ADHD-lyf „í eðlilegum skammtastærðum“ leiði ekki til niðurfellingar bótaréttar Árni Sæberg skrifar 13. september 2023 13:47 Töluvert er um ökumenn í umferðinni sem nota ADHD-lyf. Vísir/Vilhelm Almennt myndi notkun ADHD-lyfja í eðlilegum skammtastærðum samkvæmt læknisráði ekki leiða til skerðingar eða niðurfellingar á bótarétti. Þetta segir í svari Sjóvár við fyrirspurn Vísis um áhrif notkunar ADHD-lyfja, á borð við Elvanse, á ábyrgðartryggingu ökumanna. Mikið hefur verið fjallað um stöðu ökumanna með ADHD eftir að hjón í Hveragerði greindu frá því að þau hefðu verið handtekinn vegna fíkniefnaaksturs, þar sem amfetamín mældist í blóði þeirra eftir neyslu Elvanse. Þá var greint frá því á mánudag að maður hafi verið sviptur ökuréttindum sínum af sömu sökum. Ökumenn þurfi að meta ástand sitt sjálfir Í svari Sjóvár segir að ökumanni sé óheimilt að stjórna eða reyna að stjórna ökutæki sé hann þannig á sig kominn að hann sé ekki fær um að stjórna ökutækinu örugglega, sama af hvaða ástæðu það er, til dæmis vegna veikinda, hrörnunar, elli, ofreynslu, svefnleysis, áfengis, fíkniefna eða lyfjanotkunar. Ökumaður beri sjálfur ábyrgð á mati á eigin ökuhæfni þegar hann sest undir stýri hverju sinni. Ef niðurstaða blóðsýna eða mat læknis eftir á staðfestir hins vegar að ökumaður hafi að einhverjum ástæðum ekki verið hæfur til þess að stjórna ökutækinu örugglega og það ástand hafi leitt til umferðaróhapps, geti það leitt til niðurfellingar eða skerðingar á bótarétti og hugsanlega til endurkröfu vegna tjóns sem viðkomandi olli öðrum. Ekki reynt á í framkvæmd Svar TM við sömu fyrirspurn er á svipaða leið og svar Sjóvár. Þar segir að varðandi þetta tiltekna lyf, Elvanse, þá virðist ekki lagt blátt bann við akstri ökutækja eftir töku þess heldur beri hverjum og einum að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árverkni. Eins og almennt í vátrygginga- og skaðabótarétti þurfi að vera orsakasamband á milli töku lyfs og tjóns til að komið geti til skerðingar bóta til þess einstaklings sem tekur lyfið. Til dæmis gæti einstaklingur sem ákveður að setjast undir stýri þrátt fyrir að vera með óskýra sjón, sem sé þekkt hliðarverkun Elvanese, þurft að sæta skerðingu bóta ef viðkomandi lendir í tjóni og tengsl eru milli tjónsins og þess ástands. Á sama hátt geti einstaklingur án slíks samhengis átt rétt á fullum bótum þótt viðkomandi taki lyfið. Ólíkar reglur geti gilt um refsiábyrgð og skaðabótaábyrgð hvað þetta varðar. Þá segir að ekki finnist dæmi um að á þetta hafi reynt í framkvæmd hjá félaginu. Önnur tryggingarfélög svöruðu ekki fyrirspurn Vísis. Tryggingar Umferðaröryggi Lyf ADHD Tengdar fréttir „Þetta er stórt og ljótt mál og þeir eiga að taka á þessu“ ADHD samtökin hafa skorað á stjórnvöld að setja á reglugerð tafarlaust til að koma í veg fyrir að fólk sem notar lyf vegna ADHD verði beitt viðurlögum eða sektum af hálfu lögreglu í umferðinni. Formaður samtakanna segir núgildandi lög gölluð. 11. september 2023 12:46 Engin herferð í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu Engin herferð er í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna sem bendir á að ef aksturslag vekur grunsemdir hjá lögreglumanni geti hann ekki tekið fólk á orðinu þegar það framvísi lyfseðli því lyfseðillinn einn og sér útiloki ekki notkun annarra lyfja. Það sé sígilt vandamál innan lögreglunnar þegar fólk stígur fram og segir frá samskiptum sínum við lögreglu að lögreglan geti ekki varið sig því hún sé bundin trúnaði. 8. september 2023 11:52 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta segir í svari Sjóvár við fyrirspurn Vísis um áhrif notkunar ADHD-lyfja, á borð við Elvanse, á ábyrgðartryggingu ökumanna. Mikið hefur verið fjallað um stöðu ökumanna með ADHD eftir að hjón í Hveragerði greindu frá því að þau hefðu verið handtekinn vegna fíkniefnaaksturs, þar sem amfetamín mældist í blóði þeirra eftir neyslu Elvanse. Þá var greint frá því á mánudag að maður hafi verið sviptur ökuréttindum sínum af sömu sökum. Ökumenn þurfi að meta ástand sitt sjálfir Í svari Sjóvár segir að ökumanni sé óheimilt að stjórna eða reyna að stjórna ökutæki sé hann þannig á sig kominn að hann sé ekki fær um að stjórna ökutækinu örugglega, sama af hvaða ástæðu það er, til dæmis vegna veikinda, hrörnunar, elli, ofreynslu, svefnleysis, áfengis, fíkniefna eða lyfjanotkunar. Ökumaður beri sjálfur ábyrgð á mati á eigin ökuhæfni þegar hann sest undir stýri hverju sinni. Ef niðurstaða blóðsýna eða mat læknis eftir á staðfestir hins vegar að ökumaður hafi að einhverjum ástæðum ekki verið hæfur til þess að stjórna ökutækinu örugglega og það ástand hafi leitt til umferðaróhapps, geti það leitt til niðurfellingar eða skerðingar á bótarétti og hugsanlega til endurkröfu vegna tjóns sem viðkomandi olli öðrum. Ekki reynt á í framkvæmd Svar TM við sömu fyrirspurn er á svipaða leið og svar Sjóvár. Þar segir að varðandi þetta tiltekna lyf, Elvanse, þá virðist ekki lagt blátt bann við akstri ökutækja eftir töku þess heldur beri hverjum og einum að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árverkni. Eins og almennt í vátrygginga- og skaðabótarétti þurfi að vera orsakasamband á milli töku lyfs og tjóns til að komið geti til skerðingar bóta til þess einstaklings sem tekur lyfið. Til dæmis gæti einstaklingur sem ákveður að setjast undir stýri þrátt fyrir að vera með óskýra sjón, sem sé þekkt hliðarverkun Elvanese, þurft að sæta skerðingu bóta ef viðkomandi lendir í tjóni og tengsl eru milli tjónsins og þess ástands. Á sama hátt geti einstaklingur án slíks samhengis átt rétt á fullum bótum þótt viðkomandi taki lyfið. Ólíkar reglur geti gilt um refsiábyrgð og skaðabótaábyrgð hvað þetta varðar. Þá segir að ekki finnist dæmi um að á þetta hafi reynt í framkvæmd hjá félaginu. Önnur tryggingarfélög svöruðu ekki fyrirspurn Vísis.
Tryggingar Umferðaröryggi Lyf ADHD Tengdar fréttir „Þetta er stórt og ljótt mál og þeir eiga að taka á þessu“ ADHD samtökin hafa skorað á stjórnvöld að setja á reglugerð tafarlaust til að koma í veg fyrir að fólk sem notar lyf vegna ADHD verði beitt viðurlögum eða sektum af hálfu lögreglu í umferðinni. Formaður samtakanna segir núgildandi lög gölluð. 11. september 2023 12:46 Engin herferð í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu Engin herferð er í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna sem bendir á að ef aksturslag vekur grunsemdir hjá lögreglumanni geti hann ekki tekið fólk á orðinu þegar það framvísi lyfseðli því lyfseðillinn einn og sér útiloki ekki notkun annarra lyfja. Það sé sígilt vandamál innan lögreglunnar þegar fólk stígur fram og segir frá samskiptum sínum við lögreglu að lögreglan geti ekki varið sig því hún sé bundin trúnaði. 8. september 2023 11:52 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Þetta er stórt og ljótt mál og þeir eiga að taka á þessu“ ADHD samtökin hafa skorað á stjórnvöld að setja á reglugerð tafarlaust til að koma í veg fyrir að fólk sem notar lyf vegna ADHD verði beitt viðurlögum eða sektum af hálfu lögreglu í umferðinni. Formaður samtakanna segir núgildandi lög gölluð. 11. september 2023 12:46
Engin herferð í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu Engin herferð er í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna sem bendir á að ef aksturslag vekur grunsemdir hjá lögreglumanni geti hann ekki tekið fólk á orðinu þegar það framvísi lyfseðli því lyfseðillinn einn og sér útiloki ekki notkun annarra lyfja. Það sé sígilt vandamál innan lögreglunnar þegar fólk stígur fram og segir frá samskiptum sínum við lögreglu að lögreglan geti ekki varið sig því hún sé bundin trúnaði. 8. september 2023 11:52