Þar kemur fram að hluthafar hafi samþykkt tillöguna með 83,88 prósenta atkvæða. Var málið það eina sem tekið var upp á fundi.
„Að öðru leyti en greinir sérstaklega í samþykki þessu skal stjórn félagsins heimilt að semja um efni samrunasamningsins sem og samrunaáætlunar og annarra samrunagagna samkvæmt lögum um hlutafélög sem mynda skulu órjúfanlegan hluta samrunasamningsins.“
Kemur fram í tilkynningunni að stjórn skuli eingöngu vera heimilt að undirrita samrunagögn á grundvelli samrunasamningsins ef fyrir liggur að yfirtökutilboð Regins.hf í félagið hafi ekki verið samþykkt af tilskildum meirihluta hluthafa Eikar fasteignafélags hf.
„Samþykki þetta víkur á engan hátt til hliðar skyldum félagsins til að leggja samrunann fyrir hluthafa til endanlegrar ákvörðunar í samræmi við ákvæði laga um hlutafélög nr. 2/1995.“