Raungengi krónu miðað við laun hækkaði um tíu prósent á hálfu ári

Árstíðarleiðrétt er raungengi krónunnar á mælikvarða launakostnaðar um 30 prósent yfir langtímameðaltali. „Það segir okkur að í samhengi við verðmætasköpun og okkar viðskiptalönd séu laun 30 prósent hærri en sögulega séð,“ segir hagfræðingur hjá Arion banka.
Tengdar fréttir

Veruleg hækkun raungengis áskorun fyrir atvinnugreinar í alþjóðlegri samkeppni
Veruleg hækkun raungengisins á mælikvarða hlutfallslegrar launaþróunar á fyrri árshelmingi er til marks um hversu ólík þróun launa hefur verið annars vegar hér á landi og hins vegar í okkar helstu viðskiptaríkjum. Sú þróun er áskorun fyrir atvinnugreinar sem eru í beinni samkeppni á heimsmarkaði, til að mynda ferðaþjónustuna sem er enn að glíma við eftirköst Covid-19 heimsfaraldursins.

Hagvöxtur yrði sá minnsti síðan 2002 gangi kröfur verkalýðsforkólfa eftir
Verðbólga gæti orðið þrálátari og efnahagsbatinn hægari hækki laun mun meira en gert er ráð fyrir í grunnspá Seðlabankans. Hann spáir sex prósenta hækkun á næsta ári. Semji verkalýðsfélögin með það fyrir augum að endurheimta sambærilegt raunlaunastig og var í upphafi ársins, eins og forystufólk verkalýðsfélaga hefur gefið til kynna, yrði hagvöxtur sá minnsti hér á landi síðan árið 2002 ef frá eru talin samdráttarárin í kjölfar fjármálakreppunnar og heimsfaraldursins.