Þetta kemur fram í svari matvælaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Þingmaðurinn hafði áhuga á því að vita hvaða alifuglabú væru starfsrækt á landinu, stærð búanna, hvar þau væru staðsett og óskaði ásamt því eftir upplýsingum um eigendur.
Í svari ráðherra segir að starfrækt séu þrjú alifuglasláturhús hér á landi fyrir kjúklinga og kalkúna: Ísfugl, Matfugl og Reykjagarður. Starfsemin skiptist svo á margar starfsstöðvar og sem dæmi er kjúklingaeldi Matfugls á tíu starfsstöðvum, víða um land.
Matvælaráðherra tók þar að auki saman tölur um innlenda eggjaframleiðslu en í svari ráðherra segir að árið 2022 hafi 3.950 tonn verið framleidd hér á landi. Stjörnuegg ehf. og Nesbúegg ehf. voru langumsvifamestu fyrirtækin í eggjaframleiðslu en sex önnur smærri bú hafa einnig starfsleyfi til eggjaframleiðslu hér á landi.
Svar ráðherra má lesa í heild sinni hér.