Sá sem varað var við hlaut þungan dóm fyrir brot gegn barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2023 11:00 Foreldrar og forráðamenn í Kársnesskóla voru varaðir við einstaklingi sem væri ekki æskilegt að börn væru í kringum. Google Miðlæg rannsóknardeild lögreglu hefur til rannsóknar mál karlmanns sem skólastjórnendur í Kársnesskóla vöruðu við á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er til skoðunar hvort maðurinn hafi gerst sekur um blygðunarsemisbrot í vesturhluta Kópavogs með því að fróa sér í bíl í bænum. Karlmaðurinn á að baki þungan dóm í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn barni. „Viljum ekki að sé í kringum börnin okkar“ Foreldrum barna í vesturbæ Kópavogs barst póstur frá skólastjórnendum Kársnesskóla um hádegisbil á þriðjudaginn. Tæplega sex hundruð nemendur eru í skólanum á aldrinum sex til fimmtán ára. Tilefni tölvupóstsins voru ábendingar þess efnis að í vesturbæ Kópavogs væri á ferð einstaklingur „sem við viljum ekki að sé í kringum börnin okkar“. Foreldrar skildu hvorki upp né niður, umræður í hverfis- og foreldrahópum fóru á flug og úr varð að framhaldspóstur barst frá Kársnesskóla þess efnis að einstaklingurinn sem um ræddi hefði sýnt af sér ósæmilega hegðun. Foreldrar voru hvattir til að ræða við börnin sín um að gefa sig ekki að ókunnugum og að vera á varðbergi. Málið hefði verið tilkynnt til lögreglu og vonandi myndi rannsókn ljúka sem fyrst. Braut á stúlku Samkvæmt heimildum fréttastofu snýst málið um karlmann sem hefur endurtekið sést í bíl í vesturhluta Kópavogs nærri stöðum þangað sem börn sækja. Karlmaðurinn er grunaður að hafa í minnsta kosti eitt skipti fróað sér í bíl á meðan börn voru í sjónmáli. Bíllinn er skráður á karlmann á fertugsaldri sem sat inni í tæp átta ár í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn stúlku á grunnskólaaldri. Hann hefur samkvæmt heimildum fréttastofu verið búsettur á Íslandi í á annað ár. Á borði kynferðisbrotadeildar Þær upplýsingar fengust frá lögreglunni í Kópavogi að málið væri komið á borð miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Deildinni er skipt í tvennt. Annars vegar er kynferðisbrotadeild og hins vegar deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi og meiriháttar afbrotum. Hjá kynferðisbrotadeild lögreglu fengust þær upplýsingar að á borði deildarinnar væri mál til rannsóknar sem gæti tengst umræðunni í vesturbæ Kópavogs. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið [email protected] eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Kópavogur Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Karlmaðurinn á að baki þungan dóm í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn barni. „Viljum ekki að sé í kringum börnin okkar“ Foreldrum barna í vesturbæ Kópavogs barst póstur frá skólastjórnendum Kársnesskóla um hádegisbil á þriðjudaginn. Tæplega sex hundruð nemendur eru í skólanum á aldrinum sex til fimmtán ára. Tilefni tölvupóstsins voru ábendingar þess efnis að í vesturbæ Kópavogs væri á ferð einstaklingur „sem við viljum ekki að sé í kringum börnin okkar“. Foreldrar skildu hvorki upp né niður, umræður í hverfis- og foreldrahópum fóru á flug og úr varð að framhaldspóstur barst frá Kársnesskóla þess efnis að einstaklingurinn sem um ræddi hefði sýnt af sér ósæmilega hegðun. Foreldrar voru hvattir til að ræða við börnin sín um að gefa sig ekki að ókunnugum og að vera á varðbergi. Málið hefði verið tilkynnt til lögreglu og vonandi myndi rannsókn ljúka sem fyrst. Braut á stúlku Samkvæmt heimildum fréttastofu snýst málið um karlmann sem hefur endurtekið sést í bíl í vesturhluta Kópavogs nærri stöðum þangað sem börn sækja. Karlmaðurinn er grunaður að hafa í minnsta kosti eitt skipti fróað sér í bíl á meðan börn voru í sjónmáli. Bíllinn er skráður á karlmann á fertugsaldri sem sat inni í tæp átta ár í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn stúlku á grunnskólaaldri. Hann hefur samkvæmt heimildum fréttastofu verið búsettur á Íslandi í á annað ár. Á borði kynferðisbrotadeildar Þær upplýsingar fengust frá lögreglunni í Kópavogi að málið væri komið á borð miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Deildinni er skipt í tvennt. Annars vegar er kynferðisbrotadeild og hins vegar deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi og meiriháttar afbrotum. Hjá kynferðisbrotadeild lögreglu fengust þær upplýsingar að á borði deildarinnar væri mál til rannsóknar sem gæti tengst umræðunni í vesturbæ Kópavogs. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið [email protected] eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið [email protected] eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Kópavogur Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira