Ingibjörg og eigendur Eskju kaupa fleiri fasteignir í Vestmannaeyjum

Kaldalón seldi eignarhaldsfélaginu JAE, sem meðal annars er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur fjárfestis og eigenda útgerðarfyrirtækisins Eskju, nokkrar fasteignir í Vestmannaeyjum sem nýttar hafa verið í ferðaþjónustu: íbúðahótel, fjögur einbýlishús við golfvöll og tvær lúxusíbúðir við bryggjuna, samkvæmt heimildum Innherja.