Á rafhlaupahjóli á níutíu á Sæbraut Árni Sæberg skrifar 15. september 2023 15:12 Ljóst er að átt hefur verið við rafhlaupahjólið. Grafík/SARA Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund. Leigubílstjórinn, sem vill ekki láta nafns síns getið, segir í samtali við Vísi að hann hafi ákveðið að elta manninn á hlaupahjólinu þegar hann tók eftir því að hann ók óeðlilega hratt. Hann hafi viljað aka meðfram manninum til þess að mæla hraða hans með hraðamæli sem er innbyggður í bílamyndavélinu. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá eltingarleikinn og neðst á skjánum má sjá hraða leigubílsins. Ljóst er að leigubílstjórinn gerðist brotlegur við lög þar sem hámarkshraði á Sæbraut er aðeins sextíu kílómetrar á klukkstund. Hann segir það hafa verið þess virði til þess að ljóstra upp um það sem hann telur alvarlegra brot mannsins á rafhlaupahjólinu. Á vef Samgöngustofu segir að rafhlaupahjól tilheyri flokki reiðhjóla og séu hönnuð til aksturs á hraða frá sex til 25 kílómetra hraða á klukkustund. Þá sé ólöglegt að breyta þeim þannig að þau komist hraðar. Leigubílstjórinn segist vonast til þess að lögreglan bregðist við myndbandinu, enda telji hann rafhlaupahjól, sér í lagi þau sem hefur verið breytt, stórhættuleg farartæki. Fyrsta banaslysið varð á svipuðum slóðum Fyrsta banaslysið sem varð á rafhlaupahjóli hér á landi varð á Sæbraut fyrir tæpum tveimur árum. Þá lést ökumaður rafhlaupahjóls. Hraðatakmarkari rafhlaupahjólsins, sem ekið var á rafknúið bifhjól í banaslysinu, hafði verið aftengdur fyrir slysið. Bifhjólinu var ólöglega ekið á hjólastígnum. Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn ræddi rafhlaupahjól og vandamál sem þeim geta fylgt í Íslandi í dag í gær. Meðal annars þann möguleika að notendur geta breitt hjólum sínum þannig að hægt er að aka þeim á ofsahraða. Rafhlaupahjól Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Leigubílstjórinn, sem vill ekki láta nafns síns getið, segir í samtali við Vísi að hann hafi ákveðið að elta manninn á hlaupahjólinu þegar hann tók eftir því að hann ók óeðlilega hratt. Hann hafi viljað aka meðfram manninum til þess að mæla hraða hans með hraðamæli sem er innbyggður í bílamyndavélinu. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá eltingarleikinn og neðst á skjánum má sjá hraða leigubílsins. Ljóst er að leigubílstjórinn gerðist brotlegur við lög þar sem hámarkshraði á Sæbraut er aðeins sextíu kílómetrar á klukkstund. Hann segir það hafa verið þess virði til þess að ljóstra upp um það sem hann telur alvarlegra brot mannsins á rafhlaupahjólinu. Á vef Samgöngustofu segir að rafhlaupahjól tilheyri flokki reiðhjóla og séu hönnuð til aksturs á hraða frá sex til 25 kílómetra hraða á klukkustund. Þá sé ólöglegt að breyta þeim þannig að þau komist hraðar. Leigubílstjórinn segist vonast til þess að lögreglan bregðist við myndbandinu, enda telji hann rafhlaupahjól, sér í lagi þau sem hefur verið breytt, stórhættuleg farartæki. Fyrsta banaslysið varð á svipuðum slóðum Fyrsta banaslysið sem varð á rafhlaupahjóli hér á landi varð á Sæbraut fyrir tæpum tveimur árum. Þá lést ökumaður rafhlaupahjóls. Hraðatakmarkari rafhlaupahjólsins, sem ekið var á rafknúið bifhjól í banaslysinu, hafði verið aftengdur fyrir slysið. Bifhjólinu var ólöglega ekið á hjólastígnum. Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn ræddi rafhlaupahjól og vandamál sem þeim geta fylgt í Íslandi í dag í gær. Meðal annars þann möguleika að notendur geta breitt hjólum sínum þannig að hægt er að aka þeim á ofsahraða.
Rafhlaupahjól Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37
„Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31