„Þurfum að finna stöðugt lið, byggja út frá því og sjá hvert það tekur okkur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2023 09:01 Jóhann Berg Guðmundsson í leik gegn Portúgal fyrr á árinu. Vísir/Hulda Margrét „Hann hefur verið betri og allir gríðarlega svekktir að hafa tapað þessum leik. Frammistaðan ekki nægilega góð, eins og við vitum,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson um tap Íslands gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. Ísland beið afhroð gegn Lúxemborg ytra á dögunum. Eftir naum töp gegn Portúgal og Slóvakíu fyrr í sumar, þar sem frammistaðan var heilt yfir góð, þá var liðið hvorki fugl né fiskur gegn Lúxemborg. „Við gefum þeim þrjú mörk sem er auðvitað ekki hægt en það er bara næsti leikur. Gamla klisjan, gleyma þessum Lúxemborg leik og reyna gera betur á morgun.“ „Ég hreinlega veit það ekki. Sumarglugginn var mjög flottur frammistöðulega séð, ætluðum að byggja á því og ná í sex punkta í þessu verkefni en það gekk ekki eftir. Þetta er ekki sama lið og spilaði báða þá leiki, í gegnum þessa undankeppni hefur ekki náðst að mynda hrygg sem nær í gegnum liðið. Menn hafa verið að meiðast og við höfum ekki náð nógu góð skriði (e. momentum). Held það hafi sést á móti Lúxemborg,“ sagði landsliðsfyrirliðinn aðspurður út í hvað útskýrði slaka frammistöðu í síðasta leik. Ísland fær kjörið tækifæri til að sýna hvað í sér býr þegar það tekur á móti Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli í kvöld. Jóhann Berg var spurður hvað þarf að laga fyrir leik kvöldsins sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Held við þurfum að vera aðeins þéttari en í þessum leik voru ákveðin einstaklingsmistök sem við verðum að koma í veg fyrir. Fyrsta markið hjá þeim eftir fimm mínútur er eitthvað sem við eigum að díla við. Á þessu getustigi gerum við kröfur á það að díla við svona, þá er þetta allt annar leikur.“ „Að lenda 1-0 undir á útivelli eftir fimm mínútur er allt annar leikur, þá þurfum við að fara sækja eftir að gefa þeim sjálfstraust. Það var allt með þeim í þessum leik, svona er fótboltinn.“ Þá var landsliðsfyrirliðinn spurður út í ummæli Kára Árnasonar og Lárusar Orra Sigurðssonar en Kári talaði um að það skorti leiðtoga í lið Íslands. Um Bosníu „Þeir spila annað leikkerfi [en Lúxemborg] og eru með flotta fótboltamenn. Við þurfum að gera svipað og í sumar, vera þéttir eins og við vorum gegn Portúgal. Þurfum að sýna að við erum erfiðir, sérstaklega á Laugardalsvelli.“ „Þeir spila með þriggja miðvarðakerfi sem við þurfum að reyna draga svolítið úr stöðum og reyna að sækja á bakvið þá. Þetta er verkefni sem okkur hlakkar til að takast á við.“ Klippa: Jóhann Berg fyrir leik Íslands og Bosníu og Hersegóvínu Annað sætið í riðlinum úr sögunni en umspil möguleiki þökk sé Þjóðadeildinni. „Ég held við séum ekki að hugsa um 2. sætið núna, erum bara að hugsa um næsta leik og að reyna vinna hann. Sjáum svo til hvað gerist.“ „Þurfum að hafa alla okkar menn til taks í október og nóvember verkefninu. Þurfum að byggja upp lið hérna, það er alveg klárt. Er búið að vera of mikið að skipta og breyta því menn eru ekki tilbúnir, meiddir eða hvað sem það er. Þurfum að finna stöðugt lið, byggja út frá því og sjá hvert það tekur okkur,“ sagði Jóhann Berg að endingu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45. Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira
Ísland beið afhroð gegn Lúxemborg ytra á dögunum. Eftir naum töp gegn Portúgal og Slóvakíu fyrr í sumar, þar sem frammistaðan var heilt yfir góð, þá var liðið hvorki fugl né fiskur gegn Lúxemborg. „Við gefum þeim þrjú mörk sem er auðvitað ekki hægt en það er bara næsti leikur. Gamla klisjan, gleyma þessum Lúxemborg leik og reyna gera betur á morgun.“ „Ég hreinlega veit það ekki. Sumarglugginn var mjög flottur frammistöðulega séð, ætluðum að byggja á því og ná í sex punkta í þessu verkefni en það gekk ekki eftir. Þetta er ekki sama lið og spilaði báða þá leiki, í gegnum þessa undankeppni hefur ekki náðst að mynda hrygg sem nær í gegnum liðið. Menn hafa verið að meiðast og við höfum ekki náð nógu góð skriði (e. momentum). Held það hafi sést á móti Lúxemborg,“ sagði landsliðsfyrirliðinn aðspurður út í hvað útskýrði slaka frammistöðu í síðasta leik. Ísland fær kjörið tækifæri til að sýna hvað í sér býr þegar það tekur á móti Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli í kvöld. Jóhann Berg var spurður hvað þarf að laga fyrir leik kvöldsins sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Held við þurfum að vera aðeins þéttari en í þessum leik voru ákveðin einstaklingsmistök sem við verðum að koma í veg fyrir. Fyrsta markið hjá þeim eftir fimm mínútur er eitthvað sem við eigum að díla við. Á þessu getustigi gerum við kröfur á það að díla við svona, þá er þetta allt annar leikur.“ „Að lenda 1-0 undir á útivelli eftir fimm mínútur er allt annar leikur, þá þurfum við að fara sækja eftir að gefa þeim sjálfstraust. Það var allt með þeim í þessum leik, svona er fótboltinn.“ Þá var landsliðsfyrirliðinn spurður út í ummæli Kára Árnasonar og Lárusar Orra Sigurðssonar en Kári talaði um að það skorti leiðtoga í lið Íslands. Um Bosníu „Þeir spila annað leikkerfi [en Lúxemborg] og eru með flotta fótboltamenn. Við þurfum að gera svipað og í sumar, vera þéttir eins og við vorum gegn Portúgal. Þurfum að sýna að við erum erfiðir, sérstaklega á Laugardalsvelli.“ „Þeir spila með þriggja miðvarðakerfi sem við þurfum að reyna draga svolítið úr stöðum og reyna að sækja á bakvið þá. Þetta er verkefni sem okkur hlakkar til að takast á við.“ Klippa: Jóhann Berg fyrir leik Íslands og Bosníu og Hersegóvínu Annað sætið í riðlinum úr sögunni en umspil möguleiki þökk sé Þjóðadeildinni. „Ég held við séum ekki að hugsa um 2. sætið núna, erum bara að hugsa um næsta leik og að reyna vinna hann. Sjáum svo til hvað gerist.“ „Þurfum að hafa alla okkar menn til taks í október og nóvember verkefninu. Þurfum að byggja upp lið hérna, það er alveg klárt. Er búið að vera of mikið að skipta og breyta því menn eru ekki tilbúnir, meiddir eða hvað sem það er. Þurfum að finna stöðugt lið, byggja út frá því og sjá hvert það tekur okkur,“ sagði Jóhann Berg að endingu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira