Bridgesamband Íslands greinir frá andlátinu í tilynningu þar sem Jón er sagður „án nokkurs vafa besti bridgerpilari Íslands fyrr og síðar.“
Jón spilaði sexhundruð landsleiki í bridge fyrir hönd Íslands. Að auki hefur hann unnið ýmsa titla í íþróttinni, þar á meðal Generali master, óopinbera heimsmeistarakeppni í einmenningi, Transnational sveitakeppni og heimsmeistarakeppni í blönduðum flokki. Þá varð hann tvisvar Norður-Ameríkumeistari.
Jón varð heimsmeistari í bridge þegar íslenska sveitin vann titilinn Bermuda Bowl árið 1991 í Yokohama.
Hann varð Íslandsmeistari í sveitakeppni í bridge sextán sinnum og Íslandsmeistari í tvímenningskeppni sex sinnum.
Þá varð hann Norðurlandameistari fimm sinnum, síðast árið 2019.