Þriðjungur Orkusjóðs til Samherja, Ísfélags Vestmannaeyja og Arnarlax Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 14. september 2023 08:30 Nú eru 6 ár til stefnu fyrir ríkisstjórnina að ná markmiðum sínum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá samfélaginu, það sem kallast á beina losun Íslands. Að vísu er ekki ljóst hvort markmiðið er 29%, 40% eða 55% en það er á hreinu að tíminn er stuttur. Þær litlu aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur uppi núna felast að miklu leyti í því að færa peninga úr ríkissjóði til vel stæðra fyrirtækja sem hafa hingað til sloppið að mestu leyti við að greiða fyrir þann umhverfisskaða sem þau valda. Hvað eiga Samherji, Ísfélag Vestmannaeyja og Arnarlax sameiginlegt? Úthlutað var úr Orkusjóði fyrir helgi. Þar voru þrír stærstu styrkþegarnir hin hjálparþurfi fyrirtæki Samherji, Ísfélag Vestmannaeyja og Arnarlax. Samherji fékk 100 milljón króna styrk til að gera tilraunir með breytingu á skipi sem á að ganga fyrir ammoníaki, Ísfélag Vestmannaeyja fékk 110 milljónir til að kaupa rafskautaketil og Arnarlax 96 milljónir til þess að kaupa hybrid-vinnubát sem líklega gengur þá að mestu fyrir olíu. Samtals 270 milljónir til þessara þriggja aðila, 30% af heildarúthlutuninni. Erfitt er að sjá að kaup á rafskautakatli sé annað en eðlileg endurnýjun tækjabúnaðar í fiskvinnslu enda hefur þessi tækni verið í notkun á Íslandi í a.m.k. 21 ár. Vinnslubátar við fiskeldi í opnum sjókvíum sem fara eðli málsins samkvæmt mjög stuttar vegalengdir ættu að geta verið að fullu rafmagnaðir. Spyrja má hvers vegna ríkisvaldið sem fjármagnar Orkusjóð þarf að styrkja þessi verkefni sérstaklega um svo háar fjárhæðir. Fyrirtækin þrjú nýta auðlindir hafsins án þess að greiða fyrir það sanngjarnt auðlindagjald árum og áratugum saman og án þess að þurfa að greiða að neinu ráði fyrir það umhverfistjón sem þau valda. Samherjasamstæðan skilaði 14,3 milljörðum króna í hagnað árið 2022 og tæpum 19 milljörðum árið 20211. Ísfélag Vestmannaeyja skilaði tæpum 8 milljarða króna hagnaði2022 en tæpum 6 árið 20212. Arnarlax hagnaðist um rúma 6 milljarðaárið 2022. Bílaleigur og rafmagnsbílar Bílaleigurnar fengu fyrr á árinu úr ríkissjóði 1000 milljónirtil þess að kaupa rafmagnsbíla í flotannauk þess sem þær fengu niðurfelld gjöld á bensín og díselbílum árið 2021 upp á næstum einn milljarðí nafni orkuskipta, eins öfugsnúið og það nú er. Í ár greiða bílaleigurnar út arð um minnst 1,3 milljarða eftir methagnað bæði árið 2021 og 2022, en hagnaður bílaleiganna var tæpir 7 milljarðarárið 2022. Samt þurfa þær ríkisstyrki til þess að fara í sjálfsagða uppfærslu á sínum tækjabúnaði sem ekki fer í gegnum samkeppnissjóði. Frá árinu 2012 hefur íslenska ríkið svo fellt niður virðisaukaskatt af innflutningi rafmagns- og tengiltvinnbíla sem nemur 34 milljörðumán þess að setja auknar álögur eða hindranir á innflutning bensín og díselbíla. Þessi afsláttur gagnast þeim best sem hafa mikil fjárráð. Gulrætur og svipur Til þess að aðgerðir í loftslagsmálum séu sem árangursríkastar og til að tryggja bestu nýtingu fjármagns verður að forgangsraða aðgerðum á faglegum forsendum. Ríkisvaldið, sem fjármagnar orkusjóð, virðist ekki hafa borið gæfu til þess þegar kemur að dæmunum hér að ofan. Auk þess hafa rannsóknirsýnt að bæði hvatar og gjöld/hindrar eru nauðsynleg til þess að tryggja árangur af loftslagsaðgerðum. Annað virkar ekki án hins því hvatar hvetja til samvinnu og aðgerða og gjöld/hindrar sjá til þess að aðgerðum/samvinnunni er haldið áfram. Þannig ætti að leggja gjöld á þá sem menga með háum mengunarsköttum en hvetja þá sem fjárfesta í umhverfisvænni aðferðum með fjárhagslegum stuðningi. Stjórnvöld hafa ákveðið að beita fjárhagslegum stuðningi en ekki gjöldum/hindrum og þá þannig að fjárhagsstuðningnum er beint til þeirra sem minnst þurfa á því að halda. Ný aðgerðaáætlun er nauðsynleg Nokkuð ljóst er að vegna slakra áætlana ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum, engrar eftirfylgni og mikils vilja til þess að ausa fé í vel stæða mengandi starfsemi í nafni loftslagsaðgerða, mun sannfærandi árangur í loftslagsmálum ekki nást fyrir 2030. Ríkisstjórnin verður að uppfæra aðgerðaáætlun sína í loftslagsmálum strax og beita þeim aðferðum sem þekkt er að eru árangursríkastar. Aðeins þannig höfum við möguleika á að ná árangri í loftslagsmálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Orkumál Orkuskipti Sjávarútvegur Fiskeldi Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Nú eru 6 ár til stefnu fyrir ríkisstjórnina að ná markmiðum sínum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá samfélaginu, það sem kallast á beina losun Íslands. Að vísu er ekki ljóst hvort markmiðið er 29%, 40% eða 55% en það er á hreinu að tíminn er stuttur. Þær litlu aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur uppi núna felast að miklu leyti í því að færa peninga úr ríkissjóði til vel stæðra fyrirtækja sem hafa hingað til sloppið að mestu leyti við að greiða fyrir þann umhverfisskaða sem þau valda. Hvað eiga Samherji, Ísfélag Vestmannaeyja og Arnarlax sameiginlegt? Úthlutað var úr Orkusjóði fyrir helgi. Þar voru þrír stærstu styrkþegarnir hin hjálparþurfi fyrirtæki Samherji, Ísfélag Vestmannaeyja og Arnarlax. Samherji fékk 100 milljón króna styrk til að gera tilraunir með breytingu á skipi sem á að ganga fyrir ammoníaki, Ísfélag Vestmannaeyja fékk 110 milljónir til að kaupa rafskautaketil og Arnarlax 96 milljónir til þess að kaupa hybrid-vinnubát sem líklega gengur þá að mestu fyrir olíu. Samtals 270 milljónir til þessara þriggja aðila, 30% af heildarúthlutuninni. Erfitt er að sjá að kaup á rafskautakatli sé annað en eðlileg endurnýjun tækjabúnaðar í fiskvinnslu enda hefur þessi tækni verið í notkun á Íslandi í a.m.k. 21 ár. Vinnslubátar við fiskeldi í opnum sjókvíum sem fara eðli málsins samkvæmt mjög stuttar vegalengdir ættu að geta verið að fullu rafmagnaðir. Spyrja má hvers vegna ríkisvaldið sem fjármagnar Orkusjóð þarf að styrkja þessi verkefni sérstaklega um svo háar fjárhæðir. Fyrirtækin þrjú nýta auðlindir hafsins án þess að greiða fyrir það sanngjarnt auðlindagjald árum og áratugum saman og án þess að þurfa að greiða að neinu ráði fyrir það umhverfistjón sem þau valda. Samherjasamstæðan skilaði 14,3 milljörðum króna í hagnað árið 2022 og tæpum 19 milljörðum árið 20211. Ísfélag Vestmannaeyja skilaði tæpum 8 milljarða króna hagnaði2022 en tæpum 6 árið 20212. Arnarlax hagnaðist um rúma 6 milljarðaárið 2022. Bílaleigur og rafmagnsbílar Bílaleigurnar fengu fyrr á árinu úr ríkissjóði 1000 milljónirtil þess að kaupa rafmagnsbíla í flotannauk þess sem þær fengu niðurfelld gjöld á bensín og díselbílum árið 2021 upp á næstum einn milljarðí nafni orkuskipta, eins öfugsnúið og það nú er. Í ár greiða bílaleigurnar út arð um minnst 1,3 milljarða eftir methagnað bæði árið 2021 og 2022, en hagnaður bílaleiganna var tæpir 7 milljarðarárið 2022. Samt þurfa þær ríkisstyrki til þess að fara í sjálfsagða uppfærslu á sínum tækjabúnaði sem ekki fer í gegnum samkeppnissjóði. Frá árinu 2012 hefur íslenska ríkið svo fellt niður virðisaukaskatt af innflutningi rafmagns- og tengiltvinnbíla sem nemur 34 milljörðumán þess að setja auknar álögur eða hindranir á innflutning bensín og díselbíla. Þessi afsláttur gagnast þeim best sem hafa mikil fjárráð. Gulrætur og svipur Til þess að aðgerðir í loftslagsmálum séu sem árangursríkastar og til að tryggja bestu nýtingu fjármagns verður að forgangsraða aðgerðum á faglegum forsendum. Ríkisvaldið, sem fjármagnar orkusjóð, virðist ekki hafa borið gæfu til þess þegar kemur að dæmunum hér að ofan. Auk þess hafa rannsóknirsýnt að bæði hvatar og gjöld/hindrar eru nauðsynleg til þess að tryggja árangur af loftslagsaðgerðum. Annað virkar ekki án hins því hvatar hvetja til samvinnu og aðgerða og gjöld/hindrar sjá til þess að aðgerðum/samvinnunni er haldið áfram. Þannig ætti að leggja gjöld á þá sem menga með háum mengunarsköttum en hvetja þá sem fjárfesta í umhverfisvænni aðferðum með fjárhagslegum stuðningi. Stjórnvöld hafa ákveðið að beita fjárhagslegum stuðningi en ekki gjöldum/hindrum og þá þannig að fjárhagsstuðningnum er beint til þeirra sem minnst þurfa á því að halda. Ný aðgerðaáætlun er nauðsynleg Nokkuð ljóst er að vegna slakra áætlana ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum, engrar eftirfylgni og mikils vilja til þess að ausa fé í vel stæða mengandi starfsemi í nafni loftslagsaðgerða, mun sannfærandi árangur í loftslagsmálum ekki nást fyrir 2030. Ríkisstjórnin verður að uppfæra aðgerðaáætlun sína í loftslagsmálum strax og beita þeim aðferðum sem þekkt er að eru árangursríkastar. Aðeins þannig höfum við möguleika á að ná árangri í loftslagsmálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun