndráp í Drangahrauni Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira