Bretar banna banvæna hundategund Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. september 2023 18:08 Hunda af tegundinni American bully XL geta orðið allt að sextíu kílógrömm. Getty Forsætisráðherra Bretlands hefur greint frá því að hundategundin American bully XL verði bönnuð í landinu í lok árs. Skyndileg aukning dauðsfalla í kjölfar árása hunda af tegundinni hefur orðið síðustu tvö ár. Síðastliðna viku hafa tvær alvarlegar árasir hunda af tegundinni American bully XL orðið í Bretlandi. Í gær varð einn slíkur karlmanni að bana í bænum Walsall. Á laugardag réðst hundur af sömu tegund á ellefu ára stúlku auk tveggja karlmanna í bænum Bordesley Green. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands hefur nú sagt að hundategundin verði endanlega bönnuð í landinu við lok þessa árs, samkvæmt frétt BBC. Þá segir að eigendur séu mótfallnir banninu og segi að þrátt fyrir ógnvekjandi útlit hundanna séu þeir hin vænstu gæludýr. Hundategundin American Bully XL er sögð hafa orðið til undir lok níunda áratugar síðustu aldar þegar ræktendur blönduðu hundategundunum American pit bull terrier og American staffordshire saman. Hundar af tegundinni geta vegið allt að sextíu kílóum og orðið nógu sterkir til þess að tækla fullorðinn mann. Tíu dauðsföll í fyrra Auk þeirra tveggja árása sem orðið hafa síðastliðna viku hefur orðið mikil aukning í árásum tegundarinnar síðustu tvö ár. Í apríl urðu tveir hundar af tegundinni 65 ára gamalli konu að bana þegar hún reyndi að stía í sundur hundana sína tvo er þeir slógust. Í fyrra lést sautján mánaða barn eftir að fjölskylduhundurinn, sem var af tegundinni American bully XL, réðst á það. Þá lést tíu ára barn í Caerphilly árið 2021 eftir að slíkur hundur veittist að því. Í tímaritinu Public Health journal segir að skyndileg aukning hafi orðið í dauðsföllum tengdum árásum hunda á árinu 2022, þau hafi verið tíu talsins það ár í Englandi og Wales. Talið er að heildarfjöldi dauðsfalla vegna slíkra árása frá árinu 2021 sé fjórtán. Hundar Bretland Dýr England Tengdar fréttir Lést af sárum sínum eftir árás hunds Karlmaður lést í Derby á Englandi í gær eftir árás hunds. Lögregla aflífaði hundinn á vettvangi. 23. apríl 2023 19:25 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Síðastliðna viku hafa tvær alvarlegar árasir hunda af tegundinni American bully XL orðið í Bretlandi. Í gær varð einn slíkur karlmanni að bana í bænum Walsall. Á laugardag réðst hundur af sömu tegund á ellefu ára stúlku auk tveggja karlmanna í bænum Bordesley Green. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands hefur nú sagt að hundategundin verði endanlega bönnuð í landinu við lok þessa árs, samkvæmt frétt BBC. Þá segir að eigendur séu mótfallnir banninu og segi að þrátt fyrir ógnvekjandi útlit hundanna séu þeir hin vænstu gæludýr. Hundategundin American Bully XL er sögð hafa orðið til undir lok níunda áratugar síðustu aldar þegar ræktendur blönduðu hundategundunum American pit bull terrier og American staffordshire saman. Hundar af tegundinni geta vegið allt að sextíu kílóum og orðið nógu sterkir til þess að tækla fullorðinn mann. Tíu dauðsföll í fyrra Auk þeirra tveggja árása sem orðið hafa síðastliðna viku hefur orðið mikil aukning í árásum tegundarinnar síðustu tvö ár. Í apríl urðu tveir hundar af tegundinni 65 ára gamalli konu að bana þegar hún reyndi að stía í sundur hundana sína tvo er þeir slógust. Í fyrra lést sautján mánaða barn eftir að fjölskylduhundurinn, sem var af tegundinni American bully XL, réðst á það. Þá lést tíu ára barn í Caerphilly árið 2021 eftir að slíkur hundur veittist að því. Í tímaritinu Public Health journal segir að skyndileg aukning hafi orðið í dauðsföllum tengdum árásum hunda á árinu 2022, þau hafi verið tíu talsins það ár í Englandi og Wales. Talið er að heildarfjöldi dauðsfalla vegna slíkra árása frá árinu 2021 sé fjórtán.
Hundar Bretland Dýr England Tengdar fréttir Lést af sárum sínum eftir árás hunds Karlmaður lést í Derby á Englandi í gær eftir árás hunds. Lögregla aflífaði hundinn á vettvangi. 23. apríl 2023 19:25 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Lést af sárum sínum eftir árás hunds Karlmaður lést í Derby á Englandi í gær eftir árás hunds. Lögregla aflífaði hundinn á vettvangi. 23. apríl 2023 19:25