Mikill eldsmatur á fatalagernum þar sem eldurinn kom upp Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 11. september 2023 20:11 Af vettvangi í Kópavogi í kvöld. Vísir/Margrét Björk Slökkvilið telur að eldurinn sem kom upp í Urðarhvarfi í Kópavogi hafi átt upptök sín í lager- og verslunarhúsnæði Zo-On. Búið er að slökkva eldinn að mestu en hann hefur blossað nokkrum sinnum upp að nýju, þar sem mikill eldsmatur er inni á lagernum. „Við teljum okkur vera búna að slökkva eldinn, en það er alltaf að gossa upp aftur, því þetta er fatalager með flíspeysum og þvílíku. Þannig að við erum að vinna okkur aðeins inn og hreinsa glóð,“ segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þá hafi reykur borist yfir í húsnæði veitingastaðarins Pure Deli, sem er í sama húsi. Ekkert liggi fyrir um eldsupptök að svo stöddu og ekki óttast um að fólk sé í húsinu. Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri. Myndin er úr safni.Vísir/Steingrímur Dúi „Það eiga allir að vera komnir út og íbúðirnar sem eru hérna við hliðina á voru rýmdar,“ segir Birgir. Hann segir ekkert liggja fyrir um hversu lengi slökkvilið kemur til með að starfa á vettvangi. „Við erum ekkert að haska okkur alveg núna, við erum búnir að slökkva en þurfum að dunda okkur áfram og tína hér út dót. Það er einhver vinna eftir en ég veit ekki hversu lengi.“ Allt slökkviliðsfólk á vakt á höfuðborgarsvæðinu hafi verið kallað út, auk einnar frívaktar. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins í kvöld. Vísir/Margrét Björk Fólk hafi átt fótum sínum fjör að launa Í samtali við fréttamann á vettvangi segir Ingibjörg Þorvaldsdóttir, eigandi Pure Deli, að litlu hafi munað að stórslys hefði orðið. Viðskiptavinir hafi setið inni á staðnum þegar veggurinn hafi tekið að titra og fólk hreinlega átt fótum sínum fjör að launa. Það sé fyrir öllu að enginn hafi slasast, en sorglegt og mikið áfall að sjá staðinn fara, eftir að hafa byggt hann upp á síðustu sex árum. Ljóst sé að tjónið sé mikið. Hér að neðan má sjá myndband frá vettvangi, þegar slökkvistarfi var að mestu lokið. Á því má sjá að tjónið inni á lagernum er talsvert. Kópavogur Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldsmatur á fatalagernum þar sem eldurinn kom upp Slökkvilið telur að eldurinn sem kom upp í Urðarhvarfi í Kópavogi hafi átt upptök sín í lager- og verslunarhúsnæði Zo-On. Búið er að slökkva eldinn að mestu en hann hefur blossað nokkrum sinnum upp að nýju, þar sem mikill eldsmatur er inni á lagernum. 11. september 2023 20:11 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Við teljum okkur vera búna að slökkva eldinn, en það er alltaf að gossa upp aftur, því þetta er fatalager með flíspeysum og þvílíku. Þannig að við erum að vinna okkur aðeins inn og hreinsa glóð,“ segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þá hafi reykur borist yfir í húsnæði veitingastaðarins Pure Deli, sem er í sama húsi. Ekkert liggi fyrir um eldsupptök að svo stöddu og ekki óttast um að fólk sé í húsinu. Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri. Myndin er úr safni.Vísir/Steingrímur Dúi „Það eiga allir að vera komnir út og íbúðirnar sem eru hérna við hliðina á voru rýmdar,“ segir Birgir. Hann segir ekkert liggja fyrir um hversu lengi slökkvilið kemur til með að starfa á vettvangi. „Við erum ekkert að haska okkur alveg núna, við erum búnir að slökkva en þurfum að dunda okkur áfram og tína hér út dót. Það er einhver vinna eftir en ég veit ekki hversu lengi.“ Allt slökkviliðsfólk á vakt á höfuðborgarsvæðinu hafi verið kallað út, auk einnar frívaktar. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins í kvöld. Vísir/Margrét Björk Fólk hafi átt fótum sínum fjör að launa Í samtali við fréttamann á vettvangi segir Ingibjörg Þorvaldsdóttir, eigandi Pure Deli, að litlu hafi munað að stórslys hefði orðið. Viðskiptavinir hafi setið inni á staðnum þegar veggurinn hafi tekið að titra og fólk hreinlega átt fótum sínum fjör að launa. Það sé fyrir öllu að enginn hafi slasast, en sorglegt og mikið áfall að sjá staðinn fara, eftir að hafa byggt hann upp á síðustu sex árum. Ljóst sé að tjónið sé mikið. Hér að neðan má sjá myndband frá vettvangi, þegar slökkvistarfi var að mestu lokið. Á því má sjá að tjónið inni á lagernum er talsvert.
Kópavogur Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldsmatur á fatalagernum þar sem eldurinn kom upp Slökkvilið telur að eldurinn sem kom upp í Urðarhvarfi í Kópavogi hafi átt upptök sín í lager- og verslunarhúsnæði Zo-On. Búið er að slökkva eldinn að mestu en hann hefur blossað nokkrum sinnum upp að nýju, þar sem mikill eldsmatur er inni á lagernum. 11. september 2023 20:11 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Mikill eldsmatur á fatalagernum þar sem eldurinn kom upp Slökkvilið telur að eldurinn sem kom upp í Urðarhvarfi í Kópavogi hafi átt upptök sín í lager- og verslunarhúsnæði Zo-On. Búið er að slökkva eldinn að mestu en hann hefur blossað nokkrum sinnum upp að nýju, þar sem mikill eldsmatur er inni á lagernum. 11. september 2023 20:11