Sigurinn gæti ekki verið sætari: „Þetta er búið að vera erfitt“ Aron Guðmundsson skrifar 11. september 2023 20:54 Hákon Arnar í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var að vonum ánægður í viðtali eftir sigur liðsins gegn Bosníu & Herzegovinu í undankeppni EM í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. Alfreð Finnbogason tryggði Íslandi 1-0 sigur með marki í uppbótatíma venjulegs leiktíma. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs. „Þetta verður ekki sætara,“ sagði Hákon Arnar í viðtali eftir leik. „Að vinna 1-0 á heimavelli og skora á síðustu mínútunum.“ Tilfinningin sé af allt öðrum toga heldur en liðið upplifði í kjölfar tapleiks gegn Lúxemborg fyrir helgi en hvað var íslenska liðið að gera betur í þessum leik? „Mér finnst við bara þora að færa boltann, færa boltann hraðar, treystum hvor öðrum að spila og það opnuðust fyrir okkur helling af færum. Við hefðum átt að skora að minnsta kosti tvö mörk í þessum leik, Jón Dagur fær dauðafæri sem hann á alltaf að skora úr en þetta var bara frábært.“ Klippa: Hákon kátur með sigurinn Aðspurður hvort hann hafi verið pirraður út í Jón Dag, þegar eitt af dauðafærum Íslands fór forgörðum, get Hákon Arnar ekki neitað því. „Já á þeirri stundu en nú er mér sama. Ef ég ætti að velja einn mann til þess að fá þetta færi þá væri það hann. Hann kom einmitt til mín núna eftir leik og var ekkert eðlilega sáttur með að þetta skyldi hafa dottið fyrir okkur.“ Er þetta ekki léttir? „Jú það má alveg segja það, þetta er búið að vera erfitt en það er svo gaman að vinna og sérstaklega hérna. Þetta er geðveikt.“ Hákon Arnar var ánægður með stuðninginn sem liðið fékk á Laugardalsvelli í kvöld en sigur liðsins lyftir Íslandi upp fyrir Bosníu í 4. sæti J-riðils þar sem að liðið situr með sex stig. „Það var mjög vel mætt í dag og gott að við náðum í þennan sigur til að sýna fólkinu að sénsinn er enn til staðar.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Laugardalsvöllur Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira
Alfreð Finnbogason tryggði Íslandi 1-0 sigur með marki í uppbótatíma venjulegs leiktíma. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs. „Þetta verður ekki sætara,“ sagði Hákon Arnar í viðtali eftir leik. „Að vinna 1-0 á heimavelli og skora á síðustu mínútunum.“ Tilfinningin sé af allt öðrum toga heldur en liðið upplifði í kjölfar tapleiks gegn Lúxemborg fyrir helgi en hvað var íslenska liðið að gera betur í þessum leik? „Mér finnst við bara þora að færa boltann, færa boltann hraðar, treystum hvor öðrum að spila og það opnuðust fyrir okkur helling af færum. Við hefðum átt að skora að minnsta kosti tvö mörk í þessum leik, Jón Dagur fær dauðafæri sem hann á alltaf að skora úr en þetta var bara frábært.“ Klippa: Hákon kátur með sigurinn Aðspurður hvort hann hafi verið pirraður út í Jón Dag, þegar eitt af dauðafærum Íslands fór forgörðum, get Hákon Arnar ekki neitað því. „Já á þeirri stundu en nú er mér sama. Ef ég ætti að velja einn mann til þess að fá þetta færi þá væri það hann. Hann kom einmitt til mín núna eftir leik og var ekkert eðlilega sáttur með að þetta skyldi hafa dottið fyrir okkur.“ Er þetta ekki léttir? „Jú það má alveg segja það, þetta er búið að vera erfitt en það er svo gaman að vinna og sérstaklega hérna. Þetta er geðveikt.“ Hákon Arnar var ánægður með stuðninginn sem liðið fékk á Laugardalsvelli í kvöld en sigur liðsins lyftir Íslandi upp fyrir Bosníu í 4. sæti J-riðils þar sem að liðið situr með sex stig. „Það var mjög vel mætt í dag og gott að við náðum í þennan sigur til að sýna fólkinu að sénsinn er enn til staðar.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Laugardalsvöllur Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira